Iðnaðarmál - 01.03.1957, Page 6
Myndin sýnir, hvernig taka má geislamyndir aj mörgum hlutum
í einu. Fyrst er málmstylckjunum raðað í hring og röntgenfilm-
um komið jyrir bak við þau. Síðan er pípunni frá geislunartœk-
inu komið þannig fyrir, að endi hennar sé í miðju hringsins.
Loks er geislagjafinn fœrður út eftir pípunni með fjarstýris-
tœki. Geislarnir fara þá í allar áttir, svo að unnt er að taka
myndir af öllum hlutunum í einu. Þegar myndatökunni er lok-
ið, er geislagjafinn fœrður aftur inn í geislunartœkið.
draga úr þeim og því meir sem þau
eru þéttari og þykkri. Þetta má not-
færa sér á ýmsan hátt, t. d. til þykkt-
armælinga og skyggningar á efnum.
Þykktarmælingar má framkvæma
þannig að setja geislagjafa, þ. e.
geislavirkt efni, öðrum megin við
efnið og geislamæli hinum megin.
Mælirinn sýnir, hve mikið af geisl-
urium kemst í gegn, og það gefur til
kynna þykkt efnisins. Þessi aðferð
er einkum notuð til að fylgjast með
þykkt efna, sem framleidd eru í
lengjum, svo sem pappír, gler, plast
o. fl., og er hún orðin mjög algeng.
Áætlað hefur verið, að um 40% af
sparnaði við notkun ísótópa í iðnaði
stafi frá þessari aðferð, þ. e. 60—80
milljónir dollara árið 1955 í Banda-
ríkjunum.
Einnig má mæla þykkt með því að
hafa bæði geislagjafa og geislamæli
sömu megin. Þá er mælt endurkast
þeirra geisla, sem falla á efnið. Á
þennan hátt er t. d. hægt að finna
tæringarbletti innan í pípum.
Skyggning ó málmsteypu og suðu
Skyggning málmstykkja með
geislavirkum efnum hafa mjög rutt
Þykktarmælingar
1 þriðja lagi hafa efni áhrif á þá
geisla, sem gegnum þau fara. Þau
það með vatninu út úr pípunni, þar
sem lekinn er. Pípan er síðan skoluð
og farið með geislamæli eftir henni.
Þar sem lekinn er, verður geisla-
virkni vart vegna þess geislavirka
efnis, sem þar komst út. Vert er að
geta þess, að svo lítið magn þarf að
setja af geislavirku efni í vatnið, að
það er eftir sem áður hæft til drykkj-
ar.
sér til rúms og leitt til mikils sparn-
aðar. Er áætlað, að iðnaður Banda-
ríkjanna hafi sparað 45—60 milljón-
ir dollara árið 1955 á þennan hátt.
Aðferð þessi er hliðstæð skyggningu
með röntgentækjum. Notuð eru
geislavirk efni, sem senda frá sér
gammageisla, en þeir eru eins og
röntgengeislar. Geislarnir fara gegn-
um hlutinn, sem á að skoða, og falla
á röntgenfilmu. Þegar filman er
framkölluð, kemur fram mynd af
hlutnum, og má af henni sjá, hvort
gallar eru í honum. Geislavirku efn-
in hafa þó flest fram yfir röntgen-
tækin. Geislunartækin eru bæði ódýr-
ari og handhægari. Röntgentæki
kostar tíu sinnum meira en samsvar-
andi gammageislunartæki. Þau síð-
arnefndu þurfa ekkert rafmagn, en
það þurfa röntgentækin. Einnig er
oft unnt að koma geislavirkum efn-
um við, þar sem röntgentækjum
verður ekki beitt.
Geislunartækin eru mjög einföld.
Sjálfur geislagjafinn, geislavirka efn-
ið, 'er lítill hólkur, 2—6 mm í þver-
mál. Vegna þess, að geislarnir eru
mjög skaðlegir, verður að hafa
geislagj afann í málmhylki, sem
stöðvar þá. Því sterkari sem hann er,
því þykkra verður hylkið að vera.
Hægt er að beina geislum á lilut
þann, sem á að skyggna, með því að
opna lok á hylkinu. Enn betur má
notfæra sér geislagjafann á þann hátt
að leggja slöngu eða pípu frá hvlk-
inu á þann stað, sem hann á að fara.
Hann er svo færður út eftir pípunni
eða slöngunni með fjarstýrðum tækj-
um. Þannig er unnt að koma honum
á óaðgengilega staði, svo sem inn í
hlut, sem skoða á. Ef filmum er kom-
ið fyrir utan á hlutnum, er hægt að
fá myndir af honum öllum í einu.
Einnig má taka myndir af mörgum
hlutum í einu með því að raða þeim
kringum geislagjafann.
Val ísótópsins er komið undir því,
hve þykkt efni á að skyggna. Kóbolt-
60 er hentugt fyrir stál 12—300 mm
þykkt, iridíum-192 fyrir 9—56 mm
stál og þúlíum-170 fyrir þynnra stál
og léttari málma. Vegna þess, að
46
IÐNAÐARMÁL