Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.01.2014, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 16.01.2014, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 stórvaxni og þéttvaxni Finnbogi Hermannsson útvarpsmaður. Seta þeirra þarna aftast með sín samanlagt talsvert á þriðja hundr- að kíló hlaut að raska ballansnum í vélinni og valda því að aftur- endinn rakst niður í lendingunni. Eftir þetta fengu báðir alltaf út- hlutað sætum framarlega. „Auðvitað gerðist líka margt skemmtilegt í fluginu á Ísafjarð- arvelli. Maður veit kannski ekki hverju má segja frá. Ég get þó sagt eina helvíti góða, sá flug- stjóri er hættur að fljúga þannig að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því.“ Þegar Jóhannes Fossdal lenti í svartakófi „Snillingurinn Jóhannes Foss- dal flugstjóri var aldrei að mikla hlutina fyrir sér. Hann var mjög traustur og öruggur og þekkti þetta svæði eins og lófana á sér. Ég var að vinna í turninum þegar þetta átti sér stað. Það gekk á með suðvestan éljum þannig að það dimmdi hressilega yfir og ég sá rétt út á miðja braut en flenni- bjart á milli. Jóhannes var að koma og kallar í mig við Arnar- nesið eins og alltaf var gert. Ég segi honum að það sé dimmt él að koma hratt niður Engidalinn. Allt í lagi, ekkert mál, segir hann, ég ætla nú að prófa að kíkja hérna inn. Svo kemur élið og þegar vélin er við Básana, þá sé ég hana ekki meir. Ég var ansi stressaður eins og þegar svona er. Ég kalla í hann ítrekað en fæ ekkert svar, ekki fyrr en hann segir: Ég er lentur, sérðu mig ekki? Og um leið og hann segir þetta, þá kemur vélin út úr kófinu framan við flugturninn. Jóhannes hafði notað sér örstutta stund þegar hann sá brautina framund- an þó að ég hafi ekki séð nema aðeins út á braut. Já, það hefur oft verið harðsótt að lenda hér á Ísafirði,“ segir Finnbogi. Verið að seigdrepa Ísafjarðarflugvöll „Fyrir mér er þetta mjög skemmtilegur tími, oft var líf og fjör. Núna eru tímarnir breyttir, ekki lengur það líf og fjör sem var á Ísafjarðarflugvelli hér áður. Þá var meira umleikis hérna á vellinum. Hörður Guðmundsson var hér með Flugfélagið Erni í fullri starfsemi, bæði með póst- flug innan fjórðungsins og líka sjúkraflug. Hér var líka mjög reglulega kennsluflug. Það var einkaflug, en núna er orðið mjög dýrt að stunda þetta nám. Yfir sumartímann var flogið héðan mjög grimmt yfir til Græn- lands. Það er nánast búið, sérstak- lega eftir þær breytingar sem voru gerðar þannig að núna er ekki heimilt nema með sérstökum undanþágum að fljúga milli- landaflug héðan frá Ísafirði. Það er auðvitað alveg skelfilegt, því að við erum hér á Ísafirði alveg í lykilstöðu að sinna þjónustu við austurströnd Grænlands. Það vantar formlega landamæra- vörslu, en það er alveg grátlega lítil fjárfesting sem myndi skipta svæðið gríðarlega miklu varðandi þjónustu. Þá er ég ekki bara að tala um einhverjar vélsmiðjur hér eða annað slíkt heldur sjúkra- þjónustu og margt fleira. Það er styttra að fljúga héðan til Græn- lands heldur en frá Reykjavík, ég tala nú ekki um að fljúga alla leið frá Akureyri eins og þeir hafa verið að gera. Flugvellirnir hérlendis eru flokkaðir í rekstrarstærðir og Ísa- fjarðarflugvöllur er orðinn ansi aftarlega á merinni frá því sem var. Ég segi það bara eins og það er. Ég hefði haldið að það þyrfti að búa hann tækjum frekar en að svelta hann tækjum. Ef hann væri nýttur eins og mér finnst eðlileg- ast, þá væri staðan allt önnur. Varðandi ný og fullkomin að- flugstæki úti á Skarfaskeri, þá var það að detta í gírinn árið 2008. Búið að mæla þetta allt út og flugprófa allt fram og til baka og leggja í það gríðarlega pen- inga. Svo bara kom eitt stykki hrun og menn söltuðu þetta og hafa ekki sett peninga í það meira. Ég skil ekki þetta dugleysi. Menn bera því við að það séu minnkandi farþegatölur á Ísafjarðarflugvelli en það gefur auðvitað auga leið að farþegum fækkar sífellt þegar ekki er hægt að fljúga hingað af því að hér eru léleg flugleiðsögu- tæki. Þá auðvitað fellur flug miklu oftar niður. Landamæra- dæmið hefur líka sitt að segja í þessum efnum og hreint ekki lítið fyrir svæðið í heild sinni.