Iðnaðarmál - 01.01.1978, Blaðsíða 12
LISTIÐNAÐUR
design
IÐNHÖNNUN
RAFSI
íslensk frumsmíði á rafmagnsbíl
Það vakti verðskuldaða athygli fyrir nokkrum árum
þegar ungur íslendingur, Steinn Sigurðsson, varð
hlutskarpastur í samkeppni um hönnun útlits og
yfirbyggingar rafmagnsbíls, sem hið þekkta tímarit
Popular Mechanics gekkst fyrir.
Það er vissulega athyglisvert að af 599 tillögum
sem bárust í áðurnefndri samkeppni skuli hin valda
úrlausn koma frá landi þar sem framleiðsla bíla
hefur þótt fjarlægur möguleiki fram að þessu.
Á hinn bóginn vekur þetta spurningu um það að
hve miklu leyti íslendingar gætu að hluta fullunnið
eða haft áhrif á gerð minni farartækja er hentuðu
íslenskum aðstæðum eða sérhæfðum verkefnum
við framleiðslustörf og þá með frekari nýtingu raf-
orkunnar í huga.
Höfundur Rafsa, Steinn Sigurðsson, er skrifvéla-
virki að mennt, en starfar nú sem sölumaður við
Masda-umboðið i Reykjavík. Steinn hefur í fleiri
tilfellum vakið athygli fyrir tillögur að bílgerðum,
t. d. hefur hann hlotið viðurkenningu í hugmynda-
samkeppni sem Volvo bifreiðaverksmiðjurnar efndu
til fyrir nokkrum árum. - S. S.
6
IÐNAÐARMÁL