Bæjarins besta - 16.01.2014, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014
HJÚKRUNARHEIMILIÐ EYRI, ÍSAFIRÐI
FRÁGANGUR INNANHÚSS
Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verk-
ið „Hjúkrunarheimilið Eyri, Ísafirði – frá-
gangur innanhúss.“
Húsið er steinsteypt á einni hæð með 30
einstaklingsíbúðum. Íbúðakjarnar eru þrír,
hver með tíu íbúðum, sameiginlegri setu-
stofu, borðstofu og eldhúsi. Húsið er tengt
með tengigangi við Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða.
Helstu stærðir eru:
Brúttóflötur byggingar 2.335 m²
Brúttó rúmmál 10.440 m³
Neysluvatnslagnir 2.000 m
Hitalagnir 1.600 m
Raflagnir 6.000 m
Reiknað er með að verk geti hafist 1. júní
og skal vera að fullu lokið 1. júní 2015.
Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr.
5.000.- hjá Ísafjarðarbæ, Hafnarstræti 1,
400 Ísafirði, frá og með 16. janúar 2014.
Tilboðin verða opnuð hjá Ísafjarðarbæ í
Stjórnsýsluhúsinu, 2. hæð, 25. febrúar
2014 kl. 13:00 að viðstöddum þeim bjóð-
endum sem þess óska.
Bretinn Stephen Midgley var
ráðinn til starfa hjá Súðavíkur-
hreppi og Melrakkasetri Íslands
í Súðavík síðasta haust og hefur
hann unnið að stefnumótun í
markaðsmálum fyrir sveitarfé-
lagið. „Hann kom að Selasetrinu
á Hvammstanga í upphafi þess
og átti stóran þátt í mikilli aukn-
ingu í aðsókn að setrinu. Hann er
að vinna með okkur í því að
greina hver sérkenni okkar eru
og hvernig við eigum að staðsetja
sveitarfélagið á ferðaþjónustu-
markaðnum, „segir Ómar Már
Jónsson sveitarstjóri.
„Við höfum áhuga á að byggja
okkur upp sem ferðaþjónustu
sveitarfélag og höfum verið að
vinna að því undanfarin ár. Við
teljum að tíminn sé réttur núna
til að vinna að þessum málum.
Við höfuð séð t.d. hvernig Elías
[Guðmundsson] fann sérstöðu
fyrir Suðureyri, aðgreindi Suður-
eyri frá öðrum stöðum með Fish-
erman verkefninu og við höfum
hrifist mjög af því. Við viljum
greina og staðsetja okkar sér-
kenni í sveitarfélaginu og mark-
aðssetja það í framhaldi á réttan
hátt í samvinnu við hagsmuna-
aðila á svæðinu og Markaðstofu
Vestfjarða,“ segir hann.
Stephen, sem allajafna er kall-
aður Midge, flutti til Súðavíkur í
september. „Ég var með kynn-
ingu á hugmyndum mínum sem
ég hafði fengið á þessum fáu
mánuðum, kynnti þær sem sagt
fyrir sveitarstjóra og ætla svo
næst að kynna þær fyrir ferða-
þjónustuaðilum og ekki síst fólk-
inu á svæðinu sem ég vil auðvitað
að sé sátt við hvernig samfélagið
þeirra er kynnt.“
Stephen hefur búið á Íslandi í
þrjú ár en hann kom fyrst til að
vinna sem sjálfboðaliði hjá Sela-
setrinu á Hvammstanga og vann
einnig fyrir Umhverfisstofnun
við að búa til gönguleiðir víða
um landið. „Ég kynntist fljótlega
kærustunni minni, sem er frá
Hafnarfirði og ákvað því að vera
áfram á Íslandi. Mig langaði svo
að fara til Vestfjarða, eða að
minnsta kosti eitthvað út á land
því ég er alinn upp í litlu þorpi á
Englandi og líður best í þannig
samfélagi. Kærastan harðneitaði
til að byrja með en fékkst loksins
til að fara að minnsta kosti til
Hvammstanga. Þar kynntist ég
svo Ester frá Melrakkasetrinu, í
gegnum verkefni sem ég og hún
tókum þátt í og heitir Wild North,
og hún vildi endilega fá mig til
Súðavíkur að vinna fyrir sig. Í
vor fórum við í heimsókn þangað
og hittum meðal annars Margréti
Lilju Vilmundardóttur sem lýsti
því vel hvað það væri frábært að
búa hérna og vinna. Þetta var í
apríl og við komum svo í septem-
ber og erum gríðarlega ánægð
hérna. Það er mjög góð tilfinning
sem fylgir því að búa hér með
fjölskylduna en við erum fimm
talsins, börnin eru þriggja, eins
árs og fjögurra mánaða. Hér er
góður leikskóli og fjölskyldu-
vænt samfélag,“ segir Midge.
