Listin að lifa - 01.10.2001, Page 18
Ljósar
nætur
Söngferð um Austur-
og Norðurland í vor
Söngfélagið tekur sig vel út á sviðinu í Eskifjarðarkirkju, konurnar í bláum kjólum og
karlarnir með bláar þverslaufur, en svona búin sungu þau á hátíðarsviðinu í Gimli á Islend-
ingadaginn árið 1998.
Með söng í hjarta lögðum við land
undir fót, Söngfélag FEB í Reykjavík,
sunnudaginn 29. maí sl., frá félags-
heimili okkar, Ásgarði. Ferðinni var
heitið til Austur- og Norðurlands.
Kórinn stefndi á þrenna tónleika í
ferðinni, á Höfn, Eskifirði og Akureyri
- sem við og gerðum.
Á öllum stöðunum var sungið í kirkjun-
um þar sem hljómburður er mjög góð-
ur. Okkur var vel tekið og aðsókn góð.
Kórar eldri borgara á hverjum stað
tóku þátt í tónleikunum - og á eftir átt-
um við saman glaðar og góðar stundir.
Það var yndislegt að hitta þetta fólk
sem sýndi okkur mikla gestrisni.
Keyrslur á milli staðanna eru nokk-
uð langar, en í glöðum og skemmtileg-
um vinahópi nýttist tíminn vel og af
nógu var að taka.
Með í för var hinn kunni fræðimað-
ur, Páll Bergþórsson, sem var óspar á
að miðla okkur af fróðleik sínum um
landið og sérkenni þess, svo að segja
má að fátt markvert, sem fyrir augu
bar, hafi farið framhjá okkur. Séra
Bjarni Jónsson var einnig með, sagði
margar skemmtilegar sögur og fór með
hnyttnar vísur. Margir fleiri létu í sér
heyra - og allir í sólskinsskapi.
Ferðina skipulagði formaður kórsins,
Pétur H. Ólafsson, sem vann að okkar
málum af sinni alkunnu elju, eins og í
öllum okkar fyrri ferðum. Á hann
þakkir skildar fyrir dugnað sinn og ó-
sérhlífni. Einnig skal nefna söngstjór-
ann okkar, Kristínu Pjetursdóttur, sem
er óþreytandi að örva okkur.
Kristín Pjetursdóttir kórstjóri og
Þorsteinn Bjarnar einsöngvari eftir
tónleikana á Eskifirði. Ljósm. Helgi M.
Undir hennar stjórn finnum við
sönggleðina í ríkum mæli.
Ferðin var mjög ánægjuleg, ekki síst
fyrir það hve gaman var að hitta kóra-
fólk úti á landi. Þama hittist líka fólk
sem hafði ekki sést í áraraðir og rifjaði
upp gömul kynni. Vonandi eigum við
eftir að hitta aftur þetta góða fólk og
blanda geði. Söngurinn sameinar og
eykur lífsánægju okkar eldri borgara.
Við þökkum af alhug þær góðu
móttökur sem við fengum á Áustur- og
Norðurlandi. Bestu þakkir til gestgjaf-
anna og undirleikaranna sem liðsinntu
okkur á hverjum stað.
Með söngkveðjum
frá Söngfélagi FEB í Reykjavík
\ íslendingabyggðum í Kanada söng kórinn í
húsi Stephans G. Stephanssonar og stað-
næmdist að sjálfsögðu við minnisvarða hans í
Skagafirði. Lagið „Þó þú langförull legðir..." hef-
ur sérstaka merkingu fyrir kórfélaga.
Ljósm. Helgi M.
18