Iðnaðarmál - 01.03.1957, Page 7
Nokkur orð
UM FÚAVÖRN Á TIMBRI
Ejtir INGÓLF B. GUÐMUNDSSON jramkvœmdastjóra
Frá örófi alda hefur timbur verið
eitt helzta byggingarefni manna. End-
ing þess er tímabundin eins og
allra hluta. Timbur tekur litaskiptum
og fúnar, ef nægur raki er fyrir í
því. Það þrútnar við bleytu og dregst
saman og springur við öra þurrkun.
Þessir eiginleikar hafa valdið því, að
ýmissa ráða hefur verið leitað til
þess að bæta úr þessum ágöllum og
gera timbur svo, að það taki ekki
þessum öru breytingum, og til þess
að auka endingu þess.
Tegundir fúavarnarefna
Þær aðferðir, sem notaðar eru til
þess að auka endingu timburs, fara
eftir því, til hvers á að nota það. Þó
er tilgangurinn alltaf hinn sami —
að koma í veg fyrir fúa.
geislavirknin dofnar smám saman,
verÖur að endurnýja geislagjafann
eftir nokkurn tíma, sem er því lengri
sem helmingatími ísótópsins er
lengri. Iridíum og þúlíum hafa helm-
ingatíma 70 og 130 daga, og þarf þá
að endurnýja þessi efni á 3—6 mán-
aða' fresti. Helmingatími kóbolts-60
er rúm 5 ár, og dugir því sami
geislagjafi af því í mörg ár.
Kostnaður geislunartækjanna er
mismunandi eftir stærð. Tæki, sem
tekur iridíum-192, kostar rúm £ 400
með fjarstýristækjum. Sjálfur geisla-
gjafinn er ódýr, £ 10 til £ 30 eftir
styrkleika.
í mörgum löndum er það skvlda
að skyggna málmsteypur og rafsuðu,
og er að því mikið öryggi og trygg-
ing. Þar sem tæki þau, sem til þarf,
eru bæði ódýr og einföld í meðför-
um, má teljast sjálfsagt að taka upp
notkun þeirra hér á landi.
Að jafnaði er fúavarnarefnum
skipt í 3 flokka:
1. Efni úr koltjöru, svo sem hreint
kreósót eða það efni blandað öðrum
efnum tjörunnar.
2. Olíuuppleysanleg efni, sem ekki
leysast upp í vatni, en eru uppleysan-
leg í alls konar olíum. Bezt þekktu
efnin í þessum flokki eru penta-
chlorophenol og kopar-naphtenat (eir-
olía).
3. Vatnsuppleysanleg sölt, eins og
t. d. zinkklóríð, króm-zinkklóríð,
koparsúlfat, natríumflúoríð, kvika-
silfurklóríð, zink-arsenít o. s. frv.
Hvert þessara efna hefur sína
ákveðnu eiginleika og eru notuð eftir
því. T. d. hefur koltjaran sterka lykt
og dökkan lit og er því óhæf til notk-
unar, þar sem slíkt á ekki við. Mörg
hinna vatnsuppleysanlegu fúavarnar-
efna ná vel inn í viðinn, en þegar
hann blotnar, leysast þau upp og
renna út úr honum. Eru þau því yfir-
leitt ekki notuð, þar sem timbur er
oft í beinni snertingu við bleytu. Þá
eru aftur á móti olíuuppleysanlegu
efnin oft notuð, því að vatnið leysir
þau ekki upp. Og þar eð þau hafa
ekki hina sterku lykt og lit tjörunn-
ar, má nota þau í stað hennar, þar
sem hún er óheppileg vegna þessa.
Raki og ending málningor
Raki er reiknaður í hundraðshlut-
um eftir þurrvigt timbursins.
Blautvigt - burrvigt
Rakamagn % =------------------- X 100
Þurrvigt
Ef rakastig timburs er 18% eða
minna, getur fúi ekki þrifizt í því.
Því er hin öruggasta leið til að fúa-
verja timbur að þurrka það, en jafn-
framt því þarf að ganga svo frá eftir
þurrkunina, að það haldi í sér því
rakamagni, sem til er ætlazt. Algeng-
asta aðferðin til þess að halda raka-
stigi timbursins er að mála það eða
lakka. Þó hefur á síöari árum mjög
rutt sér til rúms ídýfing í fúa- og
rakavarnarefni, áður en málun eða
lökkun er framkvæmd.
1. mynd. Timbur júa-
varið með ídýfingarað-
jerð. Pallar eru notaðir
til að auðvelda með-
jerð.
IöNAÐARMÁL
47