Listin að lifa - 01.10.2001, Side 40
Gaman er að heimsækja Guðna Karls-
son í Þorlákshöfn, 81 árs, kvikan á
fæti sem unglamb. Garðinn sló hann í
gær, pressaði buxurnar sínar og
straujaði þvottinn. Innandyra er allt
hreint og strokið eins og hjá fyrir-
myndarhúsmóður. „Má ekki bjóða þér
bláber og rjóma?" segir hann. í eld-
húsinu stendur full skál af nýtíndum
bláberjum, húsbóndinn er nýkominn
úr berjamó. Guðni hefur ekki alltaf
verið svona hress. Hann missti kon-
una sína, Helgu Þorsteinsdóttur, 1994
eftir nærri fimmtíu ára hjónaband og
sá lengi allt svart framundan.
„Já, maður fór ansi langt niður, missti
mikið. Ég var ekki upp á marga fiska
fyrst á eflir. Hér í næstu húsum er
yndislegt fólk og tillitssamt. Ég á líka
góð börn, en maður er samt alltaf einn
eftir að missa maka sinn. Allir eiga
nóg með sig.“
Þegar Helga var að veikjast, en hún
dó úr krabbameini, fór Guðni og
keypti sér nýja harmonikku. „Ég hef
aldrei lært á hana, en alltaf þegar mér
leiðist gríp ég í nikkuna. Núna í ágúst
hef ég spilað á hana á hverjum degi,
bara fyrir sjálfan mig.“
Vinkona Guðna, Guðrún Sæmunds-
dóttir, hefur verið í skútusiglingu við
Tyrkland með dóttur sinni og tengda-
syni allan ágústmánuð. Guðni hlakkar
mikið til að fá hana aftur.
„Þetta er búinn að vera daufur mán-
uður. Guðrún hefur hringt til mín, en
mínútan kostar 400 kr. - of dýrt að tala
saman. Ég vona bara að við getum farið
í eina ferð áður en ég legg bílnum.“
Ford Econoline stendur við hús-
dyrnar, tilbúinn fyrir haustferðina.
„Það er allt í þessu, ísskápur, gashella
og rennandi vatn,“ segir Guðni. ,A1að-
ur er ekkert háður veðri í svona bíl.
getum stoppað hvar sem okkur dettur í
hug.“ Setkrókur breytist í tvöfalt rúm
með einu handtaki, ferðasalemi er hluti
af útbúnaðinum og fjórhjóladrifsbíll-
inn kemst allt. Guðni er stoltur af
gripnum.
„Við keyptum hann í vor. Áður ferð-
uðumst við í Volvojeppa sem var
þröngur og erfiður. Þennan bíl eigum
við saman,“ segir Guðni með áherslu -
„og erum frjáls eins og fuglinn.
Já, lífið breyttist mikið, þegar ég
kynntist Guðrúnu. Einmanaleikinn
hvarf. Fyrir fullorðið fólk, sem búið er
að missa maka sinn, er nauðsynlegt að
eignast góðan vin og ferðafélaga. Fyrir
mig var það lífsspursmál. Við höfum
gefið hvort öðm mikið. Alveg ómetan-
legt hvað hún hefur reynst mér vel.“
Guðrún missti manninn sinn 1996.
Viðbrögð hennar vom svipuð og
Guðna. Hún fór langt niður og vildi
loka sig af. Vinir hennar drifu hana út
með sér eitt laugardagskvöld, sögðu
40