Iðnaðarmál - 01.03.1957, Qupperneq 18
Góður undirbúningur
sparar 51% vinnukostnaðar
við byggingar
Hitn- o<j útfjlutuÍHýul ejtií oöiulyálkum 1955
í verzlunarskýrslum fyrir árið finna eftirfarandi yfirlit um inn- og
1955, sem eru nýkomnar út, er að útflutning eftir vörubálkum það ár:
Þyngd Verð
Innflutt Utflutt Innflutt Utflutt
Vörubálkar tonn tonn 1000 kr. 1000 kr.
brúttó nettó c.i.f. f.o.b.
Matvörur 56 865,3 168 542,9 137 763 730 524
Drykkjarvörur og tóbak 1 089,9 7,3 17 506 11
Ymis hráefni (óæt), þó ekki eldsneyti 94 670,1 10 007,3 82 820 51349
Eldsneyti úr steinaríkinu, smurnings- olíur og skyld efni 332 488,8 177 925
Dýra- og jurtaolíur (ekki ilmolíur), feiti o. þ. h 2 334,1 16 171,4 12 755 59 872
Efnavörur 15 526,5 3 939,6 51485 5 223
Unnar vörur aðallega flokkaðar eftir efni 129 792,9 1,9 362 148 72
Vélar og flutningatæki 15 720,3 6,9 320 521 171
Ymsar unnar vörur 4818,4 1,1 103 137 277
Ymislegt 0,2 39,4 12 429
Samtals 653 306,5 198 717,8 1 266 072 847 928
I Stuttgart á Þýzkalandi hefur ver-
ið gerð mjög athyglisverð saman-
burðartilraun við smíði tveggja
meðalstórra húsa af sömu gerð og
stærð. Fyrra húsið var byggt af
byggingarmeistara og mönnum hans
á vanalegan hátt, en hitt var byggt af
flokki manna, sem notfærði sér nýj-
ustu byggingartækni og undirbjó
verkið vel og skipulagði. Fyrir þess-
um tilraunum stóð Applied Research
Committee on Building and Housing
í samráði við Institute for Scientific
Work í Stuttgart undir urnsjá hús-
næðismálaráðuneytisins í Stuttgart-
Weilimdorf.
Byggingarmeistarinn byggði sitt
hús samkvæmt sínum hugmyndum
og fyrri reynslu, eins og hann hafði
oft gert áður, án þess að yfirvöldin
eða skipulagsmennirnir reyndu að
hafa nokkur áhrif á hann.
Hitt húsið var aftur á móti byggt
af flokki manna, sem undirbjó verk-
in gaumgæfilega og skipulagði þau,
auk þess sem menn þessir hagnýttu
sér nýjustu tækniframfarir í bygg-
ingariðnaðinum. Allar teikningar
voru í mælikvarðanum 1:50. Upp-
sláttur hússins var falinn einum verk-
taka samkvæmt útboði. Götur að
húsinu og leiðslur voru fullgerðar,
áður en verkið á grunninum var haf-
ið.
Við byggingu þessa húss var leitað
álits sérfræðinga í byggingarverk-
fræði, ennfremur sérfróðra manna
í hita-, hljóð- og rakaeinangrun.
Fjölritaðar voru og gefnar bygging-
armönnum leiðbeiningar um véla-
vinnu á grunninum, fyrirkomulag
efnisflutninga, steypugerð o. s. frv.,
og tímaáætlanir voru gerðar, svo að
vinna gæti orðið óslitin og án tafa.
Dreifing vinnuafls og vinnuhópa var
þannig ákveðin fyrirfram og ekki
brevtt út af.
Árangurinn varð líka undraverð-
ur, því að vinnukostnaðurinn við
seinna húsið reyndist 51% lægri en
við byggingu fyrra hússins, sem
byggt var á venjulegan hátt.
Fullkomin skýrsla (nr. 45) um
þessa tilraun mun bráðlega verða
gefin út af Forschungsgemeinschaft
Bauen und Wohnen, Hohenzollern-
strasse 25, Stuttgart.
Ur Enropean Productivity no 25, marz-
apríl 1957.
L. L.
Að móla ó nýja múrhúðun
Þegar fernisera á múrhúðun eða
olíumála, er mjög nauðsynlegt, að
múrhúðunin sé orðin vel þurr og
hörð, því að annars er hún of lút-
kennd fyrir fernis eða olíumálningu.
Þegar flýta verður málun, rná
gera einfalda prófun á múrhúðun-
inni til að sjá, hvort hún sé orðin
nægilega þurr fyrir olíurnar. Prófun-
in er í því fólgin, að upplausn, sem
er 5 g phenolphthalein og 350 c.c.
hreint alkóhól, er borin á múrhúð-
unina á nokkrum stöðum. Slái strax
eða fljótlega út Ijósrauðum lit, er
múrhúðunin ekki nógu þurr og of
Iútkennd til þess, að óhætt sé að
fernisera eða olíumála hana. Sé hinn
ljósrauði litur aftur á móti lengi að
myndast, má telja múrhúðunina
nægilega þurra til að olíumála.
Þegar nauðsyn ber til að olíumála
steinsteypu, sem er tæplega nógu
þurr, má þvo múrinn nokkrum sinn-
um úr sterkri zinksúlfat-upplausn.
Zinkið unrbreytist í zinkoxíð, sem
verður eftir í smáholum stevpunnar,
en sýran, sem myndast, vinnur á
móti lútnum í steininum.
Heimildarbækur: The Complete Home
Repair Handbook og Kidder-Parker Archi-
tect’s and Builder’s Handbook.
L. L.
Útbreiðið
IÐNAÐARMÁL
58
IÐNAÐARMÁL