Iðnaðarmál - 01.01.1978, Blaðsíða 32

Iðnaðarmál - 01.01.1978, Blaðsíða 32
ferð daglega brennir um 200 hitaeiningum og léttir af manni hálfu kg á 2 vikum) eða með því að minnka við sig orkugjafann. Það er ekki nauðsynlegt að taka upp strangt mataræði til að létta sig. Hættið að borða sykur og sæta fæðu og þá fáið þið að meðaltali um 600 hitaeiningum minna á dag og losnið við um hálft kg á viku. Standist þá freist- ingu að narta milli mála og þá geta meðteknar hitaeiningar minnkað um allt að 25%. Þið get- ið varðveitt matgleði sælkerans og verið samt grönn og spengi- leg,svo framarlega sem þið neyt- ið smærri skammta af hnossgæt- inu sem ykkur þykir svo Ijúffengt og borðið hægt og rólega. Feita fólkið er venjulega matgráðugt og borðar hratt. Það tekur um 20 mínútur að boðin berist frá mag- anum til þeirrar heilastöðvar er segir til um fullnægingu. Dveljist við Ijúffengar nautalundirnar og njótið hverrar munnfylli, látið Burgundarveigarnar renna hægt og leyfið Stilton-ostinum að gleðja bragðlaukana, og þá mun líkamanum gefast meiri tími til að ákveða hvenær hann hefur fengið nóg. Og reynið að forðast steiktan mat. Fitan inniheldur miklu fleiri hitaeiningar en eggja- hvíta eða kolvetni svo að skammtur af steiktum kartöflum inniheldur átta sinnum fleiri hita- einingaren samsvarandi skammt- ur af soðnum kartöflum. Efna- skortur er sjaldgæfur meðal þeirra sem borða sæmilega fjöl- breytta fæðu sem inniheldur nægilegt magn af nýjum ávöxt- um og grænmeti, mjólkurafurð- um, heilhveiti og eggjahvítu (kjöti .fiskmeti, eggjum og osti). Af 50 efnum sem talin eru nauð- synleg fyrir næringu mannsins eru aðeins 7 sem algengt er að skorti í venjulegt fæði - kalk, járn, C-fjörvi, A-fjörvi og 3 þætt- ir af B-,,komplex“ (thiamine, nia- cin og riboflavin). Næga viðbót af kalki er unnt að fá með því að borða nóg af mjólkurafurðum og grænum blöðum, nægilegt járn fæst úr grófu brauði, kjöti 26 og eggjum, A-fjörvi fæst úr mjólkurafurðum, B-fjörvi fæst úr kjöti, korni, grænmeti og eggjum og C-fjörvi úr nýjum ávöxtum og grænmeti (þ. á m. kartöflum, sem yfir vetrartímann geta séð fyrir helmingi af þörfinni). Næringarskortur getur komið fyrir þegar fólk lifir á pakkafæðu eða reynir að komast af með ó- um í venjulegu bresku fæði megí einfaldlega bæta með því að borða tvær skeiðar af ,,brani“ eða um 140 gr af heilhveitibrauði á dag. 2. Reglulegar æfingar Allir þurfa einhverja lágmarks- áreynslu til að halda sér frískum. Áreynslulaus maður fitnar gjarn- fullkomið megrunarfæði eða ,,hjartaverndarmataræði“, snautt af dýrafitu og mjólk. Sennilega eru aðeins um 4% af fólki með svo hátt cholesterolmagn að nauðsynlegt sé að gera meiri háttar breytingar á mataræðinu. Og þar sem mjólkurafurðir sjá okkur að jafnaði fyrir 25% af daglegum eggjahvítuskammti, 62% af kalki, 38% af A-fjörvi og 40% af riboflavini er ekki hyggi- legt að minnka stórlega við sig mjólk, osta og smjör nema að læknisráði, og þá að því tilskildu að séð verði fyrir nægum efnum er komið geti í staðinn fyrir þessa mikilvægu þætti fæðunn- ar. Hátt stig af cholesteroli í blóði er sennilega IítiIfjörlegasta atriðið af mörgum þekktum á- stæðum fyrir kransæðasjúkdómi. Miklu þyngri á metunum, sem afstýrandi ráðstafanir, er að hætta reykingum, forðast of- þyngd, draga úr of háum blóð- þrýstingi og gera nægar og reglulegar líkamsæfingar. Þá ætti gott fæði einnig að innihalda nóg af jurtatrefjum og hrati, sem að vísu eru ekki bein næringarefni, heldur til útfylling- ar og stuðla að því að koma í veg fyrir hægðartregðu, krabba í innyflum og e. t. v. gallsteina og hjartveiki. Manneldisfræðing- ar telja að úr skorti á trefjaefn- an og mæðist við minnsta átak, þreytist fljótt og honum hættir við æðahnútum, bakverki og hjartabilun. Á seinni árum hefur líf manna orðið æ áreynsluminna svd að dagleg þjálfun margra er nú neðan við þau mörk sem nauðsynleg eru til að halda lík- amanum í góðu ástandi. Úr þessu er best að bæta með skipulagðri líkamsþjálfun. Á und- anförnum árum hafa verið fund- in upp þjálfunarkerfi til að breyta mönnum í vöðvafjöll. En það er lítil skynsemi að byggja upp af- skræmda vöðva sem aldrei þarf að beita og getur jafnvel reynst áhættusamt að stunda æfingar eins og lyftingar. (Tilraunir hafa sýnt að blóðþrýstingur getur hækkað háskalega þegar vöðvar eru strengdir um helming af há- marksgetu). Nú á tímum er ekki þörf fyrir mikið vöðvaafl, heldur mýkt og þol. Léttar leikfimisæf- ingar eða nokkrar yogaæfingar daglega geta haldið líkamanum liðugum og mjúkum, en þrisvar í viku ætti síðan að stunda þrek- æfigar eins og sund, tennis eða hjólreiðar. Þessar æfingar ættu að taka minnst 20 mínútur og til þess að þær komi að gagni sem hjartaþjálfun verða þær að vera nógu strangar til að hækka hjartsláttinn upp í 120 slög á mínútu. Ef þú ert í einhverjum IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.