Iðnaðarmál - 01.02.1971, Qupperneq 22

Iðnaðarmál - 01.02.1971, Qupperneq 22
ari störfum. Með „en“-venjunni get- ur þú svikið sjálfan þig um lærdóms- rika reynslu. Margar góðar hugmyndir hafa verið kæfðar með athugasemdinni: „Ó, við reyndum þetta í fyrra, og það gafst ekki vel.“ E. t. v. er eitt- hvað í nýja skýrsluvélakerfinu, sem hefur þau áhrif, að hugmyndin reyn- ist nú vel. Væri það ekki hrapallegt, ef ágætri hugmynd yrði kastað á glæ vegna þvermóðskulegrar afstöðu? Breytingar valda truflunum. Ef verið er að stækka skrifstofuna og byggingamenn eru að brjóta niður vegg í þriggja metra fjarlægð frá skrifborðinu þínu, gerir það vinnu- skilyrðin ekki beinlínis þægileg. Mundu, að þú ert ekki sú eina, sem verður fyrir ónæði, og reyndu að gera sem bezt úr öllu. Taktu erfið- leikunum með brosi á vörum, og glaðleg framkoma þín mun hafa góð áhrif á hinar, sem einnig þurfa að þurrka rykið af skrifborðunum sín- um tíu sinnum á dag. Eitt af því, sem veldur öryggisleysi hjá skrifstofufólki og gerir því gramt í geði, er flutningur á skrifborðum þess. Eru stjórnendurnir að rýma til fyrir nýjum starfsmanni, eða finnst þeim e. t. v. of mikið masað, en of lítið unnið? Allar slíkar hugsanir eru neikvæðar. Hvers vegna ekki gleðjast við þá hugsun, að deildin þín sé í vexti — og að í stærri deild muni bjóðast meiri tækifæri og fleiri störf að læra? Þegar svo ber við, að einkaritari verður að vinna fyrir tvo eða þrjá framkvæmdastj óra samtímis, er þörf- in brýnust fyrir hina beztu samstarfs- eiginleika, en sem allra minnsta þver- úð. Framkvæmdastjórarnir verða auðvitað að sýna lipurð í kröfum sínum á hendur þér, en ljóst er, að mestur vandinn hvílir á þínum herð- um. Auðvitað átt þú um fleiri kosti að velja — þú gætir glefsað eða tekið þér þriggja daga veikindafrí, en það er ekki að snúast gegn vandanum. Þú gætir líka gefizt upp, snúið þér til starfsmannaskrifstofunnar og ósk- að eftir að vera flutt í þægilegt og rólegt starf, þar sem aldrei væri neinn hamagangur. En ef þú á hinn bóginn snýst gegn vandanum og leggur þig alla fram, mun góður árangur ekki láta á sér standa. Og ef losna skyldi starf fulltrúa við stjórnun, hvor held- ur þú, að hafi þá meiri möguleika til að hreppa hnossið — sú, sem flúði af hólmi og leitaði eftir rólegu, á- byrgðasnauðu starfi, eða hin, sem snerist gegn vandanum, gerði tilraun til að fullnægja vinnukröfum þriggja framkvæmdastj óra samtímis — og tókst það? Vertu varkár Ef til vill stofnar þú til vináttu við aðrar konur í fyrirtækinu. Það er eðlileg afleiðing af umgengni við sama fólkið, dag eftir dag. En láttu ekki félags- eða fjölskyldulíf þitt ut- an vinnutíma hafa áhrif á starf þitt í vinnutímanum. Stundum reynist það ekki vel að vera of fljót til að gerast „náin“ vinkona þeirra, sem þú vinnur með. Sýndu gætni í vali á vinum þinum og félagsskap utan vinnutíma. Þótt þú stofnir til náinna kynna við konurnar í fyrirtækinu, skaltu forðast náið samneyti við karlmenn- ina. Slík vinátta getur vakið ofsa- fengnar tilfinningar og fjandskap og gefið tilefni til alls kyns söguburðar á skrifstofunni. Og auðvitað átt þú aldrei að stofna til slíkra kynna við framkvæmdastjóra þinn. Þá verður þú einnig að sýna var- kárni í hvert skipti, þegar þú kemur fram fyrir hönd framkvæmdastjóra þíns. Það felur í sér, að þú mátt ekki „sleppa af þér taumhaldinu“ í skrif- stofugleðskap eða öðrum veizlufagn- aði fyrirtækisins. Varðveittu stillingu þína og hæversku. Það er lítill fengur í því að leiða vandræði yfir fram- kvæmdastjóra þinn — eða sjálfa þig. Þýð. J. Bj. Tölvufræði — kennslugrein í menntaskólum Það er þegar Ijóst, að tölvur eiga eftir að verða jafnsjálfsagðir hlutir og sími og sjónvarp. Brátt mun koma að því, að aðalatriði í gagnaúr- vinnslu teljist til almennrar þekking- ar hjá öllum, sem fylgjast vilja með. Er ekki ótrúlegt, að tölvufræði eigi eftir að verða kennslugrein við menntaskóla. Vitað er, að mennta- skóli einn í Svisslandi hefur þegar tekið upp vikunámskeið í tölvu- kennslu fyrir nemendur sína með stuðningi þekkts tölvuframleiðanda. Á stuttum tíma gátu nemendurnir sjálfir sett upp einföld verkefni og látið tölvurnar leysa þau. Má því segja, að jjarna sé vísir að því, sem koma skal. 52 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.