Iðnaðarmál - 01.03.1957, Síða 3
/ \
Breytingar á stjórn og starfs-
reglum IMSÍ .................. 42
Hvers getum við vænzt? forustu-
grein ........................ 43
Magnús Magnússon: Notkun
geislavirkra efna í iðnaði ... 44
Ingólfur B. Guðmundsson:
Nokkur orð um fúavörn á
timbri ................. 47
19 leiðir til aukinnar frantleiðni
6. grein: Vinnsluathuganir .. 49
Umbúðaiðnaður ............... 50
Nytsamar nýjungar ............ 54
Tæknibókasafn IMSÍ, bóka-
fréttir ..................... 57
Byggingarstarfsemi í Bandaríkj-
unum ........................ 57
Góður undirbúningur sparar
51% vinnukostnaðar við
byggingar ................. 58
Inn- og útflutningur eftir vöru-
bálkum 1955 ................ 58
Að mála á nýja múrhúðun .... 58
Forsíðumynd: Umbúðaframleiðsla
Kassagerðar Reykjavíkur. Ljósm.
Andrés Kolbeinsson.
Endurprentun háð leyfi útgefanda.
Ritstjórn:
Guðm. H. Garðarsson,
Loftur Loftsson,
Sveinn Björnsson (ábyrgðarm.).
Utgefandi:
Iðnaðarmálastofnun íslands,
Iðnskólahúsinu,
Skólavörðutorgi, Reykjavík.
Pósthólf 160. Sími 19833—4.
Áskriftarverð kr. 100,00 árg.
PREKTSMIÐJAN HÓLAR HF
Iðnaðarmal
4. ÁRG. 1957 • 3. HEFTI
^4vers geium vuS vœuzl?
Fiá því að Efnahagssamvinnustofnunin var sett á fót, hefur hún unnið að
því sleitulaust að ryðja braut auknu frjálsræði í verzlunarviðskiptum milli
aðildarlandanna. Flestum kemur saman um, að stofnuninni hafi orðið vel
ágengt í þessu efni, enda má t. d. segja, að greiðslubandalagið, sem stofnun-
in kom á fót, sé orðið efnahagslífi aðildarríkjanna ómissandi. Samfara þess-
ari þróun hefur skapazt vaxandi gagnkvæmt traust ríkjanna á gildi sam-
starfsins fyrir afkomu þeirra.
Eins og nú horfir, er nokkurt útlit fyrir, að á næstu 10—20 árum færist
samstarfið í það form, að komið verði á sameiginlegu framleiðslu- og mark-
aðskerfi landanna innbyrðis (fríverzlunarsvæði). Markmiðið er að sjálf-
sögðu það sama og áður — að auka efnahagslega velmegun þjóðanna.
Leiðin, sem hér yrði farin, yrði fólgin í því að skapa hverri þjóðanna skil-
yrði til aukinnar sérhæfingar á þeim sviðum, sem vegna sérkunnáttu, nátt-
úruauðæfa eða legu veita þeim aðstöðu til hagkvæmastrar framleiðslu, þ. e.
a. s. mestrar framleiðni.
Algerlega frjáls samkeppni er hornsteinninn, sem hugmynd þessi hvílir á,
enda yrðu verndartollar, framleiðslustyrkir og annað, sem stríðir á móti
henni, væntanlega að leggjast niður með öllu í viðskiptum milli landanna
innbyrðis. Augljóst er, að mörg vandamál þyrfti að glíma við, áður en þetta
gæti orðið. Víða yrðu róttækar breytingar á högum einstakra framleiðslu-
greina, sumar til eflingar, aðrar öfugt.
Við Islendingar trúum því, að við eigum gott land, þar sem okkur öllum
geti liðið vel. Samt er það svo, að þjóðin hefur ekki gert sig ánægða með
það, sem hún hefur aflað á liðnum árum, þrátt fyrir vaxandi framleiðslu.
Við höfum viljað lifa betur efnalega en við höfum haft efni á. Arangur þessa
skorts á nægjusemi hefur orðið verðbólga, skattaklyfjar og stórfelldir fram-
leiðslustyrkir, sem við lítum almennt á sem einkenni óheilbrigðs efnahags-
ástands.
Það er að miklu leyti órannsakað mál, hver áhrif það mundi hafa á hagi
okkar að gerast aðilar að ofangreindu fríverzlunarkerfi, enda eru grund-
vallaratriði, sem okkur varða, í óvissu og fjarri því, að málið í heild sinni sé
komið í höfn. Er því of snemmt að taka afstöðu, en mikilsvert, að sem flestir
kynni sér eðli og tilgang málsins og myndi sér skoðanir, sem eru á stað-
reyndum reistar.
Ef við ættum að lúta sömu skilyrðum og aðrar þátttökuþjóðir og fram-
leiðsla okkar að keppa verndar- og styrkjalaust bæði innanlands og utan,
a. m. k. á fríverzlunarsvæðinu, virðist það nokkurn veginn ljóst, hvað sem
öðru líður, að þjóðin yrði að temja sér meira raunsæi í kröfum sínum og
fjármálum en tíðkazt hefur síðustu ár. Er ekki að efa, að sú endurskipulagn-
ing á efnahagslífi okkar, sem þátttaka okkar krefðist, mundi stuðla að því að
gera efnahagsmál okkar einfaldari í vöfum. S. B.
IÐN'AÐARMAL
43