Listin að lifa - 01.10.2001, Side 47
Þetta var hæsta verðgildið í svonefndri Edward-frímerkjaröð, „I pound.” Var gefið út 1902 og
hlýtur að hafa verið mikil fjárhæð á sínum tíma.
upphafi ýmis nöfn meðal þjóðanna.
Englendingar héldu sig við orð-
myndina póstur og settu á fyrstu
rnerki sín orðið „postage” og halda því
enn í dag. Fetuðu ýmsar póststjómir í
fótspor þeirra, þegar þeir tóku upp
sama greiðslufyrirkomulag undir póst-
burðinn.
Þar sem ekkert annað ríki hafði fram
að þessu notað þess konar miða, létu
póstyfirvöld í Englandi einnig nægja
að nota mynd af þáverandi þjóðhöfð-
ingja sínum, Viktoríu drottningu, og
slepptu landsheitinu. Myndin ein hlaut
að sýna, hvaðan merkið var upprunnið.
Er svo enn í dag, enda Englendingar
fastheldnir á forna siði. Höfðu þeir ein-
ungis mynd þjóðhöfðingja síns á frí-
merkjum sínum langt fram á síðustu
öld. Þegar þeir tóku svo að prýða
merki sín með öðru myndefni, létu þeir
vangamynd þjóðhöfðingjans koma
fram í einu horni merkisins, en lands-
heitið hefur ekki sézt fram á þennan
dag.
Fljótlega tóku póststjórnir annarra
ríkja að feta í fótspor Englendinga og
gáfu út frímerki. Af Norðurlöndum
Hendið ekki frímerkjum, sízt
gömlum, og varðveitið einnig
gömul íslenzk umslög og kort
með álímdum frímerkjum. Þau
geta verið mikils virði. Rífið
aldrei frímerki af gömlum um-
slögum! Ráðfærið ykkur við
kunnáttumenn í þessum efnum.
urðu Danir fyrstir til að taka upp þessa
aðferð árið 1851. Norðmenn, Svíar og
Finnar tóku upp þennan sið næstu ár á
eftir.
Danska póststjómin mun hafa kall-
að þessa litlu miða strax frimærke og
trúlega tekið það upp eftir grönnum
sínum í suðri, Þjóðverjum, sem í sum-
um ríkja sinna nefndu þá Freimark.
Það orð hafa aðrar Norðurlandaþjóðir
notað síðan. Þjóðverjar höfða til bréfs-
ins og kalla miða þessa nú Briefmar-
ke, þ.e. bréfmiða. Frakkar nefna þá
timbre, en það orð er af latneskum
uppmna. Mun það orð höfða til póst-
stimpilsins, enda tala þeir um timbre
de la poste.
Danska póststjórnin hafði strax hug
á að taka einnig upp frímerki í
hjálöndum sínum, þ. e. íslandi og
Dönsku Vestur-Indíum. Vestur-Indíur
fengu fyrstu frímerki sín 1855, en Is-
land ekki fyrr en 1873. Mörgum mun
þykja sá dráttur nokkuð einkennilegur,
en á bak við hann lá ákveðin saga, sem
verður ekki rakin nákvæmlega hér.
Hún var af pólitískum toga og fléttað-
ist inn í deilur Islendinga með Jón Sig-
urðsson í broddi fylkingar um sjálf-
stæði okkar í fjármálum milli land-
anna.
Danska stjómin varð þreytt á því
málþófi og þeim drætti, sem af því
hlauzt að koma sömu skipan á póstmál
Islendinga og komin voru á í Dan-
mörku og Dönsku Vestur-Indíum. Á-
kvað hún því einhliða að koma upp
dönskum póstafgreiðslum á tveimur
stöðum á íslandi frá ársbyrjun 1870 og
nota dönsk frímerki á póst þaðan til
útlanda. Innanlands giltu sömu reglur
og áður um greiðslu fyrir póstflutning,
þ. e. með peningum. Gilti þessi skipan
til ársloka 1872, en í ársbyrjun 1873
komu út sérstök frímerki fyrir ísland.
Þess má aftur geta, að fyrstu hug-
myndir um íslenzk frímerki komu
fram á Alþingi íslendinga árið 1855
og þá kom einmitt orðið frímerki fyrst
fram í íslenzkri tungu í umræðum
þingsins. En málið dróst á langinn um
nær tvo áratugi, eins og að framan
greinir. Vafalaust hafa menn velt fyrir
sér ýmsum nöfnum á þessum væntan-
legu greiðslumiðum til póstsins ekki
síður en við gerum enn í dag, þegar orð
vantar yfir ný áhöld og erlend hugtök,
sem berast inn í mál okkar. Einhver
tregða virðist hafa verið á því að taka
orðið frímerki nær orðrétt upp úr
dönsku máli, en vissulega reyndist
ekki auðvelt að finna jafnþjált innlent
orð í staðinn. Raunar höfðu gæsalappir
verið settar utan um það í Alþingistíð-
indum sem afsökun fyrir því, að menn
höfðu látið það orð sér um munn fara!
I frumvarpi, sem stjómin lagði fyrir
Alþingi 1861, er í fyrst skipti talað op-
inberlega um frímerki, að ég hygg. En
í svonefndum ástæðum fyrir frumvarp-
inu er talað um gjaldbleðil. Kemur það
orð nokkram sinnum fyrir á þessum
árum. Til gamans má svo geta þess,
að fyrsti póstafgreiðslumaðurinn í
Reykjavík, Olaf Finsen, talar um
borgunarmerki í auglýsingum sínum
um hin dönsku frímerki, sem átti að
fara að nota til greiðslu burðargjalds,
og setur orðið frímerki í sviga og af-
sökunarmerki utan um það. En nafn-
orðið frímerki hafði þegar festst svo í
sessi, að ekki varð um þokað.
^átv S'lðatsieiniv ^áivssoiv
Sími: 557-4977
Netfang: jaj @simnet.is
í næsta frímerkjaþætti
verður svo sagt frá fyrstu
íslenzku frímerkjunum og
þeirri sögu haldið í
aðalatriðum eitthvað fram
eftir 20. öldinni.
47