Iðnaðarmál - 01.02.1971, Síða 13
fjallabyljir eru tíðir, getur þó munað
mun meiru. Á Hjarðarnesi í Hval-
firði kemur þannig þráfaldlega fyrir
í suðaustlægri vindátt, að mestu hvið-
ur eru 50—100% hvassari en meðal-
vindhraði á sama tíma.
Mesti vindhraði samkvœmt 10 mín.
meðaltali
Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum
voru mæld 17 vindstig í janúar 1949.
Samkvæmt því hefur vindhraði þá
verið 109—118 hnútar. (Um tíma
var notuð framlenging Beaufort-vind-
stigans upp í 17 vindstig, en því var
aftur hætt, og er nú aðeins talað um
0—12 vindstig). Þar mældust einnig
108 hnútar í október 1963 og 100
hnútar í janúar 1957.
Til þess að kanna mesta vindhraða
á nokkrum stöðum á landinu var gerð
skrá yfir vindhraða þá daga, sem veð-
urhæð náði 11 vindstigum (56 hnút-
ar eða meira) á 8 stöðvum árin 1960
—1969. Dreifing vindhraða sést í
töflu á 44. síðu.
Hér skera sig tvær athuganir úr á
Höfn með vindhraða 95 og 96 hnúta.
Ekki er útilokað, að um skemmri
tíma en 10 mín. hafi verið að ræða.
Til þess að fá yfirlit umtíðnihvass-
viðra í ýmsum héruðum voru gerð
tvö kort, sem fylgja hér með, og
sýnir annað þann fjölda daga á
hverju ári, sem veðurhæð nær 8 vind-
stigum, en hitt þá daga, sem hún nær
10 vindstigum. Teknar voru með allar
veðurstöðvar, hvort sem þœr haja
vindmœli eða ekki.
IÐNAÐARMÁL
43