Iðnaðarmál - 01.03.1957, Side 4

Iðnaðarmál - 01.03.1957, Side 4
NOTKUN GEISLAVIRKRA EFNA í iðwaðí Kjarnorkan liefur þegar verið tek- in í þjónustu iSnaðarins á margan hátt, en þar sem hún er enn dýr afl- gjafi, kveður meira að aukaafurðum hennar, geislavirku ísótópunum, en henni sjálfri. Raunar eru margar afl- stöðvar í smíðurn eða undirbúningi, bæði til framleiðslu rafmagns og gufu til iðnaðar, en nokkur ár munu þó líða, áður en þær láta verulega til sín taka. Hins vegar eru ísótóparnir orðnir að mikilvægum lið í margvís- Iegri iðnframleiðslu. Arið 1956 not- uðu á annað þúsund iðnfyrirtæki í Bandaríkjunum ísótópa við fram- leiöslu sína, og fjöldi þeirra fer ört vaxandi. Þessi fyrirtæki eru af C N Magnús Magnússon eðlisjrœSing- ur, jramkvœmdastjóri KjarnfrœSa- nejndar Islands, hefur tekiS saman meSjylgjandi grein jyrir lesendur ISnaSarmála. ÞaS er hlutverk Kjarn- jrœSanejndar aS jylgjast meS kjarn- /rœSamálum a/mennt og stuSla aS framgangi jieirra hér á landi (sjá 1. hejti ISnaSarmála 1956), og hejur KjarnfrœSanefnd og framkvœmda- stjórn hennar góSjúslega heitiS aS láta ritinu í té jróSleik um kjarn- jrœSamál í framtíSinni, og j>á eink- um jróSleik, sem hejur eSa kann aS haja hagnýtt gildi jyrir íslenzkt at- vinnulíj. V___________________________________) mörgu tagi, og skulu aðeins fáein dæmi nefnd: járnsmiðjur, efnaverk- smiðjur, prentsmiðjur og verksmiðj- ur, sem framleiða rafmagnstæki, vél- ar, byggingarefni, vefnaöarvöru, pappír og matvæli. Áætlað hefur ver- ið, að iðnaður Bandaríkjanna hafi sparað 150—200 milljónir dollara á árinu 1955 með notkun geislavirkra efna, og á þessu ári mun sparnaöur- inn verða tvöfalt meiri. Geislavirkir ísótópar og íramleiðsla þeirra Hvað eru þessir ísótópar og hvern- ig geta þeir komið að notum í iðn- aði? Frumefnin eru byggð líkt og sól- kerfi. í miðju er atómkjarninn, sem samsvarar sólinni, og kringum hann sveima elektrónur, sem samsvara reikistjörnum. í kjarnanum eru tvenns konar agnir, prótónur, sem eru hlaðnar pósitífu rafmagni, og nevtrónur, sem eru óhlaðnar. Fjöldi prótónanna í kjarnanum einkennir frumefnið. T. d. hefur kjarni vetnis- atómsins eina prótónu og kjarni súr- efnisatómsins átta prótónur. Fjöldi nevtrónanna getur hins vegar verið breytilegur. í vetniskjarna getur ver- ið engin, ein eða tvær nevtrónur, og er þá sagt, að ísótópar af vetni séu þrír, þ. e. þrjár tegundir vetnis- kjarna, hver með eina prótónu, en ein tegund hefur enga nevtrónu, önn- ur eina og sú þriðja tvær nevtrónur. Margir ísótópar eru geislavirkir, þ. e. þeir senda frá sér kjarngeisla og breytast þó í aðra ísótópa. Kjarn- geislar geta verið tvenns konar, raf- segulbylgjur, svokallaðir gamma- geislar, sem eru eins og röntgengeisl- ar, og hlaðnar efnisagnir, t. d. beta- geislar, sem eru ekki annaö en elektr- ónur. Geislunin minnkar með tíman- um, en mismunandi hratt, eftir því, um hvaða ísótóp er að ræða. Eftir vissan tíma, svokallaðan helminga- tíma, sem er einkennandi fyrir ísó- tópinn, er geislunin orðin helmingi minni en hún var upphaflega og eftir tífaldan þann tíma aðeins einn þús- undasti hluti af upphaflegu geislun- inni. Þetta stafar af því, að á þessum helmingatíma hefur helmingur af atómum geislavirka efnisins sent frá sér geisla og breytzt við það í annað efni, ógeislavirkt. í kjarnorkuofnum er hægt að framleiða geislavirka ísótópa af nærri hvaða frumefni sem er. Við klofnunina, sem þar fer fram, koma fram nevtrónur. Sé efni látið inn í kjarnorkuofninn, taka kjarnar þess til sín nevtrónu og verða við það geislavirkir. Sem dæmi má taka kó- 44 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.