Listin að lifa - 01.10.2001, Side 35

Listin að lifa - 01.10.2001, Side 35
sjúklinga vegna sérfræðingsþjónustu, röntgenmyndatöku og fleira. Ráðherra sagði þær ráðstafanir „spara” ríkissjóði 300 milljónir á ári. A kjamgóðri ís- lensku ætti að segja - að sjúklingar skuli framvegis greiða 300 milljónir úr eigin vasa - í viðbót við aðrar greiðslur. Stór hluti þeirra eru aldraðir. Þetta leyf- ir ráðherra sér að segja, sem er þó góður íslenskumaður. Allir vita að við aldraðir höfum lengi beðið um „áheym” en aldrei fengið, sem hlýtur að varpa upp spumingum. Bón- bjargaleiðin er gengin sér til þrautar, eitthvað annað verður að koma til. Eitt eigum við þó eftir í pokahorninu - við höfum öll kosningarétt - og getum velt því upp, að aldraðir verða um 13% kjós- enda í næstu kosningum. Gaman er til þess að hugsa, að 13% kjósenda samsvara 8 þingmönnum, dá- góður þingflokkur á Alþingi. Augljóst er líka að erfitt yrði fyrir hverja rflds- stjórn að ganga framhjá 8 þingmönnum aldraðra. Þannig fengju gamlingjar raunveruleg völd. Á meðan núverandi stjórnarflokkar eða andstæðingar þeirra setja ekki fram nothæfar tillögur um málefni okkar eða velja fulltrúa okkar í örugg sæti, þá eigum við bara einn kost: Framboð eldri borgara í næstu kosningum til sveitarstjórna í hverju sveitarfélagi. Seinna myndi að sjálf- sögðu fylgja framboð til Alþingis. Svo einfalt er þetta. Engin bónbjargabréf. Bara atkvæðisrétturinn. Við aldraðir Reykvíkingar gætum sennilega skapað okkur oddaaðstöðu í borgarstjórn með 5-6 þúsund atkvæð- um. Flest mál eru afgreidd samhljóða í borgarstjóm - og við vitum nákvæm- lega hvað við setjum á oddinn við myndun meirihluta. Um önnur sveitar- félög gildir hið sama. Hugleiðum þetta alvarlega á næstu mánuðum. ^éiwu ^ÉjuámuntU&ou, verkfrceðingur og gjaldkeri stjórnar FEB i Reykjavik Síðasta söngvakan í Ásgarði Söngvökur hófust 1993 á vegum FEB og eru hálfsmánaðarlega yfir vetrarmánuð- ina. Frá fyrstu tíð hefur Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir leikið á píanóið og unnið ómetanlegt starf með sinni miklu færni, styrk og léttleika. Ýmsir hafa leitt vökurnar, ákveðið hvað skuli sungið, hvenær skuli drukkið kaffi og e.t.v. flutt Ijóð eða sögu í sönghléum. Göngu-Hrólfar voru fyrst á ferð 1. apríl 1989. Var gengið frá Tónabæ að miðju Miklatúni í mikilli ófærð vegna snjóa. Þátt- takendur voru 13. Og enn eru Hrólfar á ferð. Söngvakan og Göngu-Hrólfar eru afsprengi hugmynda Steinunnar Finnbogadóttur, tvær af mörgum, sem allar stuðla að því að gefa lífinu aukið gildi með samveru og góðum kynnum. Göngu-Hrólfum var boðið á síðustu söngvöku vorsins. I ávarpi sínu sagði Steinunn, að í srnum huga væru þau systkin, Hrólfur og Vaka. Hún þakkaði þeim öllum fyrir þátttöku og stuðning, kallaði til sín viðstadda sem oftast höfðu komið við sögu og færði þeim blóm. Gróa Salvarsdóttir kynnti söngvarann Árna Sighvatsson og píanistann Jón Sigurðsson sem fluttu lög eftir Sigvalda Kaldalóns m.a. við texta eftir Höllu Eyjólfsdóttur, en þau voru samtímis við Djúpið. Ámi og Jón hafa gefið út geisladisk. Ingvar Björnsson, sem skipuleggur göngurnar, sagði frá kynn- um sínum af Kaldalónsfjölskyldunni, þá í Grindavík. Síðan buðu þau Gróa og Ingvar upp á veglegt kaffi, súkkulaði og kökuhlaðborð í tilefni af 80 ára afmæli Ingvars þennan dag. Frá upphafi hefur Gunnlaugur Jónsson verið „hirðljósmyndari” Göngu-Hrólfa og Söng- vöku. Bæði hann og Ragnheiður Þor- steinsdóttir hafa stutt mjög að starfí hópanna með ýmsu móti. Eftir meiri söng og myndatökur var gengið út í vorkvöldið með gleði í hjarta og loforðum um að sjást aftur að hausti. Undirrituð, sem var í fyrsta gönguhópn- um og á fyrstu Söngvökunni, þakkar góðar stundir. cKmsIúpc1%. %ámasdóllifv 35 L

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.