Bæjarins besta - 16.01.2014, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 7
Freyja Haraldsdóttir orðlaus
yfir þorrablóti Bolvíkinga
Í sjötíu ár hafa konur í Bolung-
arvík haft veg og vanda við und-
irbúning og framkvæmd þorra-
blótsins í bænum sem fyrir löngu
er orðið fastur liður í samfélaginu
og ávallt vel sótt. Þorrablótið í ár
er það 69. í röðinni en það hefur
einungis tvisvar sinnum fallið
niður síðustu sjötíu árin. Óhætt
er að segja, að minnsta kosti hin
síðustu ár, að reglur um hverjir
megi sækja blótið og hverjir ekki,
séu umdeildar. Hefð er fyrir því
að einungis fólk í sambúð eða
gift og með lögheimili á staðnum,
geti sótt blótið og eingöngu konur
mega bjóða mökum sínum en
ekki öfugt.
Dæmi er um að fólk hafi sótt
blótið í mörg ár, síðan gengið í
gegnum skilnað og þar með ekki
verið velkomið á blótið. Á blótinu
fyrir tveimur árum var gerð skoð-
anakönnun meðal kvenna um
hvort tími væri til kominn að
breyta fyrirkomulagi blótsins og
opna það fyrir þeim sem eru ekki
í sambúð. Niðurstöður könnunar-
innar voru á þann veg að mikill
vilji var fyrir því að halda í hefð-
ina og gera engar breytingar. Vís-
ir.is ræddi við tvo íbúa í Bolung-
arvík, Ylfu Mist Helgadóttur og
Soffíu Vagnsdóttur, en sú síðar-
nefnda situr í nefnd blótsins í ár.
Ylfa Mist hefur ekki áhuga á að
sækja blótið vegna þessara hefða.
„Ég samgleðst þeim sem hafa
ánægju af þorrablótinu. Ég hef
þó kosið fyrir mína parta að fara
ekki af því að ég gæti lent í þeirri
stöðu að vera ekki velkomin eitt-
hvert árið, til dæmis ef maðurinn
minn færi frá mér. Ef ég færi
einu sinni þá fyndist mér ég hafa
samþykkt þessar reglur,“ sagði
Ylfa Mist.
Soffía Vagnsdóttir segir að
gamaldags þurfi ekki endilega
að vera neikvætt. „Við nútíma-
fólk virðumst eiga svolítið erfitt
með að taka því að það megi ekki
allir allt.“ Á Facebook síðu sinni
segir Soffía ýmislegt vanta úr
samtali sínu við blaðamann vis-
ir.is. „Þar vantar t.d. að segja
hvað það er ótrúlega frábært að
vera í þorrablótsnefnd með kon-
um á öllum aldri, úr öllum áttum,
sem stilla sig saman og skrifa
heilan kabarett með söng og leik,
skella sér í hlutverk allskonar
bæjarbúa og finnast þær sjálfar
svo ótrúlega fyndnar. Sjötíu ára
gömul hefð heldur enn – það er
athyglisvert. Hvenær ætli konum
verði hleypt inn í Frímúrararegl-
una eða köllum í kvenfélög? Segi
nú svona... gaman að þessu.“
Freyja Haraldsdóttir, sem kall-
ar sig meinta mannréttinda
frekju, enda ekki þekkt fyrir að
liggja á skoðunum sínum þegar
kemur að mannréttindamálum
segir: „Svona íhaldssemi er auð-
er eiginlega orðlaus yfir þessu.
Þannig að ef það væri hefð að
halda þorrablótið á óaðgengileg-
um stað með djúpum menningar-
legum rótum, ætti ég og maðurinn
minn þá bara að fara eitthvað
annað á þorrablót eða halda okkar
eigið þorrablót ef við byggjum í
Bolungarvík? Eru engar ein-
hleypar eða hinsegin konur í kven-
félaginu? Eru þær þá bara stillt-
ar, prúðar og skilningsríkar kon-
ur, „alvöru konur“ eins og Soffía
orðar svo undarlega, sem láta þetta
yfir sig ganga?“ segir Freyja.
vitað ekkert nema útskúfun og
mismunun í skjóli hefða, fræði-
legt hugtak yfir það er menning-
arbundið ofbeldi,“ segir Freyja í
umræðum sem skapast hafa um
innlegg Soffíu á Facebook í kjöl-
far umfjöllunar visir.is.
„Af því að þessi hefð hampar
ákveðnum hópum fram yfir aðra,
þ.e. gagnhneigðu fólki í sam-
böndum. Hvers vegna í veröld-
inni ætti fólk að vilja halda í
slíkt? Hvernig í ósköpunum rýrir
það þorrablót að einhleypt og/
hinsegin fólk sé partur af því? Ég
Freyja Haraldsdóttir.