Listin að lifa - 01.10.2001, Side 25

Listin að lifa - 01.10.2001, Side 25
ullárin Reykjavík, 27. júlí 2001 í framhaldi af fyrri bréfaskriftum okkar, vilja sparisjóðirnir koma eftirtöldum upplýsingum á frantfæri við stjórnir og félagsmenn Félags eldri borgara og Landssambands eldri borgara. Sparisjóðirnir, með rúmlega 60 afgreiðslustaði um land allt, bjóða einir bankastofnana sérstaka þjónustu fyrir fólk á aldrinum 60 ára og eldri. Markmiðið er að veita alhliða fjármálaþjónustu, sérsniðna að þörfum hvers og eins og styðja þannig við þennan aldurshóp í listinni aó lifa. Þjónustan ber heitið Gullárin. í Gulláraþjónustu sparisjóðanna felst eftirfarandi: 1) Sérstakur Gullárareikningur vextir nú 11,14%, og án úttektargjalds. Enginn binditími og engin þjónustugjöld. 2) Gulldebetkort (GD) með verulega lægra árgjaldi og þeim kjörum sem slíku korti og reikningi fylgir*. í GD þjónustunni felast hærri innlánsvextir en á almennum veltureikningi, útlánsvextir eru 2% lægri en á venjulegum yfirdráttarheimildum og eingöngu er greitt fyrir nýtta heimild, ákveðin upphæð heimildar er án tryggingar, 150 fríar debetkortafærslur á ári. í þessu korti eru engar persónutryggingar. Auk þessa býðst rneð GD þjónustunni Visa eða Euro gullkreditkort með góðunr ferða- og slysatryggingum, viðskiptavinum að kostnaðar- lausu.* 3) Greiðsluþjónustan er þægileg leið til að létta ijármálavafstrið og fá betri sýn á fjármálin. Ekkert stofngjald og ekkert árgjald er í Greiðsluþjónustu fyrir félagsmenn FEB / LEB í Gulláraþjónustu. 4) Hcimabanki og GSM-banki án endurgjalds. Með því að tengjast Heimabanknum opnast viðskiptavinum greið leið til að stunda viðskipti við sparisjóðina í gegnum tölvu, hvar og hvenær sem þeim hentar. Til þess að styrkja þekkingu á tölvum bjóða sparisjóðirnir sérsniðin tölvunámskeið á vegum Fræðslunriðstöðvar sparisjóðanna. Þessi námskeið er síðan hægt að þróa enn frekar í samráði við FEB / LEB. 5) Eigin þjónustufulltrúi. Sparisjóðirnir leggja metnað í að veita viðskiptavinum sínum þjónustu af öllu hjarta. Hver viðskiptavinur í Gulláraþjónustu hefur sinn eigin þjónustufulltrúa. 6) Inngöngugjöf fýrir nýja félaga í Gullárahópinn. Auk þess munu sparisjóðirnir viðhalda tengslunum við Gullárahópinn með reglulegum glaðningi í formi gjafa eða sérstakra tilboða sem berast rnunu félögum beint eða kynnt verða hverju sinni. Við viljum nteð þessu árétta fyrri ósk okkar unt að fá FEB / LEB til samstarfs og frekari mótunar á Gullárunum - þjónustu sparisjóðanna sem ætluð er fólki yfir sextíu ára aldri. Sparisjóðirnir hafa frá upphafi lagt áherslu á náið samband við viðskiptavini sína með nálægð, umhyggju og ráðgjöf. Þannig getur hver viðskiptavinur leitað til síns þjónustufulltrúa / starfsmanns með ósk um lausnir í fjármálum. Við erum reiðubúin að gera enn betur, t.d. með skipulagningu funda um fjármál á vegum FEB / LEB, skrifa greinar í Félagsrit eldri borgara og námskeiðahald. Virðingarfyllst, f)a£clstiatv, markaðs- og frœðslustjóri, Sambandi íslenskra sparisjóða SPARISJÓÐURINN *Skv. útlánareglum Sparisjóðsins -fyrir þig og þína 25

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.