Iðnaðarmál - 01.02.1971, Page 33
Ný tegund hleðslusteina
T. F. Newell við Tækniskólann í
Southampton, hefur fundið upp nýja
tegund af hleðslusteinum. Eins og
sýnt er á meðfylgjandi myndum, eru
steinar þessir sérlega haganlega gerð-
ir, og raða má þeim saman á ýmsa
vegu. Stærðin er 333 mmX265 mm,
en senn mun verða hafin framleiðsla
á steinum af stærðinni 33 mmX500
mmX300 mm.
Ymis efni má nota í þessa steina,
t. d. steinsteypu eða tréríkar blöndur.
Úr „Tlie Architect", júní 1971.
Skilveggir úr gipsi
Gips hefur ekki verið notað hér-
lendis til bygginga, svo að teljandi
sé, þrátt fyrir það að gips er ódýrt
efni. Gips hefur verið notað til þess
að gera ódýrar afsteypur af ýmiss
konar listmunum. Víða erlendis hefur
gips verið notað í mjög stórum stíl
í pússningu.
Þrýstiþol gipspússningar er um
68.9 N/mm2, en beygjutogþolið er
lágt. Gipsið er sem sé fremur stökkt
efni.
Hin síðari ár hefur verið unnið að
tilraunum með blöndun glertrefja í
gips á vegum Byggingarrannsókna-
stofnunar í Bretlandi. Tilraunir þess-
ar hafa gefið mjög jákvæðar niður-
stöður.
Beygjutogþol gipss má t. d. fjór-
falda með 6% íblöndun glertrefja.
Unnið hefur verið að hönnun skil-
veggja fyrir skólabyggingar úr gips-
glertrefjablöndu, og eru þegar komn-
ir á markað í Bretlandi slíkir milli-
Framleiðsla þessara skilveggja er
tiltölulega einföld. Gips-glertrefja-
blöndunni er hellt í mót, yfirborð
mótsins sléttað og vatnið þurrkað
burt, en slíkt má gera á ýmsa vegu,
t. d. með hitun eða undirþrýstingi
(sjá mynd).
Úr „Composites“, marz 1970.
Hornsteinn
Grunnhornsteinn
Grunnsteinn
Veggsteinn
IÐNAÐARMAL
63