Listin að lifa - 01.10.2001, Page 36

Listin að lifa - 01.10.2001, Page 36
Ferðanefnd er jafnan starfandi í FEB á Akureyri. Sumarferðirnar eru fimm, þrjár stuttar og tvær langar. Að vetrinum eru 2-3 leikhúsferðir í nærsveitir. Gönguferðir í Kjarnaskóg hafa verið viku- lega í sumar og lengri óvissuferðir út að Gásum og til Hríseyjar. Þetta hefur mælst vel fyrir og þátttaka verið góð. í júní var dagsferð í kringum Vatns- nes. Viku af ágúst var farið um endi- langan Bárðardal. Haustlitaferð á Flat- eyjardal var í september. Um miðjan júlí var 5 daga ferð um Austurland og gist í Svartaskógi. Fram undan er önn- ur 5 daga ferð um Suðurland út frá Örkinni í Hveragerði og Hótel Flúðum. Austurland 16.-20. júlí Ferðin hófst klukkan níu, í hægu en fremur köldu veðri. Bílstjórinn okkar var Sveinn Sigurbjarnarson, Svenni, frá Eskifirði. Við ókum sem leið liggur austur og áðum í Selinu á Skútustöð- um. Eftir góðan stans þar héldum við áfram, en lögðum lykkju á leið okkar að kirkjunni á Víðirhóli á Hólsfjöllum eftir hálfgerðri fjallabaksleið sem Svenni læddist eftir með sinni alkunnu lagni. Þarna er fallegt og grösugt, en kirkjan var ósnertanleg - rammlega neglt fyrir dyrnar. Næst var stansað í Fjallakaffi í Möðrudal sem er orðið úrleiðis. Síðan fórum við í Sænautasel og þar fengu sumir sér lummur og fleira góðgæti. Eftir þetta var haldið rakleiðis í Svarta- skóg. Þar fengum við elskulegar mót- tökur, góðan mat og uppbúin rúm. ANNAR DAGUR: Nú skyldi haldið á Suðurfirðina, heimsækja Ella P. á Breiðdalsvík og fara í siglingu með honum. Smávegis þokuslæðingur var suður Skriðdalinn, en svo birti til. Af Breiðdalsheiðinni er víðsýnt og faguit útsýni úr 500 m hæð, en vegurinn ligg- ur síðan í mörgum sveigum niður í Breiðdalinn sem er grösugur og bú- sældarlegur. Þar eru margar jarðir komnar í eyði, eins og svo alltof víða í sveitum landsins. Á Breiðdalsvík beið Elli skipstjóri Elli P. við bátinn sinn Áka. 36

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.