Listin að lifa - 01.10.2001, Qupperneq 37

Listin að lifa - 01.10.2001, Qupperneq 37
eftir okkur með tvo harmonikkuleik- ara. Þeir sem kusu að fara í siglingu með honum marseruðu niður á bryggju um borð í bátinn hans, Áka. Hinir skoðuðu bæinn og þáðu kaffi og kleinur sem FEB og kvenfélagið á staðnum buðu upp á. Siglingin út í Breiðdalseyjar var hin besta skemmtun og ekki spillti frá- sögn Ella skipstjóra. Þarna er feyki- lega mikil lundabyggð og selir í stór- um hópum. Við sigldum í kringum eyjamar og snerum svo til lands. Eftir að hafa stigið nokkur dansspor á möl- inni undir harmonikkutónum var stefnan tekin á Stöðvarfjörð. Steinasafnið hennar Petru var næsti skoðunarstaður. Öll sú litadýrð og formfegurð sem þar gefur að líta vekur alltaf undrun hjá mér. Safnið er áber- andi fallega uppsett, bæði úti og inni. Þoka kom á móti okkur þegar við ókum út fyrir nesið til Fáskrúðsfjarðar og hékk aðeins yfír í Reyðarfírðinum. Einn ferðafélagi okkar, Jónas, er fædd- ur á Kolmúla í Reyðarfirði og bjó þar lengi. Hann fræddi okkur vel um alla staðhætti og var góður leiðsögumaður. Síðan var ekið um Fagradal og Egils- staði að náttstað í Svartaskógi. ÞRIÐJI DAGUR: Eftir morgunverð héldum við til Egilsstaða og skoðuðum Héraðssafnið og Gallerí Randalín. Svo var ekið að Miðhúsum, en þar er fal- legt handverk og mörg listaverk til sýnis, m.a. gítar úr íslensku birki. Þessu næst var haldið á vit Lagar- fljótsormsins, en með honum sigldum við í Atlavík. Bjart var og rjómalogn, alveg ljómandi góð ferð. í Atlavík kom Svenni á bílnum til móts við okkur. Við fórum í göngutúr í Hallormsstaðarskógi, ókum inn fyrir Löginn og komum aðeins við í Skriðuklaustri. Svenni er þarna á heimavelli, þekkir bæði landið og fólk- ið og var góður leiðsögumaður. FJÓRÐI DAGUR: Eftir góðan nætur- svefn í Svartaskógi var haldið um Eg- ilsstaði og Fagradal áleiðis til Reyðar- fjarðar og Eskifjarðar. Þar fengum við keyptan hákarl hjá „Hákarla-Guðjóni“ sem sumum þótti góður fengur. Veðrið var ljómandi gott og uppi í Oddsskarði var fagurt að líta yfír allan Reyðarfjörð. Nú sáum við Skrúðinn sem þokan huldi sjónum okkar tveim dögum áður. I Norðfirði fengum við skínandi góð- ar móttökur hjá FEB, glæsilegt kaffi- hlaðborð og hljóðfæraleik, og við sung- um saman og stigum nokkur dansspor. Á eftir sýndi Svenni okkur bæinn, m.a. nýju snjóflóðavarnirnar sem eru stórkostlegt mannvirki, og staðinn þar sem snjóflóðið féll 1974. í Svartaskógi beið okkar veisluborð, enda síðasta kvöldið. Svenni sá um forréttinn, hákarl og brennivín. Öll kvöldin í Svartaskógi var sungið og dansað við undirleik Benna hótelstjóra sem var alltaf tilbúinn að spila ásamt Pétri mági sínum - og héldu þeir uppi miklu fjöri. FIMMTI DAGUR: Nú var komið að heimferð. Svaitaskóg kvöddum við með þakklátum huga og ókum út Jök- ulsárhlíðina og yfír Hellisheiði. Veður var bjart, gott skyggni en fremur kalt. í Vopnafirði var stoppað stutt, en haldið með ströndinni til Þórshafnar. Þar fengum við ágæta súpu og kaffi á Hafnarbamum. Svo skoðuðum við kirkjuna sem er ný og glæsileg, eins og kirkjur eiga að vera. Síðan var ekið heim á leið yfir Öxarfjarðarheiði, aðeins stoppað í sjoppunni við Jökulsá. Svenni passar vel upp á að stoppa nógu oft til að fólk geti hreyft sig og losað um þrýsting eins og hann orðar það. Líka nauðsynlegt fyrir okkur sem eru komin á þennan góða aldur. Svo héldum við beinustu leið heim til Ak- ureyrar í glampandi sól og blíðu. Þar með var góðri ferð lokið. Eitthvað svolítið var orkt af vísum í ferðinni. Ég set hér tvö sýnishorn: „Þarf að lækka þrýstinginn?“ þráspyr okkur bílstjórinn. Á vegasjoppur veltur inn vatnslosandi hópurinn. Á Austurlandi allt er best og opnunartími á börum langur. Enginn týndist, enginn lést og ekkert kvef eða niðurgangur. Höfunditr Didda (Ötuji(j&u\wv c§iiiatadáUit, form. ferðanefndar 37

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.