Listin að lifa - 01.10.2001, Síða 34

Listin að lifa - 01.10.2001, Síða 34
Blákaldur veruleikinn Ég hef áður sagt frá því hér í blaðinu, að við höfum fengið umtalsverðar upplýsingar frá ríkisskattstjóra um tekjur aldraðra á árinu 1999. Þær sýna okkur fyrst og fremst, að mjög margir eldri borgarar eru illa staddir fjár- hagslega. I eftirfarandi töflum er nákvæmara yf- irlit áður birtra upplýsinga og greint á milli einstaklinga og samskattaðra (hjóna). Hafa verður í huga, að meðtald- ir eru makar yngri en 67 ára og að tekj- um er skipt jafnt á milli samskattaðra, sem skekkir myndina talsvert. I fylgi- skjölum með lagafrumvarpi, sem sam- þykkt var í vor um bætur til aldraðra, má ráða að um sé að ræða 2750 einstak- linga yngri en 67 ára. Þetta verður at- hugað nánar. Lítum fyrst til þeirra sem lægstar tekjur hafa, 376 einstaklinga og 26 samskattaðra með tekjur undir 4.500 kr. á mánuði. Sennilega er þetta fólk á hjúkrunarheimilum með framfærslu eft- ir öðrum leiðum en lífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun. Þeim er því sleppt í eftirfarandi yfirliti. Þessar tölur eru staðreyndir, sem ekki er hægt að véfengja. Þar sést að ríkisvaldinu hefði ekki verið ofviða að tryggja, að hver lífeyrisþegi hefði a.m.k. 75.000 kr. í mánaðartekjur árið 1999, þrátt fyrir að það séu sultartekjur. Til þess hefði þurft 1430 milljónir króna, eins og tafla II sýnir, en neyðar- hjálp Alþingis telur greinilega ekki þörf á leiðréttingum. Gleymið heldur ekki, að 1622 lífeyrisþegar (kjósendur) hafa minna en 50.000 kr. á mánuði, þrátt fyrir það að tekjum í þessum út- reikningum er skipt jafnt á milli hjóna. Ríkisstjórnin telur sig e.t.v. vera að brjóta samkeppnislög með auknum bótum, því að þá sé hún að skerða samkeppnisaðstöðu Vetrarhjálpar og annarra góðgerðastofnana sem vinna að því að lina þjáningar aldraðra! Þetta er kannski besta dæmið um frjálshyggjuna í reynd! Þingmenn, sem hafa mörg hundruð þúsunda í mánaðartekjur og hafa nýlega hækkað laun sín hressilega, gera sér sýnilega ekki grein fyrir lág- marksframfærslu einstaklingsins í okk- ar þjóðfélagi. Bæta má við, að sumum þingmönnum duga ekki þessar hund- ruðir þúsunda í mánaðarlaun! Einnig má benda á þá staðreynd, að það sem samsvaraði 75.000 kr. árið 1999 er á verðbólgutímum í dag a.m.k. 85.000 kr. Þá er ekki meðtalinn stór- hækkaður læknis- og lyfjakostnaður, stórhækkaðir eignaskattar á eigið íbúð- arhúsnæði og fasteignagjöld til sveitar- félaga í kjölfar hækkaðs fasteignaverðs. Talaði ekki einhver stjómmálamaður fjálglega um, að eldri borgurum ætti að gera kleift að búa í eigin húsnæði eins lengi og fært væri? Hækkað mat á eigin húsnæði aldraðra skapar þeim engar tekjur - orsakar þvert á móti aukin út- gjöld. Öll þessi gjöld eru alltaf að hækka langt umfram bætur til aldraðra. Við höfum lengi, án nokkurs árang- urs, verið að benda á að tryggingabætur fylgja alls ekki eftir auknum álögum á aldraða. Ég gæti trúað að margir aldraðir álíti, að Alþingi nái mestri tign og reisn með því að gera hluta af hæstu bótum almannatrygginga skattskyldar! Eitt besta dæmið um hugulsemi / hugsun? ráðherra í ríkisstjóm okkar kom fram 1. júlí sl. samhliða smávegis hækkun sumra bóta til aldraðra. En samdægurs tilkynnti heilbrigðis- og tryggingaráðherra hækkanir á gjöldum í eftirfarandi töflum eru allir, sem ekki ná umræddum tekjuflokki, að áðurnefndum 402 einstaklingum undan- skildum. Síðasta talan í hverri töflu sýnir hvað tryggingabætur ríkisins hefðu þurft að hækka mikið í milljónum króna á ári til þess að hver einstaklingur nái viðeigandi lágmarkstekjum. Raunverulegar tekjur 67 ára og eldri tekjuárið 1999: Framteljendur Fjöldi Meðalt. „Viðbót" Heild. viðb. kr/mán. kr/mán. m.kr/ári Tafla 1, þeir sem hafa minna en 50 þúsund kr. á mán. Einstaklingar 1 188 27786 22214 317 Samskattaðir 434 39460 10540 56 Samtals 1622 og heildarviðbót er 373 Tafla II, þeir sem hafa minna en 75 þúsund kr á mán. Einstaklingar 2394 47192 27808 799 Samskattaðir 4354 62956 12044 631 Samtals 6758 og heildarviðbót er 1430 Tafla III, þeir sem hafa minna en 100 þúsund kr. á mán. Einstaklingar 6935 73906 26094 2172 Samskattaðir 9618 75795 24205 2793 Samtals 16553 og heildarviðbót er 4965 34

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.