Bæjarins besta - 16.01.2014, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014
Ómar Már hættir sem sveitarstjóri
Ómar Már Jónsson, sveitar-
stjóri í Súðavík og fulltrúi L-
listans í hreppsnefnd, hefur
ákveðið að gefa ekki kost á sér í
starf sveitarstjóra eftir sveitar-
stjórnarkosningarnar sem fram
fara 31. maí. „Ég hef starfað sem
sveitarstjóri Súðavíkurhrepps frá
október 2002, þegar ég flutti til
Súðavíkur frá Reykjavík og ég
hef jafnframt setið í sveitarstjórn
frá árinu 2006. Þegar litið er til
baka hafa þessi ellefu ár verið
krefjandi og skemmtileg. Ég hef
á þessum tíma kynnst og starfað
með frábæru fólki og eignast
góða félaga,“ segir Ómar Már.
„Ég hef oft sagt að það séu
forréttindi að geta sameinað starf
sitt og helsta áhugamál, sem það
hefur sannanlega verið hjá mér í
starfi sveitarstjóra. Undanfarin
ellefu ár hef ég fengið að taka
þátt í að móta framtíð sveitarfé-
lagsins með þeim sem hafa
starfað í sveitarstjórn. Einkenn-
andi fyrir öll tímabilin hefur verið
sú góða og trausta samvinna sem
ríkt hefur innan sveitarstjórnar.
Tólf ár eru drjúgur spölur í lífi
sérhvers manns og tel ég að það
sé kominn tími á mig og einnig
sveitarfélagið og því hef ég tekið
þá ákvörðun að gefa ekki kost á
mér í starf sveitarstjóra eftir kosn-
ingarnar í vor,“ segir Ómar Már.
Hann segir einnig að fjölskyldan
hafi velt því fyrir sér að flytja frá
Súðavík í haust. Þeim hafi alltaf
liðið ákaflega vel í Súðavík og
tóku því þá ákvörðun að búa þar
áfram, „eins lengi og við sjáum í
þeim málum.“
Fyrir síðustu sveitarstjórnar-
kosningar, 2010, voru tveir listar
í framboði í Súðavík, annars veg-
ar L-listinn og hins vegar F-list-
inn. L-listinn fékk fjóra fulltrúa
kjörna en F-listinn einn fulltrúa.
Valgeir Hauksson eftirlitsmaður
leiddi L-listann en næstu fjögur
sæti skipuðu þau Ester Rut
Unnsteinsdóttir, Ómar Már, og
Guðrún I. Halldórsdóttir verka-
maður og húsmóðir.
Andmælafrestur Þor-
steins framlengdur
Embætti Landlæknis hefur
framlengt andmælafrest Þor-
steins Jóhannessonar, fram-
kvæmdastjóri lækninga við
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
vegna mats á starfshæfni hans.
Fresturinn átti að renna út 2.
janúar síðastliðinn en hefur
verið framlengdur fram í miðj-
an mánuðinn að sögn Þrastar
Óskarssonar, framkvæmda-
stjóra stofnunarinnar. Málinu
var vísað til Landlæknisem-
bættisins í kjölfar þess að deilur
lækna við stofnunina vegna
málsins komust í hámæli í fjöl-
miðlum.
Ekki verður greint frá niður-
stöðu matsins fyrr en endanleg
niðurstaða liggur fyrir en þang-
að til gegnir Þorsteinn áfram
störfum sem framkvæmda-
stjóri lækninga, en að hann
sinnir hvorki skurðaðgerðum
né læknavöktum. Eins og fyrr
segir var Landlæknisembætt-
inu falið að meta starfshæfni
Þorsteins í kjölfar þess að fjall-
að var um bréf fimm lækna
við stofnunina til forstjóra
hennar, þar sem þeir óskuðu
eftir að málinu yrði vísað til
landlæknis. Þá var um mán-
uður liðinn frá því að bréfið
var skrifað. Frá því að málið
kom upp hafa fjórir læknanna
fimm sagt upp störfum hjá
stofnuninni. Þrír þeirra hafa
þegar látið af störfum.
– harpa@bb.is
Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út um kl. 07:30 á mánudagsmorgun til að hefta þak sem
var að fjúka af hesthúsi á Hauganesi í Skutulsfirði. Mjög hvasst var á svæðinu og fór vindhraðinn
upp í 35 m/s í hviðum. „Það var fokinn einhver smá partur af þakinu og við festum niður það sem
var laust og kláruðum verkið um klukkan níu,“ segir Ari Kristinn Jóhannsson hjá BFÍ. Hann
segir björgunarstarf hafa gengið vel og telur að ekki sé um miklar skemmdir að ræða.
Hluti þaks fauk af hesthúsi
Rannsókn á
kynferðisbroti
á lokastigi
Rannsókn lögreglunnar á
Vestfjörðum á kynferðis-
brotamáli sem kom upp á
Ísafirði í síðasta mánuði er
langt á veg komin. Um miðj-
an desember voru fimm karl-
menn handteknir af lögreglu
vegna gruns um að þeir hefðu
brotið kynferðislega gagn-
vart ungri konu í húsi á Ísa-
firði. Öllum mönnunum var
síðar sleppt en tveir þeirra
fengu réttarstöðu grunaðra og
voru síðan úrskurðaðir í far-
bann til 17. febr. en allir fimm
eru af erlendu bergi brotnir.
Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni á Vestfjörð-
um hefur rannsóknin gengið
vel og hafa margir verið yfir-
heyrðir í tengslum við hana.
Rannsóknin er nú á lokastig-
um en að henni lokinni fer
málið til embættis ríkissak-
sóknara sem tekur ákvörðun
um hvort gefa eigi út ákæru
á hendur mönnunum eður ei.
Skip Hraðfrystihússins Gunn-
varar hf., í Hnífsdal veiddu 7%
meira í tonnum talið á síðasta ári
en árið á undan en aflaverðmæti
dróst saman um 5% milli ára.
Lægra aflaverðmæti má rekja til
lægra afurðarverðs á helstu mörk-
uðum fyrirtækisins og styrkingu
krónunnar gagnvart helstu gjald-
miðlum viðskiptalandanna. Á
síðasta ári lönduðu skip HG alls
13.270 tonnum að verðmæti
3.431 milljónum króna saman-
borið við 12.363 tonn að verð-
mæti 3.598 milljónir króna árið
2012. Útgerð skipa félagsins
gekk vel og togarar félagsins fóru
ekki í slipp á árinu. Aflabrögð
voru góð á árinu líkt og árin á und-
an sem hefur leitt til hagkvæm-
ari sóknar.
Valur og Örn voru gerðir út á
rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi og
gengu þær veiðar vel og afla-
brögð góð. Mjög erfitt tíðarfar
hefur verið síðustu vikurnar og
sjósókn erfið. Júlíus Geirmunds-
son ÍS kom með 4.674 tonn að
landi á síðasta ári að verðmæti
1.667 milljónir króna. Aflaverð-
mæti skipsins árið 2012 var hins
vegar 1.850 milljónir króna. Páll
Pálsson ÍS kom með 5.075 tonn
að landi á síðasta ári að verðmæti
901 milljón króna (998 milljónir
króna árið 2012), Stefnir ÍS kom
með 3.213 tonn að verðmæti 779
milljónir króna (770 milljónir
króna árið 2012) og Valur ÍS og
Örn ÍS komu með 308 tonn að
landi að verðmæti 85 milljónir
króna (10 milljónir króna árið
2012).
– smari@bb.is
Aflaverðmæti skipa HG dregst saman
Páll Pálsson ÍS 102.