Bæjarins besta - 16.01.2014, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014
Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620
Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560
Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, bb@bb.is
Ábyrgðarmenn: Halldór Sveinbjörnsson,
Sigurjón J. Sigurðsson.
Blaðamenn: Harpa Oddbjörnsdóttir, 846 7487, harpa@bb.is
Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is
Auglýsingar: Halldór Sveinbjörnsson, 894 6125, halldor@bb.is
Prentvinnsla: Litróf ehf.
Upplag: 2.200 eintök
Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili
á norðanverðum Vestfjörðum
Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis
Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði
ISSN 1670-021X
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum
fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.
Ritstjórnargrein
Straumhvörf
í sjávarútvegi
Spurning vikunnar
Hvernig leggst árið 2014 í þig?
Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur
látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.
Alls svöruðu 443.
Vel sögðu 361 eða 81%
Illa sögðu 82 eða 19%
Starfsstöð Fiskistofu lokað
Starfsstöð Fiskistofu á Ísafirði
var lokað á mánudag. Dr. Þor-
leifur Ágústsson, deildarstjóri
starfsstöðvarinar spyr sig hvort
um sé að ræða pólitíska ákvörð-
un. Fiskeldisstarfsemi Fiskistofu
flyst til Matvælastofnunar á Sel-
fossi í lok árs að sögn Þorleifs.
Veiðieftirliti stofnunarinnar á
Ísafirði var hætt fyrir ári og
tveimur eftirlitsmönnum sagt upp
störfum. Samhliða var ákveðið
að byggja upp starfsstöð fiskeldis
á Ísafirði og hóf hún starfsemi í
maí. Í desember, aðeins hálfu ári
síðar, var ljóst að starfstöðinni
yrði lokað.
„Í haust var ákveðið að fara í
reglugerðabreytingu og einfalda
eftirlit og vöktun í fiskeldi og það
stóð til í fyrri drögum að Fiski-
stofa myndi taka við auknum
verkefnum og ég bjóst við starfs-
stöðin á Ísafirði myndi eflast en
skyndilega var kúvent í byrjun
desember og ákveðið að flytja
málaflokkinn til Matvælastofn-
unar á Selfossi. Ég spyr mig því
hvort það hafi verið pólitísk
ákvörðun sjávarútvegsráðherra
að flytja starfsemina í sitt heima-
kjördæmi,“ segir Þorleifur.
Þorleifur segir þetta vera enn
eitt höggið fyrir landsbyggðina
og sýna að það er enginn vilji hjá
stjórnvöldum að byggja upp
öflugar stofnanir á landsbyggð-
inni. „Ef starfsstöð á að virka
þarf hún að fá að þróast og stækka
og verða sjálfstæð. Ekki bara
tveir starfsmenn að taka við skip-
unum að sunnan og það var von
okkar að fiskeldisstarfstöðin
fengi að gera það en þeirri von
var snarlega kippt burt. Það er
svo auðvelt fyrir embættismenn
og pólitíkusa að leggja niður eins
og tveggja manna útibú og því
mjög mikilvægt fyrir landsbyggð-
ina að byggðar séu upp öflugar
og sjálfstæðar stofnanir. En það
er ljóst að það uppbyggingarstarf
sem fór fram á þessum stutta
tíma er farið út um gluggann.“
Hann undrast að hafa ekki
heyrt í þingmönnum kjördæmis-
ins varðandi lokunina. Þorleifur
hefur fengið starf í Stavanger í
Noregi en samstarfsmaður hans
mun flytjast til í starfi.
Ungur karlmaður hefur verið
dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða
fyrir brot gegn valdstjórninni og
líkamsárás, með því að hafa í júlí
á síðasta ári, í fangageymslu lög-
reglunnar á Ísafirði, veist með
ofbeldi að lögreglumanni við
skyldustörf. Sparkaði hann með
hné í brjóst hans og enni með
þeim afleiðingum að lögreglu-
maðurinn hlaut þreifieymsli yfir
hægra brjósti og rifbrot. Maður-
inn viðurkenndi brot sín.
Við ákvörðun refsingar var lit-
ið til þess að með háttsemi sinni
braut hann alvarlega gegn lög-
reglumanni sem var að sinna
skyldustarfi sínu og rauf með því
skilorð dóms vegna líkamsárásar
frá 14. apríl 2011. Þá var einnig
litið til skýlausrar játningar
mannsins og þess að meðferð
málsins hafi dregist nokkuð.
Eftir framangreindu, og þrátt fyrir
skilorðsrof, þótti dómnum rétt
að skilorðsbinda refsingu manns-
ins á ný. Maðurinn var dæmur í
sex mánaða fangelsi en refsingin
skal niður falla að tveimur árum
liðnum haldi hann almennt skil-
orð. Hann var einnig dæmur til
að greiða allan sakarkostnað
málsins, 16.000 krónur.
Sparkaði með hné í brjóst
Aurora og Borea aðskilin
Rekstur skútunnar Auroru hef-
ur verið aðskilinn frá ferðaþjón-
ustufyrirtækinu Borea Advent-
ures á Ísafirði en það var í eigu
Sigurðar Jónssonar og Rúnars Óli
Karlssonar. Skútan tilheyrir nú
Aurora Arktika, nýju ferðaþjón-
ustufyrirtæki Sigurðar. Að sögn
Sigurðar eru það fyrst og fremst
Rúnar Óli og Nanný Arna eigin-
kona hans sem stjórna nú hjá
Borea Adventures. Fyrirtækin
vinni þó ennþá mikið saman og
lítið sé í raun að breytast annað
en að þau eru rekin sem tvö sjálf-
stæð fyrirtæki. Í september hafði
BB samband við Sigurð og að-
spurður þá um orðróm um að-
skilnað hans frá Borea sagði hann
að enginn fótur færir fyrir honum.
