Iðnaðarmál - 01.01.1978, Blaðsíða 13

Iðnaðarmál - 01.01.1978, Blaðsíða 13
PÁLL THEODÓRSSON Þróun og smíði rafeindatœkja d íslandi Rannsóknaráö ríkisins efndi til opins ársfundar í Háskólabíói 19. maí, s.l. Þar var langtímaáætlun ráðsins um rannsóknir í þágu atvinnuveganna kynnt. Auk þess voru haldin þar fimm erindi um einstök verkefni, sem unnið hefur verið að við íslenskar rannsóknarstofnanir. Páll Theódórsson, forstöðumaður Eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans, flutti þar erindi það, sem hér er birt. Engin kynslóð þjóðar vorrar hefur lifað jafnmiklar breytingar og sú kynslóð, sem nú lifir ævikvöld sitt, fólk sem hefur farið . . . frá Ijánum til vélknúinnar sláttuvélar . . . frá árabátnum til trillunnar, til togarans . . . frá mó og taði til kola, til jarðhita .. . frá grútartýrunni til steinolíulampans, til raflýs- ingar . . . frá þröngri þaðstofu til þess salar, sem við erum nú saman komin í. Tæknin hefur þannig gjörbreytt lífsskilyrðum okk- ar. Vafalítið munum við sjá margar endurbætur og nýjungar á komandi árum og áratugum, en varla í nokkurri grein svo miklar sem í rafeindatækni, jafn- vel þótt ekki kæmu til aðrar framfarir en þær, sem þegar hafa orðið þar, en hafa enn ekki verið nýttar nema að litlu leyti. Þessar framfarir hafa verið svo miklar, að segja má að meginþorri rafeindatækja, sem nú eru notuð, séu að vissu leyti þegar orðin úr- elt og ný kynslóð tækja muni leysa þau af hólmi næstu 5-10 ár. Fyrir okkur íslendinga er þessi þróun áhugaverð, því við eigum nú einstakt tækifæri til að byggja upp rafeindaiðnað hér á landi og treysta með því at- vinnulíf okkar og tæknikunnáttu. Þetta tækifæri megum við ekki láta úr greipum okkar ganga. Til að þið, áheyrendur góðir, megið betur skilja forsendur þessarar fullyrðingar minnar, vil ég fyrst rekja megindrætti þróunar í rafeindaiðnaði siðustu tvo áratugi, segja síðan nokkuð frá hönnun og smíði rafeindatækja hér á landi og loks mun ég svo ræða um framtíðarmöguleika íslensks rafeindaiðnaðar. Mynd 1 Uverg" -lampi iman 1958 1958 Verð beggja töla svipad Rúmtak lampans 100 sinnum meira Aflbörf bmnans 1000 sinnum mein leiðslubútar prentrásarplata SEO FRA oakhuo Mynd 2 Útvarpslampinn var grundvallartól rafeindatækn- innar allt fram á sjötta áratug þessarar aldar, en 1947 kom ný uppfinning fram á sjónarsviðið, sem átti eftir að valda byltingu í rafeindatækninni: smár- inn eða transistorinn. Það tók þó nærri áratug að gera smárann að öfl- ugu og fjölhæfu tæki, og hefur hann nú nærri alveg útrýmt lömpunum. Við sjáum á mynd 1 dæmigerðan lampa og smára frá árinu 1958. Þessir lampar þóttu reyndar svo fyrirferðarlitlir, miðað við eldri gerðir, að þeir voru nefndir ,,dverg-lampar“. Verð þeirra var svipað og smáranna, en fyrirferð lampanna var nærri 10 sinn- um meiri og aflþörf 1000 sinnum meiri. Smárarnir leystu fjölmörg verkefni mun betur en lamparnir höfðu áður gert og opnuðu þannig marg- víslega nýja möguleika. Skömmu fyrir 1960 fundu menn nýja aðferð til að einfalda mjög smíði raf- eindatækja. í stað þess að tengja hina mörgu búta saman með tugum, jafnvel hundruðum af stuttum vírbútum, var nú öll rásin lögð sem kogarþynna á plötu, og eru þessar plötur kallaðar prentrásir, en slíka prentrásarplötu sjáið þið á mynd 2, til hægri, en til vinstri eru vírbútarnir, sem ella hefði þurft til þess að tengja bútana saman á viðeigandi hátt. Árið 1962 fæddist af þessum rásum ný tækni, sem hefur haft nærri jafnmikil áhrif og sjálf uppfinn- ing smárans: tæknimönnum tókst að fella heila raf- eindarás með smárum, viðnámum, leiðslum og öðr- um bútum inn í örsmáa sneið og var þetta gert með svipaðri tækni og myndmót, nema hvað ,,myndin“ er hér örsmá og í nokkrum þunnum lögum. Þið sjáið hér á miðri mynd 3 eina slíka rás, mjög stækkaða, IÐNAÐARMÁL 7

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.