Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 51

Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 51
Finnum tilgang í lífinu! Auðvitað eru ekki allir aldraðir eins og þeir sem hafa áhuga á mismunandi þáttum mannlífsins. Sumir vilja helst vera einir. Sumum fínnst að búið sé að ýta þeim til hliðar, þegar þeir fara á eftirlaun, þeir séu ekki lengur til neins nýtir. Að vera engum til gagns jafn- gildir tilgangslausu lífi. Maðurinn verður að finna tilgang með lífi sínu svo að honum líði vel og það er m.a. hægt að gera með því nota frítím- ann fyrir einhverskonar ólaunuð en mikilvæg störf. Þeir sem hafa áhuga á fólki og líðan þess geta fundið kjörinn vettvang í sjálfboðnu starfi. Verkefnin eru óþrjótandi og alls staðar, þótt at- hygli okkar hér beinist að þeim mögu- leika að aldraðir hjálpi öldruðum. Undanfarið hefur verið mælt með því að aldraðir dvelji heima hjá sér eins lengi og þeir vilja, og sé veitt nægileg aðstoð til geta það. Þessi hugmyndafræði er bæði mann- eskjuleg og fjárhagslega hagkvæm, en þó því aðeins að heimilishjálp og heimahjúkrun aðstoði á fullnægjandi hátt og skipuleggi heimsóknir sjálf- boðaliða til viðbótar við þá þjónustu sem þeir veita. Auðvitað myndi það kosta nokkra fyrirhöfn, en kæmi skjól- stæðingunum til góða. Og um það snýst málið - að auka mannleg samskipti og bera svolitla biitu inn í líf þeirra sem búa við veikindi og tilbreytingarleysi. Maðar er manns gaman! Hjúkrunarheimili, umönnun, sáluhjálp Þótt reynt sé að hjálpa öldruðum til að vera heima hjá sér eins lengi og unnt Málið snýst um að auka mannleg samskipti og bera birtu inn í líf þeirra sem búa við veikindi og tilbreytingarleysi. Myndirnar eru úr starfi sjúkravina í Sunnuhlíð. er, kemur þó að því hjá mörgum að þurfa þá umönnun og öryggi sem hjúkrunarheimili veitir. Samkvæmt opinberum upplýsingum bíður fjöldi manns eftir að fá pláss þar - og það hlýtur að vera erfið bið. Víða er þó myndarlega staðið að byggingu hjúkrunarheimila, en þá ger- ist háð sorglega að ekki er hægt að nýta öll rúmin vegna þess að starfsfólk vant- ar. Laun í umönnunarstörfum á Islandi eru svo lág að fólk getur ekki lifað af þeim. Verðmætamat er illilega brenglað í þessu þjóðfélagi - að það skuli vera miklu betur borgað, þykja fínna og eft- irsóknarverðara að handleika peninga og pappíra en að annast böm, sjúka og aldraða. Þessu viðhorfi þaif að breyta áður en auðhyggjan hefur fest sig í sessi og blindað gildismat að annast þá sem eru hjálpar þurfi, hlú að menneskjunni við mismunandi aðstæður. Manneskjan er einstök og á skilið virðingu á öllum æviskeiðum sínum. I nýlegri könnun á högum aldraðra á stofnunum hér kom fram að þótt þeir væru yfirleitt mjög ánægðir og þakk- látir fyrir þá umönnun sem þeir nutu, voru margir einmana, fundu ekki sálufélaga og drógu sig í hlé inn í sitt herbergi. Þörfum þessara vistmanna má mæta með meiri einstaklingsþjón- ustu, þar gætu sjálfboðaliðar lagt hönd á plóginn. Maður er manns gaman! Skipulagt sjálfboðaliðastarf Starf sjálfboðaliða inni á stofnunum þarf að skipuleggja, ætla þeim af- mörkuð verkefni og veita þeim fræðslu. Þeir þurfa að vita um þarfir og getu vistmanna, læra að vera virkir hlustendur, uppörvandi og áhugasamir um líðan fólksins og vita að þeir eru bundnir þagnarskyldu um það sem fram fer inn á stofnuninni. Daputieg- ast finnst mér, þegar ég kem inn á stofnanir aldraðra, er hvað flestir virð- ast einir þótt þeir sitji hlið við hlið. Ut- anaðkomandi manneskja, sjálfboðaliði, getur flutt með sér ferska strauma og fréttir að utan og lífgað þannig upp á tilveruna. Ég á mér líka þann draum að á hjúkrunarheimilum sé lítil, heim- ilisleg borðstofa þar sem frískustu vistmennimir geta borðað saman í ró- legheitum, fengið sér sjálfir eftir lyst og löngun, en fái ekki matinn Hægt er að skipuleggja stuttar ferðir á söfn eða aðra viðburði. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.