Iðnaðarmál - 01.03.1957, Side 9
19 LE I Ð I R TIL AUKINNAR FRAMLEIÐNI
6.
VINNSLUATHUGANIR
Afköst verksmiðju verða m. a. aukin á
grundvelli svonefndra vinnsluathugana
(Process Study) og verkathugana (Work
Study). Um verkathuganir hefur þegar ver-
ið rætt í annarri grein.
Vinnsluathuganir eru aðallega bundnar
við framleiðsluiðnað, en megintilgangur
þeirra er sá að bæta á tæknilegan og vís-
indalegan hátt frandeiðsluhætti og auka
nýtingu véia og tækja. Nátengdar vinnslu-
athugunum eru umbætur á útliti og gerð
framleiðsluvörunnar.
Því verður ekki neitað, að framfarasinn-
aðir iðnrekendur hafa löngum látið fram-
kvæma athuganir í verksmiðjum, er mjög
svipar til vinnsluathugana. A hitt má
benda, að vinnsluathuganir eru keríis-
bundnar og samfelldar og byggjast á öllu
því, er stuðlar að aukinni framleiðslu og
lækkuðum reksturskostnaði. Vinnsluathug-
anir eru að vísu oft á tíðum mjög kostn-
aðarsamar í samanburði við verkathugan-
ir, enda miklu víðtækari og geta haft var-
anlegri áhrif til bóta á framleiðsluhætti.
Vinnslu- og verkathuganir haldast jafn-
an í hendur. Nota rná vinnslu- eða verk-
athuganir meira eða minna eftir því, um
hvers konar framleiðslu er að ræða og
hversu langan tíma framleiðslan sjálf
(gagnstætt dreifingu eða öðrum óbeinum
framkvæmdum) tekur.
Venjulega er lögð meiri áherzla á
vinnsluathuganir, ef framleiðslan byggist á
tæknilegum og vísindalegum grundvelli og
við hana starfa sérfræðingar. Einnig koma
vinnsluathuganir fremur til greina hjá fyrir-
tækjum, sem lagt hafa mikið fé í verksmiðj-
ur, vélar og hráefni. I efnaiðnaði (kemisk-
um iðnaði) t. d. starfa vísindamenn og verk-
fræðingar jafnan við vinnsluathuganir eða
umbætur á vélum og tækjum. Vísindalegar
athuganir fara yfirleitt fram á rannsóknar-
stofum, a. m. k. á byrjunarstigi, og yfirleitt
geta venjulegir starfsmenn eða verkstjórar
lagt fátt til þeirra mála. I efnaiðnaði tíðkast
það einnig, að vélar gangi samfellt um lang-
an tíma, sbr. áburðarverksmiðjur, en hrá-
efni eru flutt að vélum á færiböndum eða
eftir pípum.
Jafnvel í verksmiðjum eins og þeim, sem
síðast voru nefndar, hefur þurft að taka
margar ákvarðanir um staðsetningu stjórn-
tækja (svo sem rofa og mæla), skipulag
verksmiðjanna í heild, starfslið og viðhald.
Ofan: Þrjár bókbandsvélar voru sameinað-
ar ejtir vinnsluathuganir í eina sjáljvirka
vél, sem getur bundið 750—2400 bækur á
klst. ejtir jjví, hve stórar bœkurnar eru.
Neðan: A grundvelli vinnsluathugana voru
smíðaðar sérstakar greipar fyrir krana og
vökvalyftu til að auðvelda flutning á stór-
um, ajar þungum pappírsrúllum.
Verður þetta til þess, að vinnsluathuganir
duga ekki einar saman, og verður að nota
verkathuganir eins fljótt og unnt er, jafn-
vel áður en verksmiðjan hefur verið reist.
A hinn bóginn eru til verksmiðjur, sem
að vísu hafa mikinn fjölda starfsmanna í
þjónustu sinni, en framleiðsla þeirra er
mjög einföld frá tæknilegu sjónarmiði. A
þetta einkum við um ýmiss konar léttan
iðnað. IJér verður vinnsluathugunum
naumast komið við, en afköst fyrst og
fremst aukin með verkathugunum, jafnvel
eftir tillögum starfsmanna, sem ekki hafa
mikla tæknilega sérþekkingu.
Þegar bæta á vélakost fyrirtækis, verður
hins vegar að beita vinnsluathugunum; en
á grundvelli þeirra má m. a. auka afköst
fyrirtækisins með því að nota stórvirkari
vélar, betri skurðartæki eða olíur. Yfirleitt
fellur það í hlut sérstakra fyrirtækja eða
rannsóknarstofa að vinna að vísindalegum
rannsóknum eða smíða nýjar vélar og
skurðartæki. Samt er nauðsynlegt, ef véla-
kostur á að nýtast til fulls, að vélarnar séu
stöðugt undir eftirliti sérfróðra manna.
Söludeildir fyrirtækja, í samráði við
teiknistofur, sjá yfirleitt um að láta gera
sundurliðaða lýsingu eða teikningar af
hinni fullunnu iðnaðarvöru. Þeir, sem
starfa við vinnsluathuganir, taka við þess-
um lýsingum og teikningum og skipuleggja
síðan vinnsluna í einstökum atriðum, t. d.
í hvaða vélum er unnið, með hvaða hraða
o. s. frv. Þeir starfa ávallt í náinni sam-
vinnu við teiknistofu fyrirtækisins. Eink-
um er slík samvinna nauðsynleg, ef teikn-
ingar eru álitnar ófullnægjandi eða gera
þarf breytingar á þeim til að lækka frarn-
leiðslukostnað án þess að rýra vörugæði.
Þegar rætt er um vinnsluathuganir, verð-
ur einnig að taka vísindalegar rannsóknir
til greina. Mörg stórfyrirtæki hafa sérstak-
ar rannsóknarstofur, er geta leyst ýmis
vandamál vinnslunnar meðan á henni
stendur. Algengara mun þó, að fyrirtæki
leiti til rannsóknarstofa, sem ýmist eru í
einkaeign eða eru opinberar stofnanir.
Af því sem sagt hefur verið í þessari
stuttu grein, er Ijóst, að vinnsluathuganir
geta verið mjög flóknar og margbrotnar,
og við þær geta starfað margir menn, s. s.
verksmiðjuteiknarar, verkathuganadeildir,
vinnslusérfræðingar, rannsóknarstofur og
loks starfsmenn fyrirtækjanna sjálfra.
Ekki má þó draga þá ályktun af þessari
upptalningu, að eingöngu stór fyrirtæki
geti framkvæmt vinnsluathuganir, því að
þær eru engu veigaminni fyrir hin smærri
fyrirtæki, þar sem vinnsluathuganir eru að
jafnaði í höndum verksmiðjustjóranna.
7. grein fjallar um val og gerð framleiðslu-
vöru og kemur í nœsta hefti.
IBNAÐARMAL
49