Listin að lifa - 01.10.2001, Page 4

Listin að lifa - 01.10.2001, Page 4
TRYGGINGASTOFNUN W RÍKISINS Breyting tekjumarka frá 1. september s.l. Líta má á l. september ár hvert sem nokkurs konar ára- mót í tengslum við útreikning tekjutengdra greiðslna al- mannatrygginga, s.s. tekjutryggingar, ellilífeyris, heimil- isuppbótar og tekjutryggingarauka. Skattframtöl viðkom- andi árs eru þá komin fram og upplýsingar úr þeim lagð- ar til grundvallar við útreikning greiðslna til !. september á næsta ári. Breytingar á ráðstöfunartekjum sem fram koma í nýju skattframtali geta því leitt til breytinga á greiðslum frá Tryggingastofnun. Tekjumörk (frítekjumörk) breytast einnig árlega þennan sama dag með reglugerð sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra setur. Tekjumörk hækkuðu 1. september sl. um 6,6% samkvæmt reglugerð. Tekjumörk tekjutryggingar ellilífeyrisþega (einhleypingar og hjón) voru fyrir 1. september kr. 32.512 og kr. 102.910, en eru nú kr. 34.658 og kr. 105.056. Tekjur undir kr. 34.658 á mánuði skerða ekki tekjutryggingu. Séu tekjur yfir þeirri upphæð kemur til skerðingar samkvæmt ákveðinni reikni- reglu. Ef tekjur er hærri en kr. 105.056 greiðist engin tekjutrygging. Rétt er að taka fram að önnur tekjumörk gilda um ellilífeyri en tekjutryggingu. Ef greiðslur lækka frá þessari dagsetningu getur skýr- inga verið að leita í eftirfarandi: * Launatekjur eða lífeyrissjóðstekjur hafa hækkað milli ára. * Fjármagnstekjur, t.d. vextir af banka- og sparisjóðs- innistæðum, vextir, arður og fl., hafa hækkað rnilli ára. * Tekjur hafa verið áætlaðar vegna þess að skattframtali hefur ekki verið skilað inn til skattyfirvalda. í næstu blöðum verður spurt og svarað um hinar ýmsu bætur almannatrygginga. Sendið endilega inn fyrirspurnir til blaðsins. SaumuiduA/ Stepín&son/ Loftmynd úr miðbænum séð yfir Laugardalinn og upp í Grafarvog.

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.