– harpa@bb.is
Vilja greina og staðsetja
séreinkenni Súðavíkur
Sjúkraflug til Vestfjarða
voru fleiri í fyrra en árið á
undan. Alls voru sjúkraflugin
85 í fyrra samanborið við 63
árið áður. Tölurnar miðast
við flug með sjúklinga til og
frá Vestfjörðum. Til Ísafjarð-
ar voru flugin 55 en 30 til
Bíldudals. Flestir flutningar
til Ísafjarðar voru í janúar og
apríl eða sjö báða mánuðina
en ekkert flug var farið í
september. Apríl var einnig
annasamastur á Bíldudal en
þá var sjö sinnum óskað eftir
sjúkraflugi en í janúar og
október þurfti aldrei að kalla
til sjúkraflugvél. Engin sjúkra-
flug voru á aðra flugvelli á
Vestfjörðum. Samkvæmt
samningi við velferðarráðu-
neytið sér flugfélagið Mýflug
um nær öll sjúkraflug á
landinu. Miðstöð sjúkraflugs-
ins er á Akureyri.
Aukning í
sjúkraflugi
til Vestfjarða
Kvikmyndar refinn á æskuslóðum
Ljósop ehf., í Reykjavík vinnur
að því í samvinnu við Melrakka-
setur Íslands í Súðavík að fram-
leiða ljóðræna og sanna kvik-
mynd um lífsferil heimskauta-
refsins. Fyrirtækið var stofnað
fyrir 14 árum af Guðbergi Dav-
íðssyni sem jafnframt er fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins. Til-
gangur fyrirtækisins er að fram-
leiða kvikmyndir og þá einkum
heimildamyndir. „Við byrjuðum
fyrir tveimur árum að vinna að
þessu verkefni og hugmyndin er
að taka þetta upp að mestu á
þessu ári.Við stefnum að því að
taka vetrarmyndirnar í mars og
apríl, maí á Hornströndum og
svo klára í sumar. Ef allt gengur
að óskum reiknum við vera búin
með hana í lok árs,“ segir Guð-
bergur.
Ríkisútvarpið hefur keypt sýn-
ingarréttin og hugsanlega verður
myndin einnig sýnd í kvikmynda-
húsum. „Við reynum síðan að
senda hana á einhverjar kvik-
myndahátíðir hér heima og er-
lendis. Hvernig þetta endanlega
tekst til á eftir að koma í ljós,“
segir hann. Guðbergur er sonur
Þórunnar Herborgar Hermanns-
dóttur frá Ystabæ í Aðalvík og
Davíðs heitins Guðbergssonar frá
Höfða í Dýrafirði. „Fjölskyldan
á þarna hús ennþá og ég hef því
alist upp við það að vera mikið á
Hornströndum. Það hefur blund-
að í mér að gera þetta verkefni í
tvo áratugi en fyrst eftir að hug-
myndin kom upp var þetta eigin-
lega illmögulegt þar sem upp-
tökutækni var ekki nógu góð,
ekki til að gera þetta að minnsta
kosti,“ segir Guðbergur.
Hann segist hafa fylgst með
refnum á ferðum sínum um Horn-
strandir og ýmislegt hafi komið
honum á óvart við vinnslu verk-
efnisins. „Maður hefur fylgst með
honum í gegnum tíðina, þetta er
ofboðslega öflugt dýr. Það sem
ég hef meðal annars komist að,
og Ester Rut og þau í Melrakka-
setrinu hafa kennt mér, er hve
mikla aðlögunarhæfni refurinn
hefur. Þetta er æðislega flott dýr.
Það getur samt verið erfitt að ná
því á filmu sem við viljum, því
ekki stjórnum við refnum. Við
þurfum að ná myndefni sem er
fjölbreytt, refirnir að veiða, eðl-
ast, samskipti para og fleira,“
segir Guðbergur.
Myndin er saga um kraftaverk;
líf refafjölskyldu og örlög hennar
í harðbýlu landi. Eftir langan og
kaldan vetur gýtur læða fimm
yrðlingum og þá hefst ævintýra-
legur lífsferill. Yrðlingar fæðast
blindir, vandir af spena á tíundu
viku og læra að bjarga sér. Tólf
vikna gamlir tínast þeir að heiman
og upp úr því bjarga þeir sér
sjálfir. Þeir leita sér að maka,
byggja upp óðal og ársgamlir eru
þeir komnir með sitt fyrsta got
og byrjaðir að ala upp nýja kyn-
slóð yrðlinga. Hringnum er lok-
að,“ segir í lýsingu á vefsíðu Ljós-
ops.
– harpa@bb.is
Guðbergur Davíðsson.