Iðnaðarmál - 01.02.1971, Síða 32

Iðnaðarmál - 01.02.1971, Síða 32
lausnin getur þá tekið upp fleiri málmjóna. Upplausnunum þremur er siðan beint að rafskautum, og falla þar út hreinir málmar. Til að ná betri árangri er rafgreiningunni ekki lokið að fullu, en upplausnirnar, sem nú innihalda lítið magn málma, ganga til baka og draga fleiri málm- jóna úr lífræna fasanum. Sá hluti upplausnarinnar, sem inni- heldur mangan og aðra málma eftir aðskilnað kopars, nikkels og kóbalts, er dreginn saman (concentrated) og manganklóríð látið kristallast úr. Onnur málmklóríð falla síðan út úr móðurvökvanum. Sérstaklega mikil- vægt er silfur og molybdenum, og Deepsea Ventures rannsakar nú, hvort hagkvæmt muni vera að vinna þessa tvo málma ásamt öðrum. Hið kristallaða manganklóríð er nú þurrkað og því breytt í málm- kennt Mn með aðferð, sem fólgin er í hitun manganklóríðsins í ofni á- samt öðrum málmi. Deepsea Ventures vill ekki skýra frá því, hver sá málm- ur er. (T. d. er Na notað á svipaðan hátt til að framleiða hreint Ti og Zr úr klóríðum þessara málma). Valkostir Deepsea Ventures hefur sótt um einkaleyfi í Bandaríkjunum og öðr- um löndum á ýmsum atriðum fram- leiðslunnar. Þó er tilraunastöð þeirra ekki síðasti liðurinn í fullkomnun þessarar tækni. Sú aðferð, sem valin verður, er háð staðsetningu verk- smiðjunnar, möguleikum á útvegun hjálparefna og vali þeirra málma, sem ætlunin er að vinna (m. ö. o. markaðsaðstæðum). Aðrar rannsóknarstofur gera til- raunir með aðrar aðferðir. Dr. D. W. Furstenau við Kaliforníuháskóla í Berkeley vinnur t. d. að aðferðum við útskolun nikkels, kopars og kó- balts úr hafnhnoðrum, án þess að leysa upp mangan. Aætlanir Deepsea Ventures miða fyrst að tilraunaverksmiðju, sem vinnur úr 75 smálestum á dag, síðan að annarri, sem vinnur 750 smálestir á dag og að lokum fullkominni verk- smiðju með 3.000 smálesta vinnslu á dag. Fyrirtækið byggir útreikninga sína á því, að með því að vinna úr einni millj. smálesta af hafhnoðrum á ári, fáist 12.600 smál. af nikkel, 10.000 smál. af kopar, 2.400 smál. af kóbalt og 260.000 smálestir af mang- an. Þetta magn yrði þó aðeins lítill hundraðshluti af heimsmarkaði þess- ara málma. Úr Chem. & Eng. News, 10. maí 1971. Rafglæðiafhleðsla dregur úr hlaupi á ull Flestir hafa séð ullarflik dragast saman niður í aðeins hluta af upp- runalegri stærð. Þetta hlaup ullar- innar er ein af ástæðunum fyrir því, live gerviefnaþræðir hafa unnið sig hratt inn á ullarmarkaðinn. I einni af rannsóknarstöðvum bandaríska landbúnaðarráðuneytisins hefur nýlega verið sýnt fram á, að draga má verulega úr þessu hlaupi ullarinnar og á þann hátt styrkja samkeppnishæfni ullarvara. Þessi uppfinning felst í því, að ull- arþráðurinn er leiddur í gegnum lág- hitaðan útvarpsbylgjurafglæðiofn. Aðferðin er tiltölulega einföld, en meðhöndluð ull hefur mjög aukna mótstöðu gegn hlaupi, einnig hefur slitþolið hækkað og styrkleiki ullar- innar aukizt, án þess þó að aðrir eiginleikar hafi breytzt. Sá, sem stýrir þessum athugunum, heitir Dr. Attila E. Pavlath. Hann álítur, að krossbindingar sameinda í yfirborði ullarþráðanna, er orsakist af myndun óbundinna radikala, skýri ef til vill þessa breytingu á ullarband- inu. Komið hefur í ljós, að sé orka afhleðslunnar um 50 wött og ullar- þráðurinn sé um 1 sek. í rafsviðinu, er hlaup ullarinnar um 0% miðað við 44,5% hlaup ómeðhöndlaðrar ullar. Sýnt hefur verið fram á, að kemisk ágræðsla er auðveldari við rafglæðiafhleðslu, og hugsanlegt er að græða ný atóm og sameindir á ullarþræðina, er hamli gegn festingu óhreininda. Úr „Chemical & Engineering News, maí 1971. 62 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.