Iðnaðarmál - 01.01.1978, Blaðsíða 23
Hektor Sigurðsson verksmiðjustj.
stendur hér við vélina, sem vefur
utan um blýið og býr til blýteina-
tógið.
niður í 60 tonn úr 220, þegar best var, en nú er hún
komin upp í 155 tonn. Stækkandi möskvar í vörpu-
netum vegna friðunaraðgerða hafa einnig haft sín
áhrif. Við erum nýbúnir að fá geysistóra netahnýt-
ingavél frá Japan, sem hnýtir stóra möskva úr tvö-
földu sveru garni. Þetta er einhver stærsta og full-
komnasta hnýtingavél, sem fáanleg er, og ákaflega
afkastamikil. Með tilkomu hennar getum við full-
komlega uppfyllt óskir íslenskra skipstjórnarmanna,
um styrkleika stórriðinnar vörpu. Mjög mikil aukning
hefur orðið í netaframleiðslunni hjá okkur undanfar-
in ár. 1975 framleiddum við 240 tonn, 340 tonn árið
1976, 450 tonn í fyrra og í ár ætlum við að framleiða
nær 570 tonn.
Við leggjum mikla áherslu á að framleiðsla okkar
sé sterk og ávallt fyrirliggjandi. Það er ekki síður
áríðandi en verðið. Veiðarfærakostnaður togara er
svona 7-8% af heildarkostnaðinum og þar af er
netakostnaður ekki nema helmingur, svo allir sjá að
það skiptir höfuðmáli að þau séu sem best, svo frá-
tafir verði litlar.
En jafnframt því sem við aðlögum framleiðslu
okkar kröfum skipstjórnarmanna stóru togaranna,
þá reynum við einnig að hasla okkur völl annars
staðar. Við höfum verið að fikra okkur áfram með
fíngerðara efni, bæði fyrir rækju- og spærlings-
vörpu, og höfum nú náð góðum tökum á því.
— Nú eruð þið að hefja framleiðslu á nýjum teg-
undum netateina.
— Já, og það má segja, að með því verði ein
stökkbreytingin enn í framleiðslu okkar.
Og nú verður Hektor Sigurðsson, verksmiðju-
stjóri, fyrir svörum.
— Við byrjuðum að undirbúa þessa framleiðslu í
fyrrasumar, en þá voru blýteinar komnir á markað
í Noregi. Það gefur auga leið hvert hagræði það er
fyrir sjómenn að losna við að „steina niður“ netin
og hve miklu þægilegri þau eru þá í meðförum.
Það tók okkur nokkurn tíma að fá gott blý, en upp
úr áramótunum gerðum við tilraunir með að tvinna
blýþátt inn í kaðlana. Til þess að gera hann þjálli er
blýið höggið niður í litla búta, um 7 mm langa. Við
settum okkur í samband við mann í Keflavík, sem
setur upp mikið af netum og ræddum við nokkra
skipstjórnarmenn. Einn þeirra tók af okkur net með
blýteini til reynslu. Við gerðum síðan nokkrar breyt-
ingar samkvæmt hans fyrirsögn. Skemmst er frá því
að segja, að þessi teinn vakti mikla hrifningu. Eftir-
spurn eftir honum er geysimikil og líklega verður
ekki öðruvísi teinatóg notað í neðri tein framvegis
en blýteinn. Hann liggur mjög vel við leirbotn. Við
Á þessari mynd sést blýþráðurinn sjálfur. Glögglega má sjá
hina litlu býta, sem blýið er höggið i, svo tógið verði þjálla.
IÐNAÐARMÁL
17