Iðnaðarmál - 01.01.1978, Blaðsíða 29
UPPHAF UPPGÖTVUNAR-HUGMYNDA
Eigin reynsla og menntun einstaklingsins 46%
Persónuleg sambönd einstaklings utan
fyrirtækis 3%
Persónuleg sambönd einstaklings innan
fyrirtækis ......... 4%
Prentuð rit 7%
Rannsóknir og þróunarvinna 30%
Sambland af framansögðu 10%
Ég vona að eftir þennan inngang skiljist betur,
hvers vegna ráð voru tekin til þess að koma á fót
uppgötvaraskrifstofunni í Danmörku. Það kom í
Ijós, að frumkvæðið átti rétt á sér. Skrifstofan tekur
árlega við um 600 uppgötvunum, sem er helmingi
meira en búist var við, þar eð í fyrstu var gert ráð
fyrir um 350 á ári. Var sú áætlun byggð á reynslu
uppgötvaraskrifstofa á hinum Norðurlöndunum.
Hér fylgja með tvö stöplarit, sem sýna skiptingu
uppgötvana á ýmsa aldurshópa og starfshópa.
Starfsemin er fjármögnuð að tækniráðinu og þró-
unarsjóðnum á þann hátt, að fjárhagsaðstoð er
veitt sem starfsstyrkur og eins aðstoðar skrifstofan
við sölu á einkaleyfinu sem sérleyfi. Framlag upp-
götvarans er það, að lítill hundraðshluti af einka-
leyfistekjunum er endurgreiddur til þess að styðja
framhaldsrekstur skrifstofunnar. Ef það kemur í
Ijós við frekari vinnu við uppgötvunina að hún dug-
ar ekki til þess sem vænst var, eða selst ekki, þá
verður uppgötvarinn ekki fyrir fjárútlátum. Hér gild-
ir gamla kínverska máltækið: „engin lækning -
engin borgun“. Styrkurinn er sem sé veittur á því
stigi, sem við köllum „örlagamark uppgötvunarinn-
ar“, það er að segja, til þess að afla þeirra upplýs-
inga og skjala, sem nægja til þess að sanna gildi
uppgötvunarinnar.
IÐNAÐARMÁL
23