Listin að lifa - 01.10.2001, Side 31
komnum tækjum svo að hægt yrði að
matbúa fyrir heimilisfólk og eldri
borgara í Garðabæ sem þess óska. Og
kapellu St. Jósepssystra var breytt í
borðsal og samkomusal.“
Þóra var áður hjúkrunarforstjóri á
hjúkrunarheimili á Kirkjubæjar-
klaustri. „Á Klausturhólum voru tutt-
ugu manns. Svona litlar einingar eru
ákjósanlegar til skapa heimilisanda og
koma í veg fyrir stofnanablæ. Hjúkr-
unarheimili er heimili fólksins. And-
rúm spítalastofnana á ekki að ríkja á
hjúkrunarheimili.
Ellinni fylgja óhjákvæmilega sjúk-
dómar, samt lítur maður ekki á Holts-
búðina sem sjúkrastofnun. Stærðin er
mjög skemmtileg og frábært starfsfólk
hefur valist hingað, en mikið er um
konur úr Garðabæ sem vilja vinna ná-
lægt heimili sínu.“
- Sérstaða þessa hjúkrunarheim-
ilis?
„Að byggt skuli á Hospice - hug-
myndafræðinni sem leggur áherslu á
andrúm virðingar, umhyggju og um-
burðarlyndis gagnvart einstaklingnum.
Hún er fyrst og fremst ætluð þeim sem
ekki eiga von um bata, en á vel við í
umönnun aldraðra. Holtsbúð á að vera
eins og stórt heimili þar sem starfsfólk
gengur í öll störf, rútína er eitthvað
sem við forðumst. Hér er hægt að sofa
út og yfirleitt reynt að stuðla að því að
fólk haldi sínum lífsvenjum. Þetta er
heimili þeirra sem hér búa - og við
hvetjum fólk til að halda áfram að lifa
lífinu sem líkast því og var heima.
Síðan reynum við að mæta þörfum
hvers einstaklings.
Til að sækja um vistun þarf
öldrunar- eða heimilislæknir
að skila inn vistunarmati
sem gildir sem umsókn.
Eins og á stóru heimili ganga allir í
öll störf, enginn er bara í þvottahúsinu
eða bara í þrifum. Hér eru öll störf
jafn mikilvæg. Þetta eykur skilning
starfsfólks á hvað hinir eru að gera og
enginn á að geta sagt: „Ég veit það
ekki - ég er ekki með hann!“ Á stórum
sjúkrastofnunum stendur stíf vinnu-
skipting oft starfinu fyrir þrifum, ef
veikindi eru á einni deild er ekki hægt
að fá aðstoð frá annarri.“
- Hvers konar sjúklingar eru
hér?
„Eldra fólk sem getur ekki verið eitt
heima lengur og hefur verið að missa
tökin á tilverunni. Margir hressast við
að komast í öryggi á hjúkrunarheimili
og í bili klæðast allir og fara fram í
borðsal. Margt fylgir ellinni, sjúkdóm-
ar og áföll af ýmsum toga skerða getu
einstaklingana. Þetta er partur af líf-
inu, hluti af hverjum einstakling sem
við megum ekki sjúkdómsgera um of.“
- Nú eru hér aðallega tveggja
manna herbergi. Skapar það ekki
ákveðin vandamál?
„Vissulega. Það þarf ákveðna út-
sjónarsemi að velja fólk saman í tví-
býli. Meirihluti eða um 70-80% vist-
manna eru minnisskertir og mikið álag
fyrir heilbrigða að lenda með andlega
skertum einstaklingi. Heimild er fyrir
28 í hjúkrunarrými. Hér eru sextán
tveggja manna herbergi, en aðeins
fjögur einbýli til ráðstöfunar fyrir þá
sem þurfa mesta aðhlynningu. Það er
skerðing á mannréttindum að fá ekki að
vera einn í herbergi óski fólk þess, en
sumir vilja félagsskap.“
- Er mikil aðsókn að heimilinu?
„Mjög mikil. Aldraðir íbúar Bessa-
staðahrepps og Garðbæingar ganga
fyrir vistun og þeim gátum við sinnt til
að byija með. Fljótlega fórum við að
taka inn úr öðrum bæjarfélögum, en
tökum tillit til barna viðkomandi ef
þau eru búsett á svæðinu. Nú eru 80
Fjölmenni var á vígsludaginn. Systir Emmanúelle fyrrverandi príorinna Klaustursins mætti með yfirmönnum reglunnar frá Dan-
mörku (fjórða frá vinstri, á miðri mynd), Ingimundur og Þóra eru hér með Sankti Jósepssystrum.
31