Listin að lifa - 01.10.2001, Side 27

Listin að lifa - 01.10.2001, Side 27
Frá hægri: Hjörtur Halldórsson, Anna Magnúsdóttir, Dagbjörg Ólafsdóttir, Oddbjörg Þórarinsdóttir, Torfi Jónsson, Jónína H. Jónsdóttir, Alda Thorodd- sen. Fremri röð: Maggý Kristjánsdóttir, Ásdís Berg. Á haustdögum hugsaði ég mikið um hvað væri hægt að gera fyrir félagana sem væri bæði gaman og líka hreyfing eða leikfimi. Með góðra manna hjálp var byrjað á að efna til vatnsleikfimi. Einkatíma fengum við í lauginni okkar. Þetta var á föstudögum kl. fjögur síðdeg- is og tókst mjög vel. Við stunduðum þetta fram til 17. desember og byrj- uðum svo aftur í maí. Ekki voru allir sem þoldu vatn og alls ekki klórblandað. Þá var stofnaður línudansklúbbur, tvær ungar konur leiðbeindu okkur í því. Enn þurfti eitthvað léttara, ekki hægt að standa á öðrum fæti og hringsnúast! Þá kom sagnaandinn yfir okkur. Af hverju ekki bara að leika sér eins og börnin, fara í leiki, syngja og þess háttar? Það varð úr að eftir áramót var byrjað á alls konar hringleikjum með söng. Og viti menn! Þetta eldra fólk kunni mikið af látbragðsleikj- um sem bæði voru sungnir og dans- aðir. Var eitthvað betra til? Ó, nei. Þetta varð það vinsælasta. Síðan var farið á dansnámskeið hjá danskennara í gömlum dönsum og skemmtidönsum. Nú erum við í víkivökum, menúettum, hringleikj- um og danskvæðum. Ennfremur eru skemmtifundir einu sinni í mánuði fjarska vel sóttir. Allir eru virkir í að vinna vel og mikið, okkur öllum til gamans og gleði. sAs<ti& ‘tiPde.’iy, kveðjafrá skemmtideildinni BIRTU á Patreksfirði Þessar vísur gaf höfundur okkur. Þær lýsa best hvað hentar vel fyrir allflesta - og skemmtilegt er það, svo mikið er víst! Dansinn Hér er sko gaman, já, hér er sko fjör, hér leggjast fáir í ellinnar kör. BIRTA var stofnuð og stendur sig vel og starfar af krafti, það reyndar ég tel. Hæ, dúllía, dúllía, dúllía dei, hæ dúllía, dúllía, dúllía dei, BIRTA var stofnuð og stendur sig vel og starfar af krafti, það reyndar ég tel. Leikfimi í vatni er Ijómandi góð og læknar víst gigtina í íslenskri þjóð. Heitu í pottunum hallast menn að, heilmikið yngjast þeir, gott er nú það. Hæ, dúllía... Fótamennt okkar er falleg og nett, við förum á kostum og tökum á sprett. Vínarkruss, marsúrka, rúmbu og ræl, við svífum um gólfið og dönsum með stæl. Hæ, dúllía... Línudans flottur er nýjasta nýtt, þær náttúrusveiflur fær dansgólfið prýtt. Aftur til hægri og örlítið frá, alveg er frábært að horfa það á. Hæ, dúllía... Við hringleiki æfum nú kvöld eftir kvöld Þeir komust í tísku á síðustu öld. Brátt kemur vorið, við förum í frí, en fljótlega dönsum við aftur á ný. Hæ, dúllía... Svo verðum við lúin, svo verðum við löt, við liggjum að síðustu í rúminu flöt. Oss minningin leiðir Ijúfastan dans, Að lokum svo hverfum við héðan með glans. Hæ, dúllía... ^atj&jötl cUtta' tiMa^sdáttvv frá Hœnuvík 27

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.