Listin að lifa - 01.10.2001, Page 45
Sá sem lokar sig inni, lokar
sjálfan sig úti
Tilfinningin að vera hluti af hópnum
veitir kjark. Við hittumst vikulega, um
20-24 saman, allt lífeyrisþegar og
meðalaldur er 78 ár. Einn hefur lesið
eitthvað áhugavert í blaðinu, annar hef-
ur farið á tónleika, þriðji hefur séð þátt
í sjónvarpinu, og allir vilja umræður.
Að halda orðinu gangandi er það sem
gildir - og þjálfa sig í að hlusta og
skilja og tjá sig. Mitt hlutverk er að
skynja hvað þau vilja rökræða frekar
og hjálpa þeim til að koma verkefnum
á framfæri.
Leikspuni er stór þáttur í okkar
samveru. Við færum ákveðið ástand í
leikbúning, eins og t.d. hvað eldra
fólk talarmikið um veikindi. Spaugi-
lega hliðin kemur í ljós, þegar sjúkra-
sögumar eru orðnar að innbyrðis sam-
keppni í leikspunanum. Ometanlegt
er að geta fengið fólk til að hlæja að
sjálfu sér. Já, við leikum og syngjum,
og blindir og heyrnarlausir í hópnum
kunna leikina og söngvana utan að.“
Áskoranir í lífinu og ný við-
fangsefni halda okkur frísk-
um og gangandi
Meðal fyrstu viðfangsefna okkar voru:
„Æskan“, „Vöru börn og unglingar
betri þá?“ „Manstu skóladagana?"
sem varð mjög vinsælt. Lífeyrisþegar
sögðu frá sínum skóladögum, frá
prakkarastrikum og leikjum. Gamlar
skólabækur voru dregnar fram og rætt
um kennsluaðferðir fyrr og nú. Síðan
höfðum við samband við skólana.
Spurðum hvað bömin lærðu núna og
hvemig - og buðum að segja frá göml-
um skóladögum. Skólaheimsókn var
næst á dagskrá. Við sendum skýrslu
um þá heimsókn til krakkanna, sem
fóm að senda okkur ritgerðir.
Menning er heilsa
Við létum þetta ekki nægja, heldur
heimsóttum líka háskóla, iðnskóla,
leikskóla og fleiri menntastofnanir.
Þessi tengsl hafa leitt til þess að nú
koma lífeyrisþegar víða inn í kennsl-
una. Hverjir geta líka sagt betur frá
hemáminu, gömlum lífsháttum
o.s.frv.? Við getum ekki lifað án for-
sögunnar; eldra fólkið fylgir arfleifð-
inni til næstu kynslóðar. Gamla fólkið
getur líka gefíð börnunum það sem
þau sakna mest: Tíma til að tala við
Gamlir eru ungir
sem hafa elst
þau! „Það besta við ömmu er að hún
hefur alltaf tíma,“ sagði einn ungling-
urinn. Öll höfum við verið ung,“ segir
Ulla og varpar fram frábæru spak-
mæli:
Gamlir eru ungir sem hafa elst!
Tengslin við börnin og unglingana
leiddi til þess að bókin „Kæru böm og
barnabörn" varð til - bók um, hvemig
það er að eldast, skrifuð af eldra fólki.
Viborg-hópurinn undir leiðsögn Ullu
Brite hefur gefið út margar bækur, ein
þeirra „Vel sagt, þú gamli!“ hefur að
geyma spakmæli og hugleiðingar
sem vert er að geyma með sér.
Farið út og safnið hughrifum
- njótið þeirra svo heima
Já, skemmtileg tengsl hafa þróast á
milli kynslóðanna hjá Viborg-hópnum,
og leikþáttur þeirra „Jarðarför í kyrr-
þey“ hefur vakið athygli hjá ungling-
um. Eftir sýninguna spinnast upp um-
ræður. Eldra fólkið, sem búið er að svið-
setja eigin jarðarför, vekur máls á því
hjá unga fólkinu hve mikilvægt er að
varðveita lífíð á meðan maður á það, og
hve mikilvægt er að fínna eigin lífs-
gildi.
„Gildi lífsins felast m.a. í gömlum
fjölskylduhefðum sem mikilvægt er að
varðveita. Máltíðin er stór þáttur í líf-
inu hjá okkur Dönum, gamlar upp-
skriftir og réttir eru óþrjótandi um-
ræðuefni, kakan hennar ömmu, kjöt-
bollurnar hennar mömmu halda fjöl-
skyldunni saman! Gamlar hefðir við
matborðið eru ekki síður mikilvægar -
hvað talaði fólk um þá?“ Ulla bindur á
sig rauða svuntu. Hjartað á svuntunni
er merki Viborg-hópsins, minnir á að
hjartað á alltaf að slá fyrir einhvern!
Flestir vilja lifa lengur, en
enginn vill vera gamall
Gildi lífsins felst líka í framkomu
fólks við meðbræður sína. „Við þurfum
að vera á varðbergi," segir Ulla. „Takið
eftir hve margt breytist í viðmóti fólks
gagnvart eldra fólki! Tökum ljós-
myndun sem dæmi. Við viljum sjá lík-
amlega fegurð á ljósmyndum og alltaf
er verið að taka myndir af börnum. Eft-
ir því sem aldurinn færist yfir dregur
úr myndatöku. Lítið er um myndir séu
teknar af eldra fólki. Sárast er, þegar
enginn tekur ekki eftir manni!“
Ulla lét ekki sitja við orðin tóm, en
kallaði til ljósmyndara og lét taka fullt
af myndum af hópnum sínum. Viborg-
hópurinn stóð síðan fyrir sýningu á
ljósmyndunum. „Fegurð og mikil saga
geislar út frá andlitunum á sýning-
unni,“ segir Ulla. „Brosandi konur
með fína hatta endurspegla gamla tím-
ann. Andlit gamla mannsins, sem er
nýbúinn að yfirvinna fímmta hjartaá-
fallið, segir líka mikið.“ Ulla gleymir
ekki eldra fólkinu sem liggur ósjálf-
bjarga. Við það segir hún: „Endurvekj-
ið í huganum fallegar myndir frá liðn-
um stundum til að gleðja ykkur!“
Við vinnum öll saman að því
að skapa gleði
Hópur Ullu Brite stendur árlega fyrir
ömmu- og afadegi. Ungir og gamlir
eru með leikspuna, syngja saman, fara
í leikfimi, fitja upp á gömlum leikjum
og dansa saman, búa til leikföng, baka
kökumar hennar ömmu og bollurnar
hans afa. Dagblaðið í Viborg er með
ömmu- og afablað í tilefni dagsins.
Farið er í ömmu- og afaskoðunarferð
um bæinn, ömmu- og afasiglingu, og
á Viborg-safninu leiðbeina afar og
ömmur gestunum. Lífsmáti Ullu Brite
og Viborg-hópsins er vissulega góð
fyrirmynd.
‘É,<ýcV.%
45