Iðnaðarmál - 01.03.1957, Síða 5
T. v.: Mynd aj geislunartœki í notkun. Mað-
urinn getur verið svo langt jrá geislunar-
tœkinu, að honum stafar engin hætta aj
geislunum, þegar hann jœrir geislagjajann
jrá geymslutœkinu (í miðju) inn í málm-
stykkið og til baka aftur að lokinni mynda-
töku.
T. h.: Hér er verið að taka geislamynd af
100 mm þykkum stálhólk. Geislagjafinn,
CO-60, er í enda stangarinnar, en utan á
hólknum allt í kring hefur verið komið jyrir
rön tgen jilmum.
bolt, sem mikið er farið að nota í
iðnaði. Venjulegt kóbolt, CO-59, hef-
ur 27 prótónur og 32 nevtrónur í
kjarnanum, 59 agnir í allt. Ef CO-59
er sett inn í kjarnorkuofn, tekur það
til sín nevtrónu, svo að það hefur þá
33 nevtrónur eða 60 agnir alls í
kjarnanum og er þá kallað kóbolt-60.
Þessi ísótópur er geislavirkur og
sendir frá sér betageisla (elektrónu)
og gammageisla. Við þetta breytist
kjarninn, og eftir verður ísótópur af
nikkel, sem er ekki geislavirkur.
Geislunin minnkar smám saman, og
eftir r'úm 5 ár er hún orðin helming-
ur af upphaflegu geisluninni, þ. e.
helmingatími CO-60 er rúm 5 ár.
Þegar úraníumkjarnar klofna í
kjarnorkuofnum, verða brotin geisla-
virk. Þeim er síðan hægt að ná, þeg-
ar skipt er um eldsneyti í ofninum. A
þennan hátt fást sumir þeirra ísó-
tópa, sem notaðir eru í iðnaði.
Þó að geislavirk efni hafi verið
kunn síðan um aldamót og notuð á
ýmsan hátt, t. d. radíum til geisla-
lækninga, var notkun þeirra mjög
takmörkuð vegna þess, að einungis
var hægt að fá mjög lítið magn af
þeim og kostnaðurinn var mikill. Á
síðustu árum hefur þetta breytzt svo
vegna starfrækslu kjarnorkuofna, að
geislavirk efni eru bæði auðfengin
og ódýr. Kóbolt-60, sem gefur jafn-
mikla geislun og 20.000 dollara virði
af radíum, kostar aðeins 100 dollara.
Notkun geislavirkra efna byggist á
geislum þeirra, en þar sem þeir eru
skaðlegir, verður að gæta sérstakrar
varúðar í meðferð þeirra. Skipta má
notkunaraðferðunum í þrennt.
Matvælageymsla
I fyrsta lagi hafa geislarnir áhrif á
efni þau, sem þeir falla á. Miklar
rannsóknir fara nú fram á geislun
matvæla til að varna skemmdum á
þeim við geymslu. Nógu stórir
skammtar af gammageislum geta
drepið bakteríur, sem valda skemmd-
um, og á annan hátt varnað skemmd-
um á matvælum, án þess að hitastig-
ið hækki svo að nokkru nemi, en það
er mikilvægt í sumum tilfellum. Á
þennan hátt er hægt að hindra spír-
un kartaflna, jafnvel þótt þær séu
ekki geymdar í sérstökum köldum
geymslum. Geislaðar kartöflur eru
eins á bragðið og nýjar kartöflur og
næringargildi þeirra helzt að mestu.
í Bandaríkjunum er verið að gera
tilraunir með geislun kartaflna í
stórum stíl, og er ekki ólíklegt, að
þessi aðferð við kartöflugeymslu
verði notuð töluvert eftir nokkur ár.
Reyndar má einnig varna spírun
kartaflna með efnafræðilegum að-
ferðum, og óvíst er, hvaða aðferð
reynist bezt. Einnig hafa verið gerð-
ar tilraunir með geislun margra ann-
arra matvælategunda, t. d. korns,
kjöts, fisks og mjólkurafurða. Mat-
vælin verða ekki geislavirk með þeim
aðferðum, sem notaðar eru, og ann-
arra skaðlegra áhrifa gætir ekki, svo
að vart verði. Nákvæmar athuganir
hafa verið gerðar á dýrum, sem feng-
ið hafa geislaða fæðu, en engra
slæmra áhrifa orðið vart. Menn hafa
einnig neytt geislaðrar fæðu í til-
raunaskyni. Þó eru þessar rannsókn-
ir tiltölulega skammt á veg komnar.
Ýmis aukaáhrif koma fram á sum-
um matvælategundum við geislun,
svo sem breyting á lit og bragði, og
finna þarf ráð við þeim.
Leki í vatnspípum
I öðru lagi er unnt að fylgja
geislavirku efni eftir vegna geisl-
anna, sem það sendir frá sér. Þessa
geisla má finna með geislamælum og
þannig rekja spor efnisins. Mörg
dæmi mætti nefna, en hér verður eitt
að nægja. Oft getur verið erfitt að
finna leka í vatnspípum með venju-
legum aðferðum. Ef örlitlu af geisla-
virku efni er blandað í vatnið, fer
IÐNAÐARMÁL
45