Listin að lifa - 01.10.2001, Síða 48

Listin að lifa - 01.10.2001, Síða 48
Alkort Fjölskylduspil frá 17 Þrjú hæstu spilin í alkorti eru: Tígulkóngur, hjartatvistur og laufafjarki Ýmsir hafa spurt mig um alkort að undanförnu. Nafnið þykir forvitnilegt, en því miður er uppruni þess ekki með öllu Ijós. Spil þetta virðist hafa verið algengt í mörgum sveitum hér á landi allt frá 17. öld a.m.k. og hefur vafalaust borizt erlendis frá. Lengst mun það hafa verið spilað að vetri til í Vestur-Skaftafellssýslu og eitt- hvað fram eftir síðustu öld. Ég lærði spilið barnungur af foreldrum mínum, sem fluttu það með sér úr átthögum sínum eystra til Reykja- víkur. Var það lengi vel helzta spilið á heimili okkar, en vist var spiluð samhliða, og svo mun hafa verið í Vestur- Skaftafellssýslu. Ég vil benda þeim, sem áhuga hefðu á að kynnast al- korti, á tvær greinar, sem ég tók saman, en eru að miklu leyti reistar á lýsingu Ólafs Davíðssonar frá lokum 19. aldar. Hún birtist í því mikla riti hans, sem heitir ís- lenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur, II. b., 327.-331. bls. og út kom um og eftir 1890. Önnur grein mín er í þessu blaði í desember 1999 og hin, sem er mun ýtarlegri, birtist í jólalesbók Mbl. 1999. Þegar ég hóf að kynna alkortið í FEB og leiðbeina mönnum um spilareglur haustið 1998 í Þorraseli, voru undirtektir minni en ég hafði vænzt. Var þá spilað á tveimur til þremur fjögurra manna borðum eða tólf manns, þegar bezt lét. Þeir, sem þá komu til leiks, höfðu fæstir kynnzt alkorti áður og höfðu jafnvel ekki heyrt þess getið fyrr en þá. í vor var hins vegar svo komið, að spilað var að jafnaði á fjórum borðum og jafnvel fimm. Ég hlýt að játa, að ég hef haft ánægju af að leiðbeina fólki við að spila alkort og ekki sízt að hafa orðið var við þann áhuga, sem það sýnir hinu forna spili. Veit ég jafn- vel dæmi þess, að hjón, sem hafa fylgzt með frá upphafi, hafa kennt ungum barnabörnum sínum alkortið og þau einnig haft gaman af. Þegar ég hóf kynningu mína á alkoitinu, var svo komið, að ég held, að það var á hraðri leið út úr þjóðlífi íslendinga og hafði hvergi verið spilað nema í fjölskyldu minni, svo að ég vissi til. Eftir að foreldrar mínir létust, hvarf það einnig heima hjá mér, því að engir fylltu skörð þeirra. Nú hefur hópur þessi komið saman aftur til þess að halda alkortinu við. Enn er því gott tækifæri fyrir þá, sem vildu kynna sér þetta gamla spil, að slást í hóp okkar. Hef- ur verið ákveðið að hittast á þriðjudögum kl. 13.30 í félags- heimilinu Ásgarði í Glæsibæ. Verður spilað í þrjár klukku- stundir eða svo. Þeir, sem áhuga hafa á að kynnast alkorti, eru mjög velkomnir í hóp okkar. Þá er orðið auðvelt að komast fljótt niður í spilinu, þar sem svo margir kunna það vel og eru færir um að leiðbeina byrjendum. Játv s4ðalsieitui ‘jjáns&aw FEBí Reykjavík Jólakortið 2001 vann til verðlauna, eins og fram kemur á öðrum stað í blaðinu. Félagið í Reykjavík sendir jólakort til félagsmanna sinna og annarra velunnara, en allir geta pantað jólakort félagsins í síma 588-2111, eins lengi og birgðir endast. Ágóði af sölu jólakortanna rennur í félagssjóð til að standa undir baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. Pakkiim með 7 jólakortum og 7 jólamerkispjöldum í stíl er á 600 krónur. --------------1------------------------------------------ TIL: FRÁ: 48

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.