Orðrómurinn var einmitt þess
efnis að rekstur skútunnar yrði
aðskilinn frá Borea og markaðs-
settur undir merkinu Aurora Ark-
tika. Aðspurður hvað hafi breyst
á þessum stutta tíma segir Sig-
urður.
„Þetta er í raun ennþá að mót-
ast, og hefur verið að smá þróast
bara. Maður er alltaf að leita leiða
til að gera hlutina betri. Borea
hefur alltaf verið með nokkrar
einingar undir sér, kaffihúsið
Bræðraborg, Bjarnarnesið og
ferðaþjónustan en hver eining
hefur samt alltaf verið rekin sem
ein eining en ekki allt í samkrulli
þó Borea hafi verið ein heild
gagnvart viðskiptavinum félags-
ins og það hefur gengið vel. Eina
breytingin er að útgerð skútunnar
Auroru er nú rekin alveg sér.
Samvinna okkar breytist ekki,
ferðir Auroru breytast ekki.“
Sigurður er eini starfsmaður
Auroru Arktika sem vinnur í fullu
starfi við útgerðina. „Ég er samt
með fullt af fólki sem kemur að
þessu, þ.e. áhöfn.“ Hann segist
bjartsýnn á komandi starfsár og
að bæði Borea og Aurora eigi
eftir að pluma sig vel. „Við förum
fyrstu ferðina 3. mars en þá verð-
ur farið í Jökulfirðina,“ segir
hann. Ferðir Auroru hafa verið
gríðarlega vinsælar og ekki að
undra þar sem að þetta er einstakt
tækifæri til þess að skíða á svæði
þar sem að engar samgöngur né
þjónusta er til staðar.
Aðspurður hvort einhverjar
breytingar séu í farvatninu hjá
útgerðinni segir Sigurður svo
ekki vera. „Ekki í bili að minnsta
kosti. Auðvitað höfum við alltaf
augun opin en eins og staðan er
núna þá eru hlutirnir bara góðir,“
segir Sigurður.
– harpa@bb.is
Sigurður eigandi
og skipstjóri
Auroru.
Haft hefur verið á orði að nú eigi hljóðlát bylting sér stað í sjávarútvegi.
Afturhvarf til fortíðar, árabátanna? Nei, fjandakornið. Af umræðunni má
ráða að byltingin sé fólgin í að færa allan afla til vinnslu í landi, auk hugar-
farsbreytingar í þá veru að gjörnýta þurfi sjávarfangið. Frystitogaraævintýrið
sé að líkindum á enda, a.m.k. á verulegu undanhaldi. Mönnum er orðið
ljóst að gífurleg verðmæti felast í mörgu sem áður var hent eða þegar best
lét lenti í gúanói. Að magni til komi auðlindin seint eða aldrei til með skila
því sem áður var. Því verði að skipta um gír.
Hlaut ekki að koma að þessu? Var kappið ekki orðið meira en góðu hófi
gegndi? Forsjá? Í hvaða orðabók var þá viðvörun að finna? Allt snerist um
að ná í sem flesta sporða. Þróunin í veiðarfærum, frá handfærum til flot-
trolls, risa veiðarfæris með útbreiddan faðm sem nam víðáttu tveggja fót-
boltavalla, gekk hratt fyrir sig. Togarar jafnvel með tvö troll úti samtímis!
Ef til vill má segja að þessi þróun hafi ekki verið umflúin. Mikið vill alltaf
meira, meira í dag en í gær. Hvað sem öllu þessu líður ættum við að vera
reynslunni ríkari. Og vonandi lært eitthvað.
Þótt seint þyki í rassinn gripið er hollt að minnast orða Guðmundar
heitins Kjærnested, skipherra, í viðtali við ,,Ægi“ 2002: ,,Ein af megin
ástæðum fyrir því að við Íslendingar færðum landhelgina út í 200 mílur var
að menn vildu forðast svokallaða ryksugutogara á miðunum, sem fóru á
milli hafsvæða og þurrkuðu upp heilu fiskigöngurnar.“ Síðan spurði GK:
,,Hvað erum við að gera í dag? Eru ekki allir að kaupa frystitogara eða
verksmiðjutogara og hætta að koma með aflann til vinnslu í landi? Á þess-
um skipum er umtalsverðu magni af afskurði og slógi hent fyrir borð.“
Brottkastið hefur alla tíð verið viðurkennt þó deilt hafi verið um um-
fang þess, enda um mikla hagsmuni er að ræða. Þá eru hagsmunir sjómanna
á frystitogurum miklir. Útgerðin stendur hins vegar frammi fyrir því að
verðmæti takmarkaðs aflamagns dekkar ekki rekstur verksmiðjutogaranna,
eins og skipherrann sálugi kaus að kalla þessi stórvirku tæki.
Eðlilega eru togarasjómenn uggandi. Störfum fækkar. Menn segja á
móti að engum blöðum sé um það að fletta að landvinnsla muni aukast
mjög á kostnað sjófrystingarinnar, sem segja má að tekið hafi hástökk á ár-
unum fyrir hrun, þetta sé mjög jákvæð þróun sem feli í sér betri nýtingu og
fleiri afleidd störf, sem ný kynslóð getur sinnt.
Hvað sem öllum feilnótum í söngnum um heimsins besta fiskveiðistjórn-
unarkerfi líður ætti öðru fremur að geta náðst sátt um að sá takmarkaði að-
gangur sem við komum til með að eiga að auðlindum hafsins um ókomna
framtíð, skili þjóðarbúinu, sem mestum arði og að sem allra flestar hendur
komi þar að verki.
s.h.