Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 22

Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 22
Hagstæðari vaxtakjör í síðasta tölubiaði „Listin að lifa" eru birt á bls. 48 og 49 afrit af tveimur bréfum stjórna LEB og FEB til innláns- stofnana. í lok ágústmánaðar höfðu borist endanleg svarbréf allra bankanna og sparisjóðanna. Þau bera greinilega með sér, þó í mismiklum mæli sé, að innlánsstofnanirnar hafa tekið málaleitan eldri borgara alvarlega og komið vel til móts við óskir þeirra um bætt vaxtakjör og þjónustu. Hér á eftir eru birt í heild bréf bankanna þriggja og bréf frá sparisjóðunum. Við sem að þessum málum höfum komið af hálfu LEB og FEB teljum, að þau vaxtakjör sem bjóðast og þjónusta við félagsmenn sé eins góð og hægt er að gera ráð fyrir um þessar mundir, en brýnum fyrir fólki að lesa bréfin gaumgæfilega og bera vel saman þá kosti sem bankarnir og sparisjóðimir bjóða og beina síðan viðskiptum sínum þangað sem hver og einn telur sér hagkvæmast. Þar sem nefndar eru ákveðnar vaxtatölur er rétt að minna á, að miðað er við vaxtastig í ágústmánuði s.l. Vextir geta lækkað eða hækkað og ræður þá mestu hvaða ákvarðanir Seðlabanki íslands tekur. Verðtryggðir innlánsreikningar eru hagkvæmir þegar um langtímasparnað er að tefla, en slíkir reikningar eru bundnir samkvæmt lögum og reglum í minnst 36 mánuði. Hæstu innlánsvextir á þeim reikningum hjá innlánsstofnunum eru með um 5% raunvexti á ári. Hins vegar eru óverðtryggðir sparireikningar, sem bankarnir og sparisjóðirnir gefa félagsmönnum kost á. íslandsbanki býður „Heiðursmerki“ nú með 11,04% ársvexti, engin lágmarksinnstæða en hvert innlegg er bundið í 10 daga. Búnaðarbanki býður „Eignalífeyrisbók“, nú með 11,04 % ársvexti án lágmarksinnstæðu og án bindingar. Sparisjóðirnir bjóða „Gullárareikninga“ með 11,14% ársvexti, engan binditíma og engin þjónustugjöld. Landsbankinn býður m.a. „Verðbréfaveltu“ með stighækkandi ársvöxtum allt að 10.80% með bindingu í 7 daga. Hér er alls staðar um nafnvexti að ræða. Til að finna hverjir raunvextir þessara reikninga eru þarf að draga ársverðbólguna frá, sem Seðlabankinn áætlar að verði um 6%, þetta árið en það merkir að raunvextir verða 5,14% miðað við hæstu nafnvextina, 11,14% sem er mjög álíka og raunvextir verðtryggðra reikninga. Félagsmönnum bjóðast því nú hagstæðari vaxtakjör hjá innlánsstofnunum en áður var og hefur starf FEB og LEB þannig skilað þó nokkrum árangri. Viðrœðunefndfélaganna Svarbréf frá bönkunum: ÍSLANDSBANKI Reykjavík, júlí 2001 Það er okkur sönn ánægja að kynna þér nýjan innlánsreikning íslandsbanka sem býðst félögum í Landssambandi eldri borgara. Reikningurinn kallast „Heiðursmerki“ og ber jafnháa vexti og Verðbréfareikningur bankans á hverjum tíma, en þeir eru núna 11.04 %. Engin lágmarksinnstæða er þó nauðsynleg til að stofna reikninginn (lágmarksinnstæða er 250 þúsund kr. á hefðbundnum Verðbréfareikningi) og því er hann mikil breyting til batnaðar fyrir þá sem vilja ganga að fé sínu vísu, en njóta um leið hámarksávöxtunar. Reikningurinn er einungis með 10 daga bindingu á hvert innlegg og án þjónustugjalda. Stofnir þú „Heiðursmerki“ íslandsbanka býðst þér ókeypis námskeið um Netið og bankaviðskipti á Netinu. Námskeiðin verða haldin í október og nóvember í Reykjavík, á Akureyri, ísafirði og í Keflavík. Skráning og allar nánari upplýsingar um námskeiðin hjá þjónustufulltrúum Islandsbanka. Vertu velkomin(n) í næsta útibú íslandsbanka og kynntu þér „Heiðursmerki“ - við tökum vel á móti þér! Bestu kveðjur Starfsfólk íslandsbanka 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.