Iðnaðarmál - 01.01.1978, Blaðsíða 35

Iðnaðarmál - 01.01.1978, Blaðsíða 35
sjálfum sér: „Lífinu verður að lifa eins og það sé leikur". Við erum alin upp við þá skoðun að fulltíða fólk skuli temja sér virðu- leika og hafna allri barnalegri skemmtun, en fulltíða fólk sem getur kastað fram af sér beisl- inu og tekið þátt í ærslafullum leik losnar fljótt við spennu, á- hyggjur og gremju. i skýrslu Wolfenden-nefndarinnar svo nefndu segir svo: „Fólk hefur þörf fyrir að bregða á leik. i- þróttir, leikir eða hvers konar útivistarstarfsemi hafa gildi í sjálfu sér sem verðmætir þættir í auðugu og fjölbreyttu lífi“. Hægt er að öðlast jafnlyndi. Þekktur bandarískur hjartasér- fræðingur, dr. Irvine Page, hefur komist að raun um að besta ráð athafnamannsins til að forðast hjartaáfall er að temja sér jafn- aðargeð. Hann telur að sumir geti þetta með andlegri iðkun jákvæðrar lífsspeki. Aðrir ná sama árangri með því að gleðj- ast við fegurð lífsins en leiða hjá sér leiðindi þess. Þegar menn eitt sinn hafa öðlast jafnlyndi og rósemi reynist þetta hin full- komnasta vörn gegn streitu. 6. Reglubundin læknis- skoðun Margir eru feimnir við að fara i reglubundna læknisskoðun af ótta við að verða taldir ímynd- unarveikir. En varðveisla heils- ursýki er glöggt dæmi. Áætlað er að milljónir manna í Stóra-Bret- landi gangi með sjúkdóminn án þess að hann hafi verið greind- ur. Einföld þvagrannsókn myndi leiða flest þessi tilfelli í Ijós og tafarlaus læknismeðferð myndi stórlega draga úr hættunum sem veikinni eru samfara, svo sem hjartabilun og blindu. Hár blóðþrýstingur er annað gott dæmi. Ameríska læknasam- bandið telur að 23 mllijónir Bandaríkjamanna þjáist af of háum blóðþrýstingi og helming- ur þess fjöldaviti ekkert um það. Þar sem yfirspenntu fólki er helmingi hættara við nýrnasjúk- dómum og fjórum sinnum hætt- ara við hjartaáföllum, hefur mikil herferð verið hafin til að afhjúpa þessi duldu sjúkdómstilfelli. „Berjist gegn dauðanum. Látið rannsaka blóðþrýstinginn," segja veggspjöldin og auglýsing- arnar. Ráðlegt er að gera þetta einu sinni á ári eftir fertugt. En árleg heilsufarsrannsókn kemur því aðeins að gagni að hún leiði til hæfilegrar læknis- meðferðar eða viðeigandi breyt- inga á lifnaðarháttum. Það er til- gangslaust að fá í hendur ónor- malt hjartalínurit ef þú ert ekki reiðubúinn að draga úr hætt- unni með því að létta af þér nokkrum kílógrömmum eða hætta reykingum. Heilsufar þitt er endanlega undir þér sjálfum komiö. Til að öðlast og varðveita unnar er ávallt betri en lækning. Margir sjúkdómar eiga sér lang- an, hljóðlátan aðdraganda áður en nokkur sjúkdómseinkenni verða greinileg. Séu þeir upp- götvaðir á byrjunarstigi er oft hægt að lækna þá áður en þeir hafa komist á alvarlegt stig. Syk- góða heilsu verður þú að vera reiðubúinn að temja þér hollar lífsvenjur, hóflegt mataræði, reglubundna líkamsáreynslu, næga hvíld, rósemi og stillilegt lífsviðhorf. Þýtt úr „Management Today", mars '78. J. BJ. IÐNAÐARMÁL 29

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.