Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 52

Listin að lifa - 01.10.2001, Blaðsíða 52
skammtaðan í bökkum. Ef þetta er meiri fyrirhöfn fyrir starfsfólkið, sem oft er önnum kafið við að sinna þeim sem ekki geta borðað sjálfír, þá gætu sjálfboðaliðar aðstoðað og haldið uppi samræðum eins og við venjulegt heim- ilislegt borðhald. Maður er manns gaman! Framtíðardraumar Sumir vistmenn eru kannski rólfærir og gætu haft gaman af að fara út með sjálfboðaliðum. Gönguferðir væri hægt að skipuleggja um nágrennið eða stutt- ar ferðir á söfn eða aðra viðburði. Sjálf- boðaliðar geta gert margt til að létta meðbræðrum sínum lífið. Samtímis njóta þeir þess að geta verið einhverj- um að liði. Það er góð tilfinning. Þetta er ekki til að spara ríkinu starfsfólk og fjármuni, heldur viðbótarþjónusta til að auka lífsgæði aldraðra. Umræða þarf að fara af stað, hvemig hjúkrunarheimili við viljum í framtíð- inni, hvaða viðhorf við höfum til með- bræðranna, hvaða lífssýn á að móta dagleg störf á stofnunum okkar og hvar nýta megi framlag sjálfboðaliða. Sjálfboðaliðar úr röðum aldraðra eiga að taka þátt í þessari umræðu og upp- byggingu undir stjórn fagfólks, sem búið er að móta þá stefnu að persónu- legar þarfir einstaklingsins hafi for- gang. Sameinuðu þjóðimar hafa útnefnt árið 2001 Ár sjálfboðaliða - og nú aug- lýsi ég eftir sjálfboðaliðum úr röðum aldraðra til að styðja aldraða. Eg tel mig hafa reifað að þörfin er fyrir hendi og verkefnin eru mýmörg. Og af reynslu veit ég, hve gefandi og mannbætandi það er að starfa sem sjálfboðaliði - því að maður er manns gaman! ‘tPálúia/ ‘Jáasdátlk/ Friðar- og kærleikskort Jólakort FEB í Reykjavík Hugljúfasta hugmyndin að jólakorti kom frá Guðlaugu Ingibjörgu Sveinsdóttur frá Egilsstöðum, en samkeppni um jólakort var auglýst í júníblaðinu. „Ég vona að jólakortið færi öllum frið og kærleika," segir Guðlaug. „Ég vildi skapa jólakort sem gæti fært fólki gleði og frið og góðan boðskap. Heimurinn þarf Ijós og kærleika. Myndin kom yfir mig strax og ég settist niður - María með barnið. Kærleikurinn hvílir í Ijósunum í kringum þau, en kertin senda útgeislun í mismunandi sterkum litum. Jörðin er svolítið dekkri núna á bak við Maríu og Jesúbamið.“ Guðlaug er ljósmóðir og starfaði lengi austur á Héraði. Oft ein undir erfiðum kringumstæðum, en iðulega skynjaði hún sterka strauma sem hjálpuðu. „Stórkostlegur atburður í hvert skipti sem bam fæddist, þá var eins og þreytan sópaðist í burtu.“ Ákall! Megi eilíft Ijós friðar og kærleika umvefja jörðina okkar. Megi friður, skilningur og sátt ríkja milli manna og þjóða. Guðlaug stríddi við veikindi sonar í mörg ár sem hún missti. Vanlíðan hennar varð yfirþyrmandi. Þá tók hún sig til og skrifaði langa ritgerð um þjáninguna sem hún brenndi. Henni fannst logarnir bera sorgina burt. I framhaldi af þessu fór hún að mála. Guðlaug er þegar búin að eyða einum vetri í myndlistarskóla og er aftur að setjast á skólabekk. „Þessi verðlaun eru mikil hvatning. Megi jólakortið strá birtu og friði.“ Orðin aftan á kortinu komu líkt og hugljómun yfír Guðlaugu eins og myndin sjálf. „Jarðarbúar þurfa að hlúa að innra ljósi til mótvægis við hatursbylgjuna sem leiddi til voðaverkanna sem nú senda öldu- hreyfingar um allan heim,“ segir Guðlaug. Félagið þakkar þeim sem sendu hugmyndir að jólakorti - og óskar Guðlaugu til hamingju. Guðlaug á sýningu á verkum sínum. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.