Iðnaðarmál - 01.02.1971, Qupperneq 12
aukin áherzla verði lögð á mælingar
sem þessar hérlendis, einkum með til-
liti til þess eignatjóns, sem vindur
hefur valdið og mun valda í framtíð-
inni, ef strangari reglur eru ekki sett-
ar. Athugun á lýsingum ámannvirkja-
tjóni vegna hvassviðra bæði liér á
landi og erlendis leiðir í ljós, að tjón
hefði að verulegu leyti mátt forðast, ef
betri frágangs þaka hefði verið gætt.
Auk hins mikla eignatjóns, sem verð-
ur af völdum hvassviðra, er einnig
hætta á manntjóni og slysum, sem í
langflestum tilfellum erlendis hafa átt
rætur sínar að rekja til óvandaðs frá-
gangs á þökum.
Hér er rétt að vekja athygli á hin-
um sérstæðu staðháttum hérlendis.
Nekt landsins veldur því, að skjól
fyrir vindi er lítið, og landslagi er
hér víða þannig háttað, að hættu-
legir stormsveipir geta myndazt.
íslendingar hafa á margan hátt
verið fljótir að tileinka sér margvís-
legar nýjungar í byggingariðnaði og
öðrum iðngreinum. Til þess að nýj-
ungar í byggingariðnaði komi að til-
ætluðum notum, verður þó að vera
fyrir hendi næg vitneskja um veður-
far og önnur skilyrði, sem umhverfið
setur. Könnun okkar sjálfra á um-
hverfi okkar og náttúru er nokkuð,
sem ekki verður framkvæmt fyrir
okkur og við verðum að annast sjálf-
ir að mestu. Þau gögn, sem höfundar
hafa í samráði við Veðurstofu ís-
lands safnað hér saman um tíðni
hvassviðra, er aðeins þáttur í tilraun
til þess að setja ákveðnar reglur um
vindálag á mannvirki hér á landi.
Ljóst er, að gagnasöfnun verður
að auka verulega til þess, að verk-
42
fræðingar geti stuðzt við staðlana að
gagni.
HEIMILDIR
1. Hellers, B.-G. og Johansson, G., Erfaren-
heter av stormskadorna 1967 och 1969,
Byggmastaren 12, 1970.
2. Holmberg, Á., 1970, Stormskador pá
byggnader, Statens institut för byggnads-
forskning, Stockholm. Rapport R29:
1970.
3. Johansson, G., 1970, Stormskador i vástra
Sverige, Statens institut för byggnads-
forskning, Stockholm. Rapport R33:
1970.
4. Falk, H., Hellers, B.-G., Holmgren, J. &
Höglund, T., 1970, Stormskador i Stock-
holmsomrádet, Statens institut för bygg-
nadsforskning, Stockholm. Rapport R44:
1970.
5. Sigurður Thoroddsen, Ólík viðhorf,
TVFÍ, 41-3, 1956.
6. The Assessment of Wind Loads, Build-
ing Research Station Digest, júlí 1970.
Greinargerð VeSurstofu Islands um
mesta vindhraða, sem vænta má á
Islandi
Vindmælar eru á tiltölulega fáum
veðurstöðvum á Islandi, og tímabil
mælinganna er ekki langt. Þess vegna
er að svo stöddu ekki gerlegt að
reikna út hámarksgildi vindhraða
fyrir mjög langt tímabil, t. d. 50 ár.
Skráðar vindhraðamælingar eru
yfirleitt mælingar á meðalgildi fyrir
10 mínútur, en um styttri tíma mun
þó stundum vera að ræða. Reglu-
bundnar mælingar á snöggum vind-
hviðum eru hins vegar af mjög skorn-
um skammti. I Reykjavík eru slíkar
mælingar skráðar öðru hverju frá
1942 og fram yfir 1954. Á Hvera-
völlum, Keflavikurflugvelli og á Stór-
höfða í Vestmannaeyjum eru hins
vegar til nokkrar mælingar frá síð-
ustu árum, og á Hjarðarnesi í Hval-
firði voru nýlega gerðar mælingar
um eins árs skeið.
Hæstu gildi, sem skráð hafa verið
á vindhraða í snöggum hviðum, eru:
109 hnútar í Reykjavík í jan. 1942
107 hnútar á Stórhöfða í des. 1970
107 hnútar á Hjarðarnesi í okt.
1969
106 hnútar á Hjarðarnesi í febr.
1970
105 hnútar á Hjarðarnesi í jan.
1970
104 hnútar á Hjarðarnesi í maí
1970
104 hnútar á Stórhöfða í nóv. 1970.
Á Stórhöfða eru til meðalgildi fyr-
ir 10 mín., sem eru hærri en ofan-
greindar hviðumælingar, en ekki var
þá vindmælir, sem gat mælt snöggar
hviður.
Á árunum 1948 til 1954 náðu
hviðumælingar í Reykjavík átta sinn-
um 80 hnútum, en mest mældust 90
hnútar. Hæsta mæling á Hveravöllum
frá október 1967 til nóv. 1970 er 76
hnútar og hæsta gildi á Keflavíkur-
flugvelli frá jan. 1968 til sept. 1970
64 hnútar.
Á Hjarðarnesi er vitað, að vind-
hraði í hviðum fór 5 daga yfir 100
hnúta á tímabilinu sept. 1969 til nóv.
1970, en nokkur hlé urðu á mæling-
unum. Alls mældust þar 22 hviður,
sem náðu 100 hnútum eða meiri
hraða.
Samkvæmt athugunum á Hvera-
völlum og Keflavíkurflugvelli er vind-
hraði í hviðum að jafnaði 25% meiri
en meðalvindhraði í 10 mínútur. Þar
sem sérstaklega hagar til og hvassir
IÐNAÐARMÁL