Iðnaðarmál - 01.01.1978, Blaðsíða 18

Iðnaðarmál - 01.01.1978, Blaðsíða 18
LISTIÐNAÐUR design Um þessar mundir er mikið rætt um erfiða samkeppnisaðstöðu íslensks iðnaðar og viðsjár er við honum blasa nú um næstu áramót er enn frekari niðurfelling tolla á iðnaðarvörur frá EFTA-löndunum tekur gildi samningum samkvæmt. Enginn heldur því víst fram að þær stað- reyndir sem nú blasa við varðandi sam- keppnisstöðu iðnaðarins hafi komið iðn- rekendum eða stjórnvöldum í opna skjöldu. Hitt mun sanni nær að nú eins og oft áður hafi íslendingar gengið erfiðleikunum á hönd með opin augu en hendur í skauti. Vandi iðnfyrirtækja kann fyrst og fremst að vera af fjármálalegum toga spunninn og þá að einhverju leyti vegna offjárfestingar, sem ekki hefur að sama skapi verið beint til vöruþróunar og framleiðniaukningar. Ofurkapp hefur verið lagt á einstaka þætti iðnþróunar, endurnýjun vélakosts og húsa 12 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.