Iðnaðarmál - 01.01.1978, Blaðsíða 31

Iðnaðarmál - 01.01.1978, Blaðsíða 31
Heilsufar og stjórnun Góð heilsa er veigamesti þáttur stjórnunar. Ný þekking á áhrif- um mataræðis, líkamsæfinga, reykinga, hvíldar og hjartaálags gerir framkvæmdastjóranum unnt að viðhafa miklu betri heilsu- gæslu - ekki með læknisaðstoð, heldur að eigin frumkvæði. Heilsan er að miklu leyti háð venjum. Yfir 200.000 Bretar deyja árlega af kransæðasjúkdómi - fyrst og fremst vegna þess að þeir reykja og borða of mikið, streitast of mikið og hafa of litla hreyfingu. Næstum helmingur sjúkrarúma í Bretlandi er upp- tekinn af fólki sem þjáist af geð- rænum sjúkdómum, ekki vegna þess að það hafi alið með sér þessa sjúkdóma, heldur vegna þess að það hefur vanrækt að byggja upp árangursríka aðferð til að venjast streitu lífsins. Mest af heilsuleysi nú á tím- um er sjálfskaparvíti. Það er ekki lengur hægt að taka risaskref í heilbrigðismálum almennings með betri heilbrigðisþjónustu, hreinna drykkjarvatni eða bólu- setningarherferðum. Brýnasta heilsugæsluþörfin í dag er ekki fólgin í máttugri lyfjum eða full- komnari skurðlækningatækni, heldur í betri hagnýtingu þeirrar heilsufræðilegu þekkingar er við búum yfir. Ekki er unnt að lækna langvarandi lungnakvef, en það er hægt að gera það léttbærara með því að hætta að reykja. Pillur geta ekki læknað þrálát bakverkjaköst, en með því að breyta um stól, rúmdýnu eða gera nokkrar líkamsæfingar dag- lega kynni verkurinn að hverfa. Fræðsluskyldan hvílir á herðum læknisins, iðkun verndándi að- ferða er á ábyrgð hins sjúka. Um 25 ára aldur erum við öll orðin eins og „pakki af venjum" að því er sálfræðingurinn Wil- liam James segir. Og séu þessar venjur slæmar verður afleiðing- in sjúkdómur. Heilbrigði fylgir góðum venjum. Oft er það látið líta út sem erfiði að halda sér í góðri þjálfun, en það þarf alls Mikinn hluta þeirra veikinda sem hrjá framkvæmdastjóra við- skiptalífsins - lungnakvef, svefn- leysi, háan blóðþrýsting, tauga- spennu og hjartveiki - væri unnt að forðast með þvi að taka upp lifnaðarhætti sem fela í sér eftir- farandi sex atriði: ekki að vera erfitt að tileinka sér heilbrigðar lífsvenjur og halda þeim við. Öll verðum við að borða - og því skyldum við þá ekki læra að borða hollan mat? Við verðum einnig að vinna - og því skyldum við þá ekki læra að skipuleggja vinnuna á þann veg að hún hafi sem minnsta streitu í för með sér? Ef við get- um kennt börnum okkar að bursta tennurnar tvisvar á dag, því skyldum við þá ekki geta kennt okkur sjálfum að gera æf- ingar tvisvar eða þrisvar í viku. Þegar við fyrst höfum tileinkað okkur heilbrigða lifnaðarhætti sem lifsvenju - modus vivendi - lifir sú venja sínu eigin lifi og verndar heilsuna sjálfkrafa. 1. Skynsamlegt mataræði Meiri vitleysa hefur verið sögð um mataræði en nokkurt annað heilsufarsatriði. Við borðum fyrst og fremst til að fullnægja tveim- ur meginþörfum: Sjá okkur fyrir lífsorku (hitaeiningum) og hrá- efni til vaxtar og viðhalds (eggja- hvítu, kolvetni, fitu, bætiefnum, málmsöltum og vatni). Óhollusta í mataræði stafar af því að mis- tekist hefur að fullnægja annarri eða báðum þessum þörfum. Fólk sem fær fleiri hitaeiningar en það hefur þörf fyrir þjáist af of- fitu, sem er algengasta næring- artruflun í sérhverju þróuðu þjóðféagi. Úr þessu er hægt að bæta með því að auka orkufram- leiðsluna (hálftíma rösk göngu- IÐNAÐARMÁL 25

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.