Listin að lifa - 01.10.2001, Qupperneq 49
yfir og aílt um kring
Séra Bernharður Guðmundsson er nýskipaður rektor Skálholtsskóla.
Sérstætt fagnaðarefni fyrir eldri borgara að fá lífsreyndan 64 ára mann
sem sér hylla undir eigin starfslok - í ábyrgðarstöðu á einu af þremur
merkustu höfðuðbólum íslands. Ein af hugsjónum Bernharðs sem nýs
rektors er að móta nýjan menningarvettvang fyrir eldra fólk í Skálhoiti.
„Sagan er þar yfir og allt um kring,“ segir Bernharður.
„Ferðalag okkar skólasystkinanna um
daginn er forsagan að þessu. Svo und-
arlega brá við, kannski er það ekki svo
undarlegt, að umræður okkar snerust
mikið um starfslok og hvaða verkefni
ættu að taka við. Sumir hlökkuðu til
starfslokanna. Aðrir síður. Mörgum
óaði við að verða hópur sem þyrfti að
gera eitthvað fyrir. En eitt vorum við
öll sammála um - hvað það er gaman
að hittast og spjalla, því að eins og
Sigurður Nordal sagði eitt sinn: „Það
skemmtilegasta sem ég þekki, fyrir
utan að vera einn með sjálfum mér
þegar ég er vel upplagður, er að vera
með lifandi, frjóu fólki." Eftir að ég
fór að búa í Skálholti sé ég æ betur
hvað staðurinn er heillandi. Þessi
mikla kyrrð. Nærvera sögunnar. Vídd
eilífðarinnar sem kirkjan bendir á. Þá
kom upp þessi hugmynd að bjóða upp
á samverur eldra fólks í Skálholti, sem
mætti kalla umræðudaga, 2-3 í einu.
Umræðuefni yrðu tekin fyrir sem
skipta máli fyrir lífsreynt og þroskað
fólk undir forystu hæfra umsjónar-
manna.
Margt gæti komið til. eins og rökræður
urn missinn í lífinu, að missa æruna,
tapa sjálfsmynd, missa maka, missa
starfið. Skoða sögu þess tíma sem við
höfum lifað. Miðla hvort öðru af minn-
ingum og reynslu. Kanna áhrif fjöl-
miðla á sjálfsmyndina. Umræðuefnið á
að vera ögrandi og skemmtilegt. Ég sé
líka fyrir mér leiklistardaga. Leiklistin
er áhugasvið margra. Þátttakendur
myndu æfa stutta þætti úr kunnum
verkum undir stjórn atvinnuleikstjóra,
sem gæfi nýja innsýn í leikhúsið og
gerði okkur kleift að njóta leikhúsferð-
anna betur. Söngdagar koma líka upp í
hugann. í söng mætumst við öll, og slík
samvera gæti auðveldað okkur að fara í
kór. Áreiti af há-
værri popptón-
list þarf fólk
ekki að óttast.
Klassísk tónlist
er alltaf undir
borðum, annað
hæfir ekki í
kyrrð þessa sögu-
staðar.
í Skálholts-
skóla er góð
gistiaðstaða, róm-
aður matur og
hæfilegar göngu-
leiðir. Tæp stund-
arganga er að
Þorlákshver, en
Þorlákssæti og
Skólavarðan í ná-
grenninu. Gest-
um er ætíð boðið
upp á staðarskoð-
un og geta valið
hversu ítarleg
hún er.“ Skál-
holtsskóli býður
líka upp á mið-
aldakvöldverð, forvitnilegan matseðil.
„Handrit með gömlum uppskriftum
hafa fundist sem matseðillinn er byggð-
ur á. Miðaldamáltíðin er frá tíma Þor-
láks helga á 12. öld, þegar lambakrofið,
eins og það var nefnt, var kryddað með
blóðbergi og einiberjum, og fjalla-
bleikjan borin fram með ferskum
hvannablöðum og túnsúru. Mjög sér-
stæður mjöður er borinn með, einnig
rauðvín eða kryddvín eftir gamalli upp-
skrift. Staðarstúlkur ganga til borðs
klæddar miðaldabúningum. Borðhaldið
er sagnaríkt og veislugestir biðja gjarn-
an um uppskriftirnar!
Bernharður minnist líka á dagsferðir
í Skálholt með staðarskoðun að morgni,
umræður um miðjan dag og kvöldverð
áður en heim er haldið. „Sumir vilja
alltaf sofa í eigin rúmi,“ segir hann
brosandi. „Annars vil ég skipuleggja
þessa menningardaga í Skálholti með
forystufólki FEB. Það tryggir að allir
korni vel hvíldir og endurnærðir eftir
Skálholtsdvöl. Eldri borgarar eru mikið
velkomnir til Skálholts.“
Frædsludagar
í Skálholti
Samband eldri borgara og Skálholtskóli bjóða
til fræðsludaga í Skálholti 29.-31 október. Með
fyrirlestrum og almennum umræðum verður
fjallað um þrjú áhugaverð málefni:
a. Söguleg skoöun síðustu 70 ára út frá lífsreynslu okkar
b. Fjölmiðlar og eldri borgarar, hvernig má nota fjölmiðlana
en varast að vera notaður af þeim
c. Skálholt í íslenskri sögu, veraldarvafstur og viðkvæm örlög.
Auk þess verða kvöldvökur, gönguferðir, staðarskoðun og
boðið til tíðasöngs að hætti fyrri tíðar í Skálholtskirkju.
Gert er ráð fyrir 25 manna hópi og verður dvalarkostnaður með
fuliu fæði í tveggja manna herbergjum með sérsnyrtingu í húsa-
kynnum skólans kr. 4.700 á dag á mann en kr. 4.300 ef gist er í
herbergjum með sameiginlegri snyrtingu í annexíum á hlaðinu.
Sr. Bernharður Cuðmundsson rektor í Skálholti
hefur umsjón með fræðsludögunum.
lUánari upplýsingar og skráning hjá aðildarféögum
FEB og í Skálholtsskóla, sími 486 8870.
49