Bæjarins besta - 16.01.2014, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 11
Við Vestfirskir gleðipinnar eig-
um góða stund saman í Grunna-
vík á hverju hausti. Þetta er valin-
kunnur hópur, þar á meðal Heimir
Jónatans, Gísli Halldór og Her-
mann synir Dóra Hermanns,
Rúnar Már, Jakob Falur, Dóri
Magg, Indriði Óskars, Biggi
Finns, Pési Guðmunds í Bolung-
arvík, að ógleymdum „Veltinum“
eða Óla Sigga Pé. Þetta er mjög
hress hópur sem hittist alltaf í
Grunnavíkinni á haustin.“
Margra barna faðir
Aðspurður um fjölskylduhagi
segir Finnbogi: „Núna er ég í
fjarbúð með Fjólu Pétursdóttur
sem býr í Reykjavík. Fjóla er
héraðsdómslögmaður og hefur
ekki enn fundið starf við hæfi
hérna fyrir vestan. Ég bý aftur á
móti við Bakkaveginn í Hnífsdal
og eftir skilnað 2009 býr hjá mér
Matthías yngsti sonur minn, sem
er á sautjánda aldursári. Fjóla á
dóttur sem heitir Elísabet Jana
og kláraði menntaskóla í fyrravor
og starfar í Reykjavík.“
Finnbogi á þrjú önnur börn en
Matthías. Það eru Jónbjörn sem
er elstur og stundar nám í graf-
ískri miðlun við Listaháskóla Ís-
lands, Ísak Atli sem býr á Sauð-
árkróki með unnustu sinni og
Stella sem er yngst og býr hjá
móður sinni á Sauðárkróki.
Örlagavaldurinn
Guðbjörn Charlesson
Varðandi störf Finnboga Svein-
björnssonar á lífsleiðinni: „Við
skulum þá byrja á byrjuninni,“
segir hann. „Sem unglingur vann
ég við ýmis verkamannastörf og
má segja að starfsferillinn hafi
byrjað snemma. Ég var tólf ára
farinn að handlanga við múrverk
og steypuvinnu með karli föður
mínum. Var í rörasteypu og hellu-
vinnu hjá Sigga og Sveina og
vann í Íshúsfélagi Bolungarvíkur
þrjá vetur eftir menntaskóla og
sinnti ræstingastörfum í auka-
vinnu. Fór stundum á skak á Þjóð-
ólfi yfir sumartímann með föður
mínum, ásamt öðru.
Í Menntaskólanum á Ísafirði
var haldin Gróskuvika þar sem
við vorum meðal annars send út
af örkinni til að kynna okkur at-
vinnulífið á svæðinu eða annars
staðar á Vestfjörðum. Fórum
jafnvel suður á bóginn í ýmsar
stofnanir í höfuðborginni, svo
sem í Ríkisútvarpið.
Eitt árið vildi svo til að mig
langaði að forvitnast um starf-
semi Flugmálastjórnar og fór í
starfskynningu hjá miklum snill-
ingum hér á Ísafjarðarflugvelli.
Þar réð Grímur Jónsson ríkjum í
flugturninum en Guðbjörn Charl-
esson var umdæmisstjóri Flug-
málastjórnar á Vestfjörðum.
Þetta voru afskaplega liðlegir og
skemmtilegir kallar og vildu
fræða mann um allt milli himins
og jarðar. Þarna var ég í heila viku.
Síðan um vorið er ég á rölti
niðri í bæ hér á Ísafirði þegar hjá
mér stoppar bíll. Guðbjörn Charl-
esson snarar sér út og biður mig
að ræða aðeins við sig, spyr hvort
ég sé ekki til í að koma og leysa
af um sumarið inni í flugturni og
þarna myndi fylgja flugradíó-
námskeið. Þá var ég nítján ára
gamall. Ég vildi hugsa málið að-
eins því að ég var á leið í utan-
landsferð með bekkjarfélögum
mínum í þriðja bekk í mennta-
skólanum.
Svo fór að ég fórnaði útskrift-
arferðinni til að prófa þetta. Segja
má að sú ákvörðun hafi verið
talsverður örlagavaldur því að
ég ílentist þarna inni á velli, fyrst
hjá Flugmálastjórn og síðan Flug-
leiðum og Flugfélagi Íslands.
Þarna var ég á flugvellinum í
tuttugu og tvö ár, fjögur ár meira
og minna hjá Flugmálastjórn og
svo átján ár í beit hjá Flugfé-
laginu.
Já, þetta þegar Guðbjörn Charl-
esson stoppaði hjá mér á götu á
Ísafirði varð örlagavaldur í lífi
mínu þannig að ég var viðloðandi
flugvöllinn allan þennan tíma
jafnframt því sem starfið þar
kveikti þennan veðuráhuga minn
sem ég nefndi og áhugann á því
að fara í jarðfræðina. Ég var líka
aðeins að gæla við flugumferð-
arstjórnina en það átti aldrei al-
mennilega við mig, hafði meiri
áhuga á náttúruöflunum með öðr-
um formerkjum. Ég hef alla tíð
verið áhugamaður um veður,
fylgist alltaf vel með veðri og
spái og spekúlera töluvert í
veðurtengdu efni á netinu.“
Einn erfiðasti flug-
völlur í Evrópu
Sagt hefur verið að Ísafjarðar-
flugvöllur sé sá erfiðasti hér-
lendis hvað snertir veður og að-
flug. „Ég held að ég geti fullyrt
að svo sé,“ segir Finnbogi. „Frægt
var þegar Uffe Ellemann Jensen
utanríkisráðherra Danmerkur
kom hér og utanríkisráðherrar
Norðurlanda voru að funda hér á
Ísafirði. Hann kom með einka-
þotu til Ísafjarðar. Flugstjórinn
var spurður að því áður hvort
hann áttaði sig á því að þetta
væri einn erfiðasti flugvöllur Evr-
ópu með tvö þúsund feta háum
fjöllum á þrjá vegu í kring og
flugbrautin væri utan í hlíðinni á
einu þeirra. Auk þess hefurðu
ekki nema eitt öruggt fráflug frá
þessum velli.
Reyndir flugmenn segja gjarna
að þegar þeir fljúgi til Ísafjarðar
þurfi þeir virkilega á öllu sínu að
halda. Að fljúga til Akureyrar
eða Egilsstaða í samanburði við
Ísafjarðarflugið er bara eins og
flugmaður nokkur sagði: Gear
up, autopilot on, mininum effort.
Varðandi Ísafjörð dygði sko ekk-
ert svoleiðis.“
Þegar Fokkerinn rak
raskatið niður
Sá sem hér ræðir við Finnboga
rifjar upp þegar hann kom einu
sinni sem oftar vestur með Fokk-
er til lendingar á Ísafirði. Djöful-
gangur hafði verið í Djúpinu, vel
kunnugur, og síðan var farið inn
Skutulsfjörðinn til lendingar.
Þegar komið var inn yfir flug-
brautarendann sást út um glugg-
ann að brautin nálgaðist allt í
einu mjög ískyggilega hratt þang-
að til vélin hlunkaðist niður og
afturendinn skall á brautinni. Það
vissum við farþegar hins vegar
ekki fyrr en seinna, vorum bara
hálfaumir að aftanverðu. Vegna
viðgerða var flugvélin síðan í
nokkra daga á Ísafirði.
„Ég var einmitt í vinnu inni á
flugvelli þegar þetta gerðist. Hel-
víti mikið boms. Maður sá þetta
ekki frá flughlaðinu, það var ekki
fyrr en vélin keyrir inn á flughlað-
ið að maður sér að það er gat
aftan á skrokknum og stuðpúðinn
sem kallaður er hafði gengið inn.“
Skýringin á þessu atviki var
fljótfundin, a.m.k. fyrir gárunga.
Aftast í Fokkernum sátu undirrit-
aður, sem þá var nokkrum tugum
kílóa þyngri en núna, og hinn