“ Ofvirkur rétt eins og í æsku En hvað gerir Finnbogi Svein- björnsson helst í tómstundum þessi árin? Er hann ennþá ofvirk- ur í fjallgöngum eins og í upp- vextinum? „Já, ég reyni það þegar ég hef tækifæri til, bæði sumar og vetur. Árstíminn skiptir mig engu, bara ef ég kemst út og helst ef ég get labbað á eitthvert fjall. Ég engin fjallageit af því tagi að ég sé að sækja á fjöll eitthvað annað, það er nóg af fjöllum fyrir mig á Vestfjörðum. Sumir spyrja hvort það sé ekki leiðigjarnt að labba alltaf á sömu fjöllin en ég segi nei, maður fer bara eitthvað breyttar slóðir og sér alltaf eitt- hvað nýtt. Blessuð náttúran kem- ur alltaf skemmtilega á óvart. Ég er ennþá að stússast í hesta- mennskunni, reyni að sinna hrossunum af bestu getu, mest þó yfir sumartímann. Svo hef ég verið að gutla við að sigla á sjó- kajak hér á Hnífsdalsvíkinni og víðar, er með nokkuð stóran tveggja manna kajak og sigli oft með krökkunum mínum eða kon- unni. Við förum þá hérna út með Óshlíðinni eða inn á Skutulsfjörð. Afskaplega skemmtilegt og gef- andi finnst mér að stunda það sport. Síðan erum við Fjóla bæði mikið áhugafólk um garðyrkju og dugleg í henni, erum að rækta okkar garð og gengur bara vel. Síðan eigum við Fjóla það sam- eiginlega áhugamál að vilja ferð- ast um landið og nýtum sumrin vel í tjaldútilegur og náttúruskoð- un. Samandregið má segja, að náttúran og útivistin eigi hjá mér mjög stóran sess, bæði að skoða náttúruna og taka af henni myndir en þó fyrst og fremst að njóta hennar.“ Bæði í lúðrasveit og karlakór „Ég er í öðrum félagsstörfum líka, bæði í Lúðrasveit Ísafjarðar og Karlakórnum Erni, og reyni að rækja þetta eftir bestu getu þó að það geti verið erfitt með vinn- unni. Það er mjög gefandi að geta kúplað sig frá daglegu amstri og verið í tónlistinni með þessum hætti og vera í góðum hópi eins og lúðrasveitinni og karlakórn- um.“ Heima í Bolungarvík í gamla daga lærði Finnbogi á hljóðfæri hjá Ólafi Kristjánssyni skóla- stjóra Tónlistarskólans og lengi bæjarstjóra. Ólafur er einnig þekktur sem Óli Böddu, Óli Kitt, Óli málari og Óli bæjó. „Ég lærði hjá Óla á trompet sennilega í fimm ár. Núna er ég búinn að vera viðloðandi lúðrasveitina í kringum tuttugu ár, minnir mig.“ Þar á meðal blæs Finnbogi stundum við hátíðahöld 1. maí eins og starfinu síðari árin sæmir. Forystumaður í verkalýðsmálum Finnbogi Sveinbjörnsson hefur verið formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga frá 2007. „Það átti sér talsverðan aðdraganda,“ segir hann. „Ég var alltaf mikið í fé- lagsmálum og hafði áhuga á þeim. Ekki svo að skilja að ég hafi gengið með þann draum að verða formaður verkalýðsfélags. Ég var í sóknarnefnd í Hnífsdal í nokkur ár og formaður sóknar- nefndar um tíma. Áður en Verka- lýðsfélag Vestfirðinga var stofn- að var ég í stjórn Verslunar- mannafélags Ísafjarðar. Þá var þar formaður Gylfi Guðmunds- son hjá Orkubúinu, sem núna er formaður FosVest á Vestfjörð- um, FosVest. Þegar hann lét af formennsku hjá Verslunarmanna- félaginu var leitað eftir því að ég tæki við af honum, en ég fann mig einhvern veginn ekki í því á þeim tíma, þannig að Finnur Magnússon í Bókhlöðunni tók við en ég var varaformaður með honum. Ég var í stjórn Verslunar- mannafélagsins þangað til Verka- lýðsfélag Vestfirðinga var stofn- að árið 2002 og gengið var í það mál að Verslunarmannafélagið yrði deild í því félagi. Þá var tog- streita hjá verslunar- og skrif- stofufólki hérna hvort við ættum að sameinast Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur (VR) eða ekki. Við Finnur rérum að því öllum árum að við yrðum með Vestfirðingum, að allt verslunar- og skrifstofufólk á Vestfjörðum yrði í Verkalýðsfélagi Vestfirð- inga með þjónustu í heimabyggð. Það varð úr að við sameinuðumst VerkVest og vorum með á stofn- deginum 21. september 2002. Þá varð ég ritari í starfsstjórn og síðan aðalstjórn VerkVest og gegndi því starfi þar til ég var kosinn formaður árið 2007. Þá var Pétur Sigurðsson búinn að ákveða að hætta og ég bauð mig fram.“ Fleiri viðtalsefni við Finnboga Í mjög löngu samtali tíðinda- manns við Finnboga Sveinbjörns- son, sem plássið leyfir ekki að birta hér nándarnærri allt, kom sitthvað fram sem væri alveg til- efni sérstakra viðtala. Þó ekki væri nema varðandi margvísleg störf Finnboga að verkalýðs- málum annars vegar, þar á meðal sem stjórnarformanns í Lífeyris- sjóði Vestfirðinga, og hins vegar samskipti Hestamannafélagsins Hendingar við Vegagerðina en einkum þó bæjaryfirvöld á Ísa- firði. Félagið var með bæði íþróttasvæði og hesthús í Hnífs- dal en missti það allt þegar hafist var handa við Bolungarvíkur- göng. Ekki sér enn fyrir endann á því máli. – hþm.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.