Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.01.2014, Page 15

Bæjarins besta - 16.01.2014, Page 15
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2014 15 Lausn á síðustu krossgátu Sudoku þrautir Þjónustuauglýsingar Elías Jónatansson, bæjarstjóri í Bolungarvík og oddviti sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn, gerir ráð fyrir að taka slaginn í sveitar- stjórnarkosningunum í vor. „Ég geri frekar ráð fyrir því að ég bjóði fram krafta mína,“ segir Elías. Sjálfstæðisflokkur bauð fram lista með óháðum í kosn- ingunum 2010 og segir Elías að samstarfið hafi verið gott á kjörtímabilinu. Engar viðræður eru hafnar um með hvaða hætti listi flokksins verður settur saman að sögn Elí- asar. Sjálfstæðisflokkur og óháð- ir eru með hreinan meirihluta í bæjarstjórn með fjóra fulltrúa en K-listi situr í minnihluta með þrjá menn. Bæjarstjórinn býst við framboði Vefmynda- vél í Stórurð Orkubú Vestfjarða setti nýlega upp vefmyndavél í Stórurð á Ísa- firði. Í samvinnu við Snerpu á Ísafirði er öllum gert mögulegt að skoða strauminn frá vélinni annað hvort á vef Orkubúsins eða á vef Snerpu. Myndin gefur góða mynd af Eyrinni og Skutulsfirði og hægt að fylgjast með veðri og árstíðabreytingum. Þetta er fyrsta vefmyndavél Orku- búsins en á fyrrnefndri vefsíðu Snerpu er hægt að sjá myndir úr fleiri vefmyndavélum á Ísafirði og einnig úr einni vél í Dýrafirði og tveimur á Bíldudal. Þá eru ónefndar fjöldi vefmyndavéla Vegagerðarinnar sem beina vök- ulum linsum sínum að helstu um- ferðaræðum Vestfjarðakjálkans vegfarendum til upplýsinga. Engan bilbug er að finna á Hálf- dáni Óskarssyni, mjólkurtækni- fræðingi og forsvarsmanni Örnu í Bolungarvík, en ráðgert er að koma fleiri vörum í markað á næstu mánuðum. Um er að ræða bæði osta og sýrðar mjólkurvör- ur. Arna hóf framleiðslu á lakt- ósafríum mjólkurvörum í haust og segir Hálfdán að salan hafi verið ágæt en neytendur geta nálgast vörur Örnu í verslunum um allt land. Aðspurður segir hann að tíðar- farið með tilheyrandi ófærð hafi verið mjög bagalegt fyrir fyrir- tækið. „Við framleiðum fersk- vöru og höfum ekki getað fram- leitt á lager. Það er fyrst núna sem við erum komnir á fullt skrið eftir jólin,“ segir Hálfdán. Arna ehf., breikkar vöruúrvalið

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.