Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 23

Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 23
Búnaðarbankinn kynnti nýja þjónustu, Eignalífeyri, fyrir 60 ára og eldri í ársbyrjun 1999. Þjónustan er mjög einfold og hana er hægt að sníða að þörfum hvers og eins rneð aðstoð Silfursjóðsins sem er sérsniðið ráðgjafarforrit og gerir okkur kleift að gera áætlanir fram í tímann. Þjónustan felur í sér mun betri kjör í inn- og útlánum en almennt gerist og ítarlega fjármálaráðgj öf sé þess óskað. 1. Þjónustan er veitt í öllum afgreiðslum bankans á 37 stöðum víðs vegar um landið en í henni felst meðal annars: 2. Eignalífeyrisbók sem er sparireikningur án bindingar og án lágmarksinnstæðu. Vextir eru sambærilegir við 30 mánaða bundinn reikning, nú 11,04%. Til samanburðar má geta þess að vextir á 1. þrepi Markaðsreiknings eru nú 10,32%. Eignalífeyrisbók er aðeins ætluð 60 ára og eldri og hægt er að velja um bók eða bókarlausan reikning. Hún nýtur mikilla vinsælda hjá eldri borgurum en nú eru tvö og hálft ár siðan hún var kynnt. Margir láta færa lífeyrisgreiðslur beint inn á reikninginn og geta þannig gengið að fé sínu vísu hvenær sem er en jafnframt notið hámarksávöxtunar. Ef tekið er út oftar en íjórum sinnum í mánuði er reiknuð vaxtaleiðrétting sem er 0,5% af úttekinni ljárhæð. 3. Fasteignalífeyrir sem er í formi t.d. mánaðarlegrar greiðslu eða eingreiðslu til viðskiptavinar gegn veði í fasteign. Þetta er óverðtryggt reikningslán sem ber nú 13.95% nafnvexti og eru þeir mun lægri en vextir á yfirdráttarlánum. Ekki þarf að greiða afborganir af slíku láni fyrr en við sölu eða eigendaskipti á fasteigninni eða samkvæmt samkomulagi við Búnaðarbankann. Lánssamningurinn er sveigjanlegur og hægt að breyta honum hvenær sem er. Einnig er hægt að fá háa upphæð í íyrstu, t.d. ef leggja þarf út fyrir viðhaldskostnaði fasteignar og fá síðan reglulegar greiðslur eftir það. Ekki er hætta á því að fasteignin verði ofnýtt því lánið verður ekki hærra en svo að helmingur eignarinnar að minnsta kosti stendur alltaf eftir þegar eigandi verður 85 ára. Þetta er alger nýjung í bankaþjónustu á íslandi og hentar fólki sem er eldra en 65 ára. 4. Eldri borgarar geta leitað til sérstakra þjónustufulltrúa á öllum afgreiðslustöðum Búnaðarbankans. Þar geta þeir fengið ráðgjöf og upplýsingar um mögulega þjónustu þeim til handa. 5. Greiðsluþjónusta Búnaðarbankans felur í sér að reikningarnir eru sendir beint í bankann og þar er séð um að greiða þá á réttum tíma. Jafnframt er hægt að dreifa útgjöldunum jafnt á alla mánuði ársins. Veittur er 10% afsláttur af þessari þjónustu til eldri borgara. 6. Asgeir Jóhannesson ráðgjafi, sem er þekktur fyrir störf sín í þágu eldri borgara, er með fasta viðtalstíma í aðalútibúi bankans, Austurstræti 5, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10-11 þar sem hann veitir sérstaklega upplýsingar og ráðgjöf um Eignalífeyrisþjónustu Búnaðarbankans. Þar tekur hann á móti eldri borgurum og einnig er hægt að ná í hann í síma 525 6000 á þeim tíma. 7. Að auki gefst Eignalífeyrisfélögum kostur á tölvukaupaláni sem er reikningslán að hámarki 200.000 kr. til 36 mánaða með hagstæðum vöxtum. Félögum stendur einnig til boða sérstakt tölvunámskeið á vegum bankans. Með bestu kveðju, c&dda/ cS uiw m&dáttÁA/, forstöðumaður markaðsdeildar ® BÚNAÐARBANKINN Traustur banki 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.