Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 32

Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 32
manns á biðlista alls staðar að. Holtsbúð sjáum við fyrir okkur sem þjónustumiðstöð í framtíðinni. Héðan væri hægt að taka heimili í fóstur, sinna heimilishjálp og kynnast fólki á heimili sínu áður en það þarf á dvöl að halda. Vonandi verður Holtsbúðin alltaf nógu stór til að sinna þessu svæði. Búið er að sækja um dagvistun héma, en leyfi ekki enn komið, skortur á fjármagni úr ríkissjóði.“ - Þið eruð með heimaeldhús! „Já, eldhúsið er hjartað á staðnum. Það er mikils virði fyrir heimamenn að matarlykt berist um heimilið og að ný- bakað sé með kaffinu. Hérna er líka matjurtagarður sem við stækkuðum í vor. Við ræktuðum heilmikið síðasta sumar og njótum enn góðs af græn- metisréttum úr garðinum. í Holtsbúð geta aldraðir heimabúandi keypt sér máltíðir og um tíu manns koma hingað að staðaldri.“ Þóra segir að í byrjun hafi borið á tilvistarkreppu. „Þetta er ákveðið ferli, sorgarviðbrögð þegar fólk flytur frá heimili sínu yfir á hjúkrunarheimili. Starfsfólkið átti líka í erfíðleikum, flestir komu úr allt öðru vinnuum- hverfi, en núna eru hjólin farin að snú- ast. Við leggjum upp úr að finna hvar hver starfsmaður nýtur sín best, kynn- ast heimilisfólkinu, njóta styrkleika hvers annars. Það tekur tíma að fínna þetta jafnvægi." - Mikið er deilt um aldraða í þjóð- félaginu. Það hlýtur að vera mikil þróunarvinna fólgin í því, hvernig best er að reka hjúkrunarheimili fyrir aldraða? „I okkar menningu vantar mikið á að virðing sé borin fyrir eldra fólki. Aust- urlönd gefa okkur fordæmi til að byrja svolítið á grunninum. Þetta á að vera meira samfélagslegt eins og hjá Kín- verjum sem bera virðingu fyrir ellinni. Börn sem koma hingað í heimsókn hafa sum varla séð háaldraða mann- eskju. Jafnvel í litlum bæ eins og Garðabæ er fólk einmana og félagslega einangrað. Eg sé mun á þessu hér sam- anborið við Klausturhóla. Á Klaustri þekkjast allir innbyrðis og flestir vist- menn áttu ættingja meðal starfsfólks- ins. Fólkið gat dvalið lengur heima hjá sér - af því að nágrönnum fannst svo sjálfsagt að annast um það. Við reynum að vekja þessa samfé- lagslegu ábyrgð með því að fá aðstand- endur í lið með okkur. Aðstandendafé- lögin hafa staðið fyrir ýmsum skemmt- unum eins og harmonikkuleik, ferða- lögum, sumarhátíð og fleira. Ég vildi gjaman sjá aukið samstarf við skólana. Þeir hafa aðeins komið í heimsókn, en gaman væri að sjá meira til ungviðisins. Við eigum að vera sam- taka um að minnka kynslóðabilið.“ í fyrrverandi kapellu er verið að undirbúa 85 ára afmælisveislu. Svip- aður undirbúningur og í heimahúsi, nema að hér leggja fleiri hönd á plóg. Athygli vekja skemmtileg listaverk á veggjum. „Sagan á bak við listasýn- ingar í Holtsbúð er að Þunður Sigurðar- dóttir söngkona í Garðabæ ræddi við vistmann sem varð 100 ára, söng í af- mælisveislunni og opnaði myndlistar- sýningu. Síðan hefur hver listamaður- inn af öðrum sett hér upp sýningar. Myndlistarsýningar eru frábær grunn- ur til að skapa umræður meðal heim- sóknargesta, hvort myndirnar séu fal- legar eða ljótar.“ Þóra segir að mjög ánægjulegt hafi verið að hefja störf í Garðabænum, finna metnað stjórnar, yfirmanna fé- lagsmála og heilsugæslu. Holtsbúð hafa borist höfðinglegar gjafir - frá Bessastaðahreppi, Lionsklúbbnum Eik, Innerwheel Görðum og Oddfell- ow stúka 21, Þorlákur helgi, er búinn að innrétta sjúkraþjálfunarherbergi á neðri hæðinni. „Allir eru svo fullir af vilja að veita öldruðum íbúum Garðabæjar og Bessa- staðahrepps sem besta þjónustu. í Nor- egi standa félög eldri borgara fyrir að útnefna besta hjúkrunarheimili lands- ins. Gaman væri að keppa að slíkum titli, ef slíkar útnefningar ættu sér stað hérlendis. Öll þurfum við að standa saman að velferð og hjúkrun aldraðra. Allar hug- myndir um hvernig best sé að standa að málum eru vel þegnar. í haust er fyrirhuguð ráðstefna um framtíðarsýn innan heilsugæslu og hjúkrunar. Fróð- legt verður að fylgjast með nýjum hug- myndum á þeim vettvangi.“ Geta 10 grömm breytt lífi þínu? Átt þú í erfiðleikum með að fylgjast með samræðum í fjölmenni, hefurðu sleppt matarboði, leikhúsferð eða veislu vegna þessa? Ekki láta heyrnarskerðingu valda þér félagslegri einangrun!!! DigiFocus II heyrnartækið er: • 100% stafrænt • Eykur talskilning • Sjálfvirkt • Forritanlegt • Afgreitt á 3-4 vikum Heyrnartækni Lágmúla 5, Rvk sími 568 6880 DisiFocusJl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.