Iðnaðarmál - 01.03.1957, Síða 10
UMBÚÐA-
IDNADUR
Greinin er skrijuð af GUÐM. H. GARÐARSSYNI
Myndirnar teknar af ANDRÉSI K0LBE*INSSYN1
Verksmiðjuhús Kassagerðar Reykjavíkur.
Um þessar mundir eru tuttugu og
íimm ár liðin síðan fyrsta íslenzka
fyrirtækið í umbúðaiðnaði var sett á
fót. Var það Kassagerð Reykjavíkur,
sem var stofnuð af þeim Kristjáni
Jóhanni Kristjánssyni og Vilhjálmi
Bjarnasyni trésmiðum. Iðnfyrirtæki
þetta, sem nú starfar með miklum
blóina, tók til starfa hinn 16. júlí
1932 í gömlum húskumbalda við
Pósthússtræti. Var starfsemi þess
hafin af miklum vanefnum. Vélar til
umbúðaframleiðslunnar voru þá ekki
margbrotnar, því að byrjað var með
lítilfjörlegum og ófullkomnum tré-
smíðavélum, sem legið höfðu í
óhirðu í skúr úti á Seltjarnarnesi.
Ekki munu þeir hafa verið margir,
sem hafa verið trúaðir á, að næg
verkefni væru fyrir slíkt fyrirtæki
hér á landi á þessum tíma. Helztu
umbúðir úr tré voru þá kassar utan
um smjörlíkispakka, sem voru fluttir
í þeim til verzlana í Reykjavík og út
um land, og trékassar fyrir saltfisk,
sem flytja átti út til Suður-Ameríku.
Voru þeir smíðaðir í Noregi og Sví-
þjóð og fluttir hingað ósamsettir.
smiðjuhúss, öflun sérstakra véla fyr-
ir umbúðaframleiðslu og skapa sér
möguleika til að flytja sjálfir inn
efnivið í umbúðirnar, en það er
mjög mikilvægt, að notaðar séu rétt-
ar viðartegundir í þær. Með þraut-
seigju og mikilsverðum stuðningi frá
mætum íslendingi í Winnepeg í Kan-
ada, sem rak sams konar iðnað þar í
stórum stíl, tókst að sigrast á örðug-
leikunum og leggja grundvöllinn að
því merkilega fyrirtæki, sem nú
framleiðir umbúðir utan um alla
hraðfrysti framleiðslu landsmanna,
ísvarða (frysta) síld, harðþurrkaðan
saltfisk, jarðávexti, tómata, kex,
sápu, kerti, svo að nokkur dæmi séu
nefnd, fyrirtæki, sem framleiðir um-
Fyrstu ár þessarar merku greinar
í íslenzku atvinnulífi voru sannkölluð
erfiðleikaár, þrátt fyrir það að eftir-
spurnin ykist stöðugt eftir alls konar
umbúðum utan um ýmiss konar
framleiðslu, eins og t. d. ísvarinn fisk
og hraðfrystan, en útflutningur þess-
ara afurða fór þá vaxandi. Það, sem
einkum olli erfiðleikunum, var, að
húsrými var alltof lítið og vélar ófull-
komnar, samkeppni við innfluttar
umbúðir, sem framleiddar voru við
mun betri skilyrði, var afarhörð, og
jók það á erfiðleikana, að kaupa
varð allt timbur í umbúðirnar af
innlendum timburverzlunum af
birgðum, sem ætlaðar voru til húsa-
gerðar.
Forráðamönnum fyrirtækisins var
þegar Ijóst, að ef þeim ætti að takast
að ryðja brautina fyrir þennan iðn-
að hér á landi, yrðu þeir að hefjast
handa um byggingu fullkomins verk-
T. Ii.: Aprentunarvél
fyrir bylgju-
og pappakassa.
Neðan: Neglivélar.