Bæjarins besta - 16.01.2014, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014
Sælkerar vikunnar eru Sif Huld Albertsdóttir og Hákon Hermannsson á Ísafirði
Hreindýrapottréttur og súkkulaðikaka
Þar sem hátíðirnar eru nýbún-
ar og hversdagsleikinn tekinn
við aftur, finnst okkur hjónum
mjög gaman að bjóða góðum
vinum í mat til okkar. Eitt af
því sem við höfum gert er hrein-
dýrapottréttur sem við ætlum
að deila með ykkur, einnig
ætlum við að setja inn eina upp-
skrift af súkkulaðiköku sem
bæði er hægt að gera í stórt eða
lítið form.
Hreindýrachilli – fyrir 6-8
1 kg hreindýrahakk
1 stór laukur saxaður
2 paprikur í bita
1 dós niðursoðnir tómatar
1 dl chillisósa
1 chilli smátt saxað
2 msk tómatmauk
1 dós nýrnabaunir
1 tsk chilliduft
1 tsk timian, oregano og
kummin
Steikið lauk og papriku, takið
laukinn og paprikuna af pönnunni
og steikið hakkið, setjið svo allt í
uppskriftinni nema baunir í
pottinn og sjóðið við vægan hita
í eina klst. Hellið vökvanum af
baununum og setja þær í pottinn,
berið fram með sýrðum rjóma og
hvítlauksbrauði.
Súkkulaðikaka
200 gr súkkulaði
2 dl sykur
4 egg
200 gr smjörlíki
1 dl/3 msk hveiti
Hitið saman smjör og súkku-
laði, á meðan eru eggin og syk-
urinn hrærð vel saman, súkku-
laðibráðin sett varlega ofaní og
ef þetta á að vera í stóru formi þá
er sett 1 dl af hveiti en ef þetta á
að vera í litlum formum þá er
gott að setja um 3 msk hveiti til
að hafa hana blautari. Bakið við
180° í 20-25 mín.
Við skorum á Margréti Högna-
dóttur að vera næsti sælkeri
vikunnar.
Vestfirskur gleðipinni sem
hugðist læra veðurfræði
„Þú hefur væntanlega þurft að
taka á þolinmæðinni stundum þeg-
ar þú varst að kenna okkur, Hlyn-
ur minn. Það var margt sem við
brölluðum í Menntaskólanum á
Ísafirði og á heimavistinni. Uppá-
tækin voru af ýmsu tagi, kannski
það eftirminnilegasta þegar við
tókum bílinn hennar Gullu ís-
lenskukennara og bárum hann
upp í miðjar tröppurnar við skól-
ann og plöntuðum honum þar
þversum.
Björn Teitsson skólameistari
mætti svo auðvitað á heimavist-
ina því að það var nánast garant-
erað að við heimavistargemling-
arnir hefðum verið þarna að verki.
Við urðum að fara og bera bílinn
niður aftur og skildum eiginlega
ekki hvaða helvítis bras það var
að koma honum niður í saman-
burði við það hvað það var auð-
velt að koma honum upp þarna
um nóttina. Líklega hefur það
verið áhuginn! Menn voru kann-
ski ofurlítið þokukenndir um
morguninn þegar Björn bankaði
upp á. Guðlaug var alveg miður
sín yfir uppátækinu.“
Hér er til frásagnar Finnbogi
Sveinbjörnsson, stúdent frá
Menntaskólanum á Ísafirði vorið
1986. Hann er núna öllu þekktari
sem formaður Verkalýðsfélags
Vestfirðinga og félagsmálamað-
ur um langt árabil.
Því má skjóta inn, að ekki voru
allir kennararnir miður sín yfir
þessu sem Finnbogi segir frá.
Sumum þótti uppátækið afskap-
lega skemmtilegt þó að hér skuli
engir nafngreindir. Minnir á
setningu í Gylfaginningu Snorra
Sturlusonar: Þá hlógu allir nema
Týr. Þetta var bíll af gerðinni
Zastava 750 ef skrásetjara þessa
viðtals rangminnir ekki, serbnesk
útgáfa af Fiat 600.
Aldrei fór ég suður
Finnbogi Sveinbjörnsson er
fæddur og uppalinn í Bolungar-
vík, sonur Sveinbjörns Svein-
björnssonar frá Uppsölum í
Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp og
Stellu Finnbogadóttur úr Bolung-
arvík. „Ég tók mjög snemma
þetta hugtak, sem varð síðar á
allra vörum, að fara aldrei suður.
Ég komst ekki sunnar en í Hnífs-
dal og þar hef ég búið alla tíð frá
því að ég lauk menntaskóla.
Hér finn ég mig í tengslum við
náttúruna, nálægt fjöllunum
mínum og sjónum, hér líður mér
vel. Maður á kannski ekki að
segja svona, en mér leið verulega
illa þegar ég fór á flatlendið í
Flóanum og var eitt haust í skóla
á Selfossi. Þetta var svo voðalega
flatt, og djöfull var næðingssamt
þarna. Ég varð að fara reglulega
niður á Stokkseyri eða Eyrar-
bakka því að mér leið eins og
múkkanum, ég varð að sjá sjó
annað slagið. Þetta haust sem
segja má að ég hafi hleypt heim-
draganum áttaði ég mig á því að
það ætti ekki við mig að eiga
heima á flatlendinu,“ segir hann.
„Eftir menntaskólann vantaði
mig dálítið upp á kunnáttu í
stærðfræði og eðlisfræði. Ég
hafði hugsað mér að fara í nám í
veðurfræði, að fara í jarðfræði
og leggja þar áherslu á veður-
fræði, sem hafði verið mér hug-
leikin í starfinu mínu á þessum
tíma. Ég var að vinna hjá Flug-
málastjórn á Ísafjarðarflugvelli
og sinnti þess vegna veðurathug-
unum jafnframt því að vera flug-
radíómaður. Til að vera gjald-
gengur í jarðfræðinám í háskóla
vantaði mig flóknari stærðfræði-
þekkingu og eðlisfræði sömu-
leiðis. Ég hefði getað tekið þetta
í Menntaskólanum á Ísafirði en
mig langaði bara að hleypa heim-
draganum og víkka sjóndeildar-
hringinn. Svo gripu nú örlögin
inn í og maður breytti um stefnu,
fór bara í herskylduna, eins og
einn ágætur maður orðaði það,
að koma upp heimili og börnum.“
Frjálsræðið í upp-
vextinum stórkostlegt
Finnbogi á fimm systkini.
„Þrjú þeirra búa hér fyrir vestan,
tvö í Bolungarvík og fjölfötluð
systir á Ísafirði, og síðan á ég
tvær systur í Reykjavík. Við erum
þannig bara tveir bræðurnir og
töluvert bil á milli, hann er tólf
árum eldri en ég. Elst er Sesselja,
síðan koma Hálfdán, Kristín og
Ragnheiður Ásta, svo kem ég,
og yngst er Linda, sem er þremur
árum yngri en ég. Hún náði því
að vera busi í menntaskólanum
þegar ég var að klára.“
Þegar Finnbogi er spurður
hvernig það hafi verið að alast
upp í Bolungarvík segir hann:
„Það var alveg stórkostlegt að
alast upp í Víkinni. Maður var
svo heppinn að lifa þetta frjáls-
ræði sem þá var, núna hefði ég
örugglega verið settur á einhver
ofvirknilyf þegar ég var krakki
því að ég var upp um öll fjöll og
firnindi, annað hvort úti á Stiga-
hlíð, uppi í Traðarhyrnu, Erninum
eða Óshyrnunni, eða þá í fjörun-
um út um allt. Þegar farið var út
á morgnana hafði maður með sér
nesti og það var ekki verið að
hafa neinar áhyggjur, nema kann-
ski mamma, maður skilaði sér
alltaf heim aftur.
Síðan gat maður verið á bryggj-
unni hjá köllunum þegar þeir voru
að koma í land af skakinu seinni-
partinn, hjálpa þeim að landa, fá
að þrífa með þeim bátana og sigla
með þeim frá Brimbrjótnum yfir
á Lækjarbryggjuna eftir að hún
kom, þar sem smábátarnir voru
geymdir. Þetta var mikið sport,
ógleymanlegt að alast upp við
þessar aðstæður, nálægðina við
sjóinn og fjöllin. Svo ég tali nú
ekki um þá dásemd að hafa opna
ruslahauga! Það var gósentíð
fyrir okkur púkana að geta verið
á ruslahaugunum daginn út og
daginn inn við að kveikja í og
gera alls kyns tilraunir. Ég hefði
sko ekki viljað missa af því að
alast upp í Bolungarvík í þessu
frjálsræði sem maður hafði.“
Aðspurðum um eftirminnileg-
asta fólkið frá æsku og uppvexti
í Bolungarvík verður Finnboga
ekki stirt um svör. „Það eru kall-
arnir á trillunum sem maður var
að hjálpa við að landa og þrífa
bátana eftir róður. Til dæmis
kemur Per Sulebust strax í hug-
ann. Hann var Norðmaður sem
flutti hingað og bjó síðan alla tíð
í Víkinni og átti heima í húsinu
fyrir ofan Finnboga afa minn við
Aðalstrætið. Það var rosalega
gaman að fá að sigla með honum
yfir. Hann er mér sérstaklega
minnisstæður. Svo kynntist ég
Sulebust aftur og enn betur seinna
þegar ég vann í frystihúsinu hjá
Einari Guðfinnssyni.
Auðvitað get ég nefnt fleiri
mjög góða menn eins og Bernó-
dus frænda minn í Þjóðólfstungu.
Þetta eru menn sem var óskaplega
gaman að umgangast og hlusta á
segja sögur. Algerir snillingar.
Svo fékk maður alltaf að taka
með sér heim ýsu í soðið. Kall-
arnir voru mjög almennilegir í
þeim efnum þegar maður var að
aðstoða þá á Brjótnum.“
Leikfélagar í Víkinni og
Vestfirskir gleðipinnar
„Þegar maður var púki voru
ýmsir leikfélagar. Við Guðni
Hauksson brölluðum ansi margt
saman. Svo eru minnisstæðir ná-
grannar mínir Magnús Már Jak-
obsson, sem núna er orðinn for-
maður Verkalýðsfélags Grinda-
víkur, og Jakob Elías bróðir hans,
sem flestir þekkja sem Bella.
Í Menntaskólanum á Ísafirði
vorum við talsverður kjarni sem
hélt saman og hefur síðan borið
heitið Vestfirskir gleðipinnar.
Við höfum haldið hópinn nokkuð
vel. Þetta eru miklir snillingar.
Vissulega sakna ég mjög úr þeim
hópi æskufélaga okkar Ásgeirs
Þórs Jónssonar úr Bolungarvík,
sem kvaddi okkur alltof, alltof
snemma. Við félagarnir minn-
umst hans alltaf reglulega þegar
við komum saman í Grunnavík-
inni.