Iðnaðarmál - 01.02.1971, Side 8

Iðnaðarmál - 01.02.1971, Side 8
TAFLA I Veðurhœð og vindhraði VeðurhæS Vindstig Heiti Vindhraði Hnúlar m/sek Ahrif á landi Ahrij á rúmsjó 0 Logn Minna en 1 Minna en 0.5 Logn, reyk leggur beint upp. Spegilsléttur sjór. 1 Andvari 1—3 0.5—1.5 Vindstefnu má sjá á reyk, en flögg hreyfast ekki. Smágárar myndast, en hvítna hvergi. 2 Kul 4—6 2.1—3.1 Vindblær finnst á andliti. Skrjáfar í laufi. Lítil flögg hærast. Ávalar smáhárur myndast. Glampar á þær, en ekki sjást merki þess, að þær brotni eða hvítni. 3 Gola 7—10 3.6—5.1 Lauf og smágreinar titra. Breiðir úr léttum flöggum. Bárur, sem sumar hverjar brotna og glitrar á. Á stöku stað hvítnar í báru (skýtur fuglsbringum). 4 Stinningsgola - Blástur 11—16 5.7—8.2 Laust ryk og pappírssneplar taka að fjúka. Litlar trjágreinar hærast. Allvíða hvítnar í báru. 5 Kaldi 17—21 8.8—10.8 Lítil lauftré taka að sveigjast. Freyðandi hárur á stöðuvötnum. Allstórar öldur myndast (hugsan- legt að sums staðar kembi úr öldu). 6 Stinningskaldi - Strekkingur 22—27 11.3—13.9 Stórar greinar svigna. Hvín í síma- línum. Erfitt að nota regnhlífar. Stórar öldur taka að myndast, senni- lega kembir nokkuð úr öldu. 7 Allhvass vindur (Allhvasst) 28—33 14.4—17.0 Stór tré sveigjast til. Þreytandi að ganga móti vindi. Hvít froða fer- að tjúka í rákum undan vindi. 8 Hvassviðri 34—40 17.5—20.6 Trjágreinar brotna. Erfitt að ganga á móti vindinum. (Menn „baksa“ á móti vindi). Löðrið slítur sig úr ölduföldunum og rýkur í greinilegum rákum undan vindi. Holskeflur taka að myndast. 9 Stormur 41—47 21.1—24.2 Lítilsháttar skemmdir á mannvirkj- um (þakhellur fara að fjúka). Varla hægt að ráða sér á bersvæði.* Þéttar löðurrákir í stefnu vindsins. Særokið getur dregið úr skyggningu. Stórar holskeflur. 10 Rok 48—55 24.7—28.3 Fremur sjaldgæft í innsveitum; tré rifna upp með rótum; talsverðar skemmdir á mannvirkjum.* Mjög stórar holskeflur. Stórar löður- flygsur rjúka í þéttum, hvítum rák- urn eftir vindstefnunni. Sjórinn er nær því hvítur yfir að líta. Dregur úr skyggni. 11 Ofsaveður 56—63 28.8—32.4 Sjaldgæft í innsveitum, miklar skemmdir á mannvirkjum.* Geysistórar öldur (bátar og miðl- ungs stór skip geta horfið í öldu- dölunum). Sjórinn alþakinn löngum, hvítum löðurrákum. Alls staðar rót- ast öldufaldarnir upp í hvíta froðu. Dregur úr skyggni. 12 Fárviðri 64 og meira 32.9 og meira Loftið er fyllt særoki og löðri. Sjór- inn er alhvítur af rjúkandi löðri. Dregur stórlega úr skyggni. *Hér er ura alþjóðlegar skilgreiningar að ræða. sem fremur eru miðaðar við erlendar aðstæður og byggingarhætti en íslenzka. 38 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.