Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 38

Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 38
Tekur upp tölvustýrða lyfjaskömmtun í 25 apótekum um land allt - Aukið öryggi, betri nýting og meiri þægindi Lyf £ heilsa hefur fyrst íslenskra lyfsölufyrirtækja tekið upp tölvustýrða lyfjaskömmtun og er það gert í sam- starfi við Lyfjaver ehf. Tölvustýrð lyfjaskömmtun hefur í för með sér aukið öryggi við inntöku lyfja auk hagræð- ingar fyrir neytendur og heilbrigðiskerfið. Markmiðið með samstarfinu er að auka þjónustu við þá aðila sem taka inn lyf að staðaldri og auka öryggi við lyfjainntöku. Lyfjunum er pakkað í skammta fyrir hverja inntöku með sjálfvirkum skömmtunarvélum og fær notandi þau af- hent í rúllu þar sem hver skammtur dagsins er í sér- merktum poka. Á pokanum koma fram upplýsingar um lyfin, hver á að taka þau, dagsetningu og inntökutíma þeirra. Skammtað er til 14 eða 28 daga í senn og notend- ur lyfja geta sótt lyfin sín í næsta Lyf & heilsu apótek eða fengið þau heimsend. Tölvustýrð lyfjaskömmtun er öruggasta aðferð við skömmtun lyfja sem völ er á. Skömmtunin kemur í veg fyrir að lyfin fymist og nýting þeirra verður betri. Rekj- anleiki lyfja verður meiri og lyfjameðferð sjúklinga í fast- ari skorðum. Aukið öryggi, hagræði og sparnaður Bryndís Birgisdóttir lyfsöluleyfishafi í Lyf & heilsu í Domus Medica segir að undirtektir hafi verið góðar og mikið spurt um þjónustuna. Töluverður hópur sé byrjaður nú þegar að færa sér þjónustuna í nyt. „Fólki finnst mik- ill akkur í að þurfa ekki lengur að taka til lyfin sjálft heldur fá þau tilbúin lil inntöku, merkt dagsetningu og tíma. Áður þurfti fólk að finna ró og næði til að taka til lyfin sín og koma sér að verki. Einnig þurftu vinir og að- standendur hugsanlega að hjálpa til við að taka til lyfin, en það er nú úr sögunni. Þessu fylgir aukið hagræði, þæg- indi og öryggi. Það er fólki einnig mjög mikilvægt að það greiðir eingöngu fyrir þau lyf sem það hefur fengið í hendur, en þarf ekki að leysa út lyfseðla til t.a.m. næstu þriggja mánaða. Notendur lyfja geta valið um boðgreiðsl- ur eða beingreiðslu eftir samkomulagi við sitt apótek. Notendur lyfja þurfa aðeins að útvega lyfseðla í upphafi lyfjaskömmtunar, og ef breyting verður á lyfjameðferð mun læknir tilkynna það til viðkomandi apóteþs og lyfja- skömmtun verður breytt í samræmi við það. Eg hvet alla þá sem telja að þessi þjónusta henti sér eða sínum að líta við í næsta Lyf & heilsu apóteki og leita sér upplýsinga,“ segir Bryndís að lokum. Boðið verður upp á þessa þjónustu í 25 apótekum Lyf & heilsu um land allt og eiga því allir þeir sem nota lyf að staðaldri auðvelt með að nýta sér þessa þjónustu. Samstarfsaðili Lyf & heilsu, Lyfjaver ehf., hefur verið brautryðjandi á þessu sviði hér á landi og er eini aðilinn á landinu sem hefur reynslu af tölvustýrðri lyfjaskömmtun. Fyrirtækið var stofnað í september 1998 og fékk starfs- leyfi 12. ágúst 1999. Tveimur vikum síðar var skammtað í fyrsta pokann og eru þeir nú orðnir tæplega 3 milljónir. Lyfjaver hefur því mikla reynslu af þessu starfi og þar hefur mikið þróunarstarf verið unnið